-
Bambus sokkaprjónarnir koma í tveimur lengdum; 15 cm sem er ágæt lengd fyrir vettlinga-, sokka- og barnapeysuermar. 20 cm sem eru góðir fyrir ermaprjón og allt annað sem á að prjóna í hring eins og hálsmál, húfur o.fl. Oddarnir eru góðir þar sem þeir mjókka með aflíðandi halla. Það er gott að beita þeim í prjóni með alls konar garn. Bambusprjónar er léttir og mörgum finnst betra að nota ljósa prjóna. Bambus er stekt efni og svignar frekar en brotnar þegar reynir á þá. Byrjendum, sem hættir til að prjóna laust, hentar vel að nota bambusprjóna. Þá næst betra grip og lykkjurnar láta betur að stjórn.
-
Olnbogabætur úr mjúku rúskinni svo peysurnar og/eða jakkarnir endist lengur. Til í nokkrum litum. Með gataröðmmeð fram brún til að auðvelda saumaskapinn. Koma tvær saman í pakkningu. Það er upplagt að nota Laine St. Pierre stoppugarnið til að festa bæturnar.
-
CLOVER Soft Touch heklunálar eru einstaklega þægilegar í notkun. Krókurinn er mátulega beittur svo auðvelt er að stinga honum í gegnum lykkjuna án þess að kljúfa garnið. Áferðin á málmhlutanum er hæfilega sleip þannig að lykkjurnar renna vel en haldast samt á sínum stað. Snilldarhönnun sem gerir heklið skemmtilegra. Handfangið er með gripfleti úr mjúku efni svo nálin sitji vel í hendi. Það er reynsla margra að Clover heklunálar reyni minna á hendurnar og þá verður auðveldara að hekla lengur áreynslulaust. Hægt er að kaupa Soft Touch heklunálar í stærðum 0,5mm til 6mm.