• ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.
  • Þriggja hluta sett frá FISKARS fyrir þau sem sauma bútasaum eða annað þar sem þarf að skera efni með nákvæmni. Settið er bæði fyrir byrjendur jafnt sem reynslubolta í saumaskap. Þetta sett er líka sniðugt fyrir þau sem eru að vinna með þæfingu/flóka. Skurðhnífurinn (45 cm) er notaður til að skera efni. Hnífurinn er mjög beittur og þegar hann er ekki í notkun er honum lokað til að hlífa skurðblaðinu. Skurðarblaðið er í staðlaðri stærð sem hægt að skipta um eftir þörfum. Mottan eru nauðsynlegt undirlag þegar hnífurinn er notaður (A2, 45 x 60 cm). Stikan er einnig nauðsynleg til að skera beinar línur (15 x 60 cm) – t.d. ferninga, þríhyrningar eða jafnvel stjörnur. Mottan og stikan er með mælieiningum í metrakerfinu (cm). Þetta þriggja hluta sett er einnig frábær gjöf fyrir saumafólk.
  • Peysan PÁLÍNA er klassísk peysa eftir Helgu Thoroddsen. Notuð er tengiaðferð til að prjóna hálsmál, axlir og efri hluta erma. Allt prjónað, ekkert saumað saman. Peysur með þessu sniðu smellpassa og eru mjög klæðilegar.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðin birtist einnig í tölvupóstinum sem þið fáið eftir kaupin. Hægt er að hlaða uppskriftinni í tölvuna, spjaldtölvuna eða símann allt að fimm sinnum.
    • Sokkar í kvenstærð fyrir NORO Silk Garden Sock  garnið sem fæst bæði einlitt og kaflalitað.
    • Þessir sokkar eru prjónaðir frá sokklegg að tá.
    • Það þarf eina 100 g hnotu af NORO Silk Garden Sock garninu í sokkapar. Ef notað er kaflalitað garn og sokkarnir eiga að vera eins þarf 200 g (þá er afgangur í annað sokkapar).
    • Prjónastærð er 2,75 mm eða sú stærð sem þarf til að ná réttri prjónfestu.
    UPPSKRIFTIN ER Á ÍSLENSKU ATH. Ef þið kaupið NORO Silk Garden Sock garn í sokkana fylgir uppskriftin með FRÍTT. Veljið garnið, setjið í körfu og setjið í skilaboðagluggann hvaða uppskrift þið veljið með (fimm mismunandi í boði). Uppskriftin verður send í tölvupósti um leið og varan er afgreidd. NORO Sokkauppskrift: FLOTLYKKJUR (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: HLYNUR (prjónaðir frá tá) NORO Sokkauppskrift: LAUF (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: SNÚRA (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: STUÐLAR & GÖT (prjónaðir frá sokklegg)  
  • LAINE TUTTUGU OG FJÖGUR Drottningarviðtal við Nönnu hjá Knittable í þessu tölublaði!!! Ekki á hverjm degi sem íslenskir prjónafrömuðir eru í viðtali í svona flottu tímariti. Finnskt tímarit (á ensku) með prjónhönnun á heimsmælikvarða. Margir hönnuðir leggja hönd á plóg og tryggja úrval að áhugaverðum peysum og fylgihlutum. Mikil áhersla er lögð á greinagóðar uppskriftir. Þá fyglir ein mataruppskrift að auki. Stílhreint tímarit á ensku með fallegri myndatöku. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að LAINE tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að LAINE kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
    • Grófleiki: Smáband / Sport
    • Innihald: 75% ull og 25% nylon
    • Lengd/þyngd: 400m/150g
    • Prjónar: 3 - 4 mm
    • Prjónfesta: 25 lykkjur og 30 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur: Ullarvagga, 30°C
  • addiDuett er hjálparprjónn með heklunál á öðrum endanum og prjónaoddi á hinum. Frábært áhald til nota þegar það verður lykkjufall eða þegar laga þarf villu. Svo er þetta líka venuleg heklunál. Koma í stærðum 2mm - 6mm og hver grófleiki er í sér lit. Ómissandi í hvert prjónaveski.
  • Fatakrít í duftformi. Hægt að kaupa áfyllingar í 5 litum. Fatakrít með lausu dufti er frábært áhald til að merkja efni. Í stað þess að draga blýant eða penna eftir efninu, er hjóli á enda krítarhylkisins rúllað til að merkja línu. Hjólið er með örlitlum götum sem hleypa krítinni út um leið og þrýst er á það. Það myndast lína með þéttum, smáum punktum. Krítin þvæst auðveldlega úr. Hægt að velja um mismunandi liti eftir lit efnisins sem vinna á með.
  • Hefðbundnir kaðlaprjónar, léttir með sveigju og renna síður úr þess vegna. Þrír kaðlaprjónar sem passa fyrir algengustu grófleika af garni.
  • ADDI Click Lace Short hringprjónasett inniheldur 8 pör af prjónaoddum úr málmi í stærðum 3,5mm til 8mm. Hvert prjónaoddapar er með löngum og góðum oddum (lace), en prjónarnir sjálfir eru styttri svo hægt sé að nota til að mynda 40cm eða lengri hringprjóna. Það fylgja með 5 addi snúrur, liprar eins og ADDI prjónasnúrurnar eru; 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm.  Einnig fylgir með tengi til að tengja saman snúrur, gripbleðill til að auðvelda tengingu á oddi og snúru og gyllt næla til skrauts. ADDI Click prjónunum er smellt við snúrurnar (enginn skrúfgangur) og losna því ekki á meðan prjónað er. Hægt er að bæta við settið með því að kaupa fleiri stærðir af prjónaoddum, bæði styttri og allt uppí 12mm í löngum oddum. Einnig er hægt að kaupa viðbótar snúrur stakar. Prjónasettið kemur í þægilegri tösku þar sem er rennt hólf fyrir alla smáhlutina og hver prjónn á sinn stað.
    • Grófleiki: Fínband / fingering  / 4 ply
    • Innihald: 80% merínóull, 20% nælon
    • Lengd/þyngd: 365m/100g
    • Prjónar: 2,25 – 3,25 mm
    • Prjónfesta: 21 – 32 L á prjóna 2,25 – 3,25 mm = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur í ylvolgu eða köldu vatni
    • Grófleiki: Fínband / fingering / 4ply
    • Innihald: 88% merínó lambsull, 11% mórberjasilki
    • Lengd/þyngd: 533m/100g
    • Prjónar: 2 - 3,5 mm
    • Prjónfesta: 24 - 28 L = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
  • Garn:  Cyrano frá De Rerum Natura 1 x 100g/150m eða sambærilegt garn.
    Prjónar: Sokkaprjónar 4,5mm og 5 mm Stærðir: Ein stærð unglinga-/fullorðinsstærð Einlitir vettlingar með köðlum. Garnið er gróft, fyrir prjóna 6-7 en vettlingarnir eru prjónaðir á 5 mm prjóna til að fá þá þétta. Þumallinn er hliðarþumall með tungu. Uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
  • Afi prjónaði - Pabbi prjónaði - Frændi prjónaði Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo að auðvelt sé að festa við flíkina. Stærðir: Afi 1,2 x 5,3 cm, Pabbi 1,2 x 5,1 cm, Frændi 1,2 x 5 cm. Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
    • Gluggi yfir tölunum með stækkun
    • Stál á bakinu til að festa við segularmbandið
    • Framleitt úr há-gæða, gegnsæju polycarbonate efni
    • Til að telja umferðir:
      • Ýtið á takkann ofan á teljarnanum til að telja.
      • Endursetjið tölurnar með því að ýt upp eða niður hjólinu á hliðartakkanum.
      • Færið rofa neðan á teljaranum til að læsa eða aflæsa honum.
  • Afsláttur!

    Moomin x Novita MUUMILAAKSO

    Original price was: 1.895kr..Current price is: 1.327kr..
    • Grófleiki:  Léttband / DK
    • Innihald:  75% ull, 25% pólíamíd
    • Lengd/þyngd:  100 g/225 m
    • Prjónar:  3 - 4 mm
    • Prjónfesta:  22 lykkjur og 28 umferðir = 10 x 10cm
    • Þvottur:  Ullarþvottakerfi við 40°C
  • Mánaðarserían eru símynstraðir vettlingar með mynstureindum sem er auðvelt að læra og þ.a.l. skemmtilegt að prjóna.
    Með því að nota einlitan grunn en marglitt garn í mynstrið kemur mikil hreyfing í mynstrið sem gerir það enn áhrifaríkara, en þa verða vettlingarnir ekki eins! Það er auðvitað líka hægt að hafa einlitt garn í mynstrinu.
    Garn:  Bio Merino 1 x 50g/150m & Edition 3  1 x 50g/50g frá Schoppel Wolle eða sambærilegt garn. Garnið í mynsturlitnum er kaflalitað og sprengt og því verða vettlingarnir ekki alveg eins!
    Prjónar: Sokkaprjónar 2,5mm og 3 mm Stærðir: Minni og stærri unglinga-/fullorðinsstærð Tvíbandaprjónaðir vettlingar, ekki úr fíngerðasta garninu, prjónast því hraðar fyrir vikið. Íprjónaður þumall, auðvelt að stækka og minnka vettlingana ef þarf. Mynstrið er auðlært og fljótprjónað. Uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
  • ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.
  • Knit Pro DREAMZ Symfonie sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Í DREAMZ línunni er hver grófleiki í sér lit. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.  
  • TAUPOKI Taupoki merktur Prjónalífið er yndislegt. Eitt band til að draga saman. Þægilegur verkefnapoki. Stærð 25 x 34,5 cm
  • LAINE TUTTUGU OG ÞRJÚ Finnskt tímarit (á ensku) með prjónhönnun á heimsmælikvarða. Margir hönnuðir leggja hönd á plóg og tryggja úrval að áhugaverðum peysum og fylgihlutum. Mikil áhersla er lögð á greinagóðar uppskriftir. Þá fyglir ein mataruppskrift að auki. Stílhreint tímarit á ensku með fallegri myndatöku. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að LAINE tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að LAINE kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
  • Tvær nýjungar frá ADDI hafa sameinast: Novel hittir Trio. Novel-strúktúrinn passar fullkomlega við tækni addiCraSyTrio. Lykkjurnar renna ekki af: frábært bæði til að halda á og vinna með, jafnvel fyrir óvana prjónara. Útkoman er jafnar og fallegar lykkjur. Fæst í öllum helstu stærðum og hentar öllum skapandi höndum. ADDI Crasy Trio NOVELeru þríprjónar eða þrír bognir prjónar með stuttri snúru í miðjunni. Þeir eru 30 cm langir og hver prjónn er með einum beittum oddi og einum bljúgum. Þannig er hægt að velja hvorum oddinum er prjónað með. Þeir henta í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermaprjón. Fást í 2,5 - 5 mm.
  • Lykkjunælur eða lykkjuhaldarar sem eru hannaðar með þarfir prjónara í huga. Í staðhefðbundinnar nælu er prjónn með teygju úr silíkóni sem festist utan um prjóninn. Þannig haldast lykkjurnar á öruggum stað. Það sem gerir þetta áhald svo gott er að hægt er að hleypa lykkjunum fram af báðum endum. Frábært til að geyma lykkjur í handvegi og á fleiri stöðum. Kemur í fjórum gerðum eftir grófleika garnsins. Innihald: 2 lykkjunælur í pakka.
  • Hefbundinn saumatvinni úr 100% polyester. Hentar í allan vélsaum. Kosturinn við þennan tvinna er ekki bara styrkurinn, heldur gefur hann örlítið eftir. Þegar reynir á saum, þá eru minni líkur á saumsprettu ef þessi tvinni er notaður. Við mælum með þessum tvinna í verkefni með löngum saumum.
Go to Top