-
Getur gagnlegt prjónahjálpartæki líka verið skartgripur? Já, nýi hringurinn úr 925 sterling silfri frá addi, sem fæst í þremur stærðum, sameinar hönnun og garnleiðara í einni vöru. Hringinn er ekki aðeins hægt að nota við tvíbanda prjón, heldur er einnig frábær garnleiðari í einlitu prjóni. Hægt er að breyta spennu garnsins eftir hvernig það er þrætt. Skartgripur framleiddur í Altena, Þýskalandi. Auðvelt að aðlaga að stærð. Hönnun eftir Sylvie Rasch. Stærðir: S = ummál 52mm M = ummál 54mm L = ummál 56mm
-
Þetta prjónaveski eða prjónahirsla er hönnuð með þarfir prjónarans í huga. Þægilegt til að hafa hringprjónana á einum stað og gott skipuleg á þeim. Veskið er með rennilás á þremur hliðum og opnast eins og harmonikka. Ellefu vasar geyma allar stærðir af hringprjónum. Það fylgja með ómerktir límmiðar í pastellitum til að merkja vasana í samræmi við þína prjónaeign. Ytra byrðið er úr sterku bómullakakí, bryddað með leðurlíki. Þægilegt handfang til að halda á töskunni. Málmfestingar eru úr messing.
Stærð: 20 x 14 x 7,5 cm Hannað fyrir skapandi einstaklinga heima eða á ferðinni. Sjá einnig Hook & Needle skipulagsmöppuna sem er í stíl og kemur í sömu litum. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun. -
Þetta er rúmgóð hliðartaska, sem er hægt að láta hanga beint eða á ská. Sem taska í lítilli/miðstærð er líka hægt að taka hölduna af og nota sem veski. Hugað er að öllum smáatriðum. Taskan er nútímaleg og hefðbundin í senn, hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Hugsuð fyrir prjónaverkefnið eða hvað sem er. Góð handtaska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Taska fyrir þau sem eru að leita að lítilli til meðalstórri tösku, fullkomin fyrir prjónaverkefnið en líka sem venjuleg handtaska. Hagstæð stærð og verð! Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
-
Þriggja hluta sett frá FISKARS fyrir þau sem sauma bútasaum eða annað þar sem þarf að skera efni með nákvæmni. Settið er bæði fyrir byrjendur jafnt sem reynslubolta í saumaskap. Þetta sett er líka sniðugt fyrir þau sem eru að vinna með þæfingu/flóka. Skurðhnífurinn (45 cm) er notaður til að skera efni. Hnífurinn er mjög beittur og þegar hann er ekki í notkun er honum lokað til að hlífa skurðblaðinu. Skurðarblaðið er í staðlaðri stærð sem hægt að skipta um eftir þörfum. Mottan eru nauðsynlegt undirlag þegar hnífurinn er notaður (A2, 45 x 60 cm). Stikan er einnig nauðsynleg til að skera beinar línur (15 x 60 cm) – t.d. ferninga, þríhyrningar eða jafnvel stjörnur. Mottan og stikan er með mælieiningum í metrakerfinu (cm). Þetta þriggja hluta sett er einnig frábær gjöf fyrir saumafólk.
-
HÖNNUÐUR: KRISTÍN BRYNJA
Pakki með garni frá Einrúm (e-band) og uppskrift á ENSKU. Garnið dugar í stærðir XS, S og M í langerma en í til og með XL í stutterma peysu. Val um stutterma og síðerma útgáfu. Val um 3 litasamsetningar: Grunnlitur: Dökkgrátt. Mynsturlitir: dökkrautt og hvítt. Nóg garn fyrir stærðir upp í XL í langerma og 3XL í stutterma peysu. Grunnlitur: Ljósgrátt. Mynsturlitir: Blátt og dökkrautt. Nóg í M í langerma og L í stutterma. Grunnlitur:: Ljósbrúnt. Mynsturlitir: Gult og hvítt. Nóg garn fyrir stærðir upp í XL í langerma og 3XL í stutterma peysu. Allt mjög fallegar litasamsetningar, ekki við öðru að búast frá Einrúm. Frábær gjafahugmynd! -
Maker's Mesh Tote handavinnutaska Stór taska með gegnsæju efni á hliðum. Sniðugt þegar að maður vill sjá hvað er í töskunni utan frá. Töskunni fylgir axlaról sem er nógu löng til að hafa á ská yfir öxlina ef vill. Í töskunni rúmast 10 eða fleiri garnhespur eða meðalstórt eða stórt verkefni. Hverri tösku fylgja skæri með slíðri í stíl og budda sem er lokað með smellum fyrir smáhlutina. Fæst í fjórum litum. Stærð 38 cm (lengd) x 25 cm (hæð) x 15 cm (dýpt)
-
3 skipti – ÞRIÐJUDAGAR kl. 18 - 20 18. feb., 25. feb. og 4. mars 2025 Heklaðar dúllur hafa fyrir nokkru gengið í endurnýjum lífdaga. Fyrir utan hinar klassísku hekluðu dúllur til að setja saman í minni og stærri teppi, þá eru dúllur einnig notaðar til að hekla peysur, töskur o.m.fl. Það er hægt að fara margar leiðir í dúlluhekli og jafnvel í að setja þær saman. Á þessu námskeiði mun Sólveig heklkennari sýna ykkur nýja leið til hekla saman dúllur. Auk þess mun hún fara í alla þá tækni sem þarf til að hekla mismunandi dúllur. Litríkt og skapandi verkefni er markmiðið.Garn í prufuhekl er innifalið.Hafa meðferðis eða kaupa á staðnum: Heklunálar 3,5-4 mm.Kennari: Sólveig Sigurvinsdóttir