• Klemmur til að festa saman brúnir á prjónastykkjum sem á að sauma saman. Núna án plasts! Vörurnar frá Cocoknits eru umhverfisvænar. Klemmurnar eru búnar til úr sama náttúrueyðanlega efninu og málböndin og eru í linen (lín) lit. 12 klemmur í poka.
  • Merkipenni á efni. Hentar í bútasaum, fatasaum og aðra handavinnu. Merkingin fer úr þegar efnið blotnar. Sjá nánar hér fyrir neðan. Tveir grófleikar í boði
    • Merkipenni vatnsleysanlegur (fínn) - #515
    • Merkipenni vatnsleysanlegur (grófur) - #516
  • Það er komin ný sending með nokkrum nýjum litum. Það mun taka okkur nokkra daga að setja þá inn í vefverslun.
    • Grófleiki: Léttband / DK / Double Knitting
    • Innihald: 100% superwash merínóull
    • Lengd/þyngd: 125m/50g
    • Prjónar: 3,5 - 4 mm
    • Prjónfesta: 22 lykkjur  og 30 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur: Ullarvagga 30°C
     
  • Það er komin ný sending með nokkrum nýjum litum. Það mun taka okkur nokkra daga að setja þá inn í vefverslun.
    • Grófleiki: Fínband / Fingering / 4 ply
    • Innihald: 100% superwash merínóull
    • Lengd/þyngd: 175m/50g
    • Prjónar: 2,5 - 3,5 mm
    • Prjónfesta: 28 lykkjur og 36 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur: Ullarvagga 30°C
  • Prjónamerki úr mjúku efni. Mjög þægileg í notkun; sett upp á prjóninn til að merkja byrjun umferðar, ákveðnar mynstureiningar, úrtökur, útaukningar o.fl. Innihald: 30 merki í 2 litum, 10 minni og 20 stærri. Prjónastærðir
    • 10 stk. lítil: 2 mm - 3,75 mm.
    • 20 stk. stór: 3,75 mm - 8 mm.
  • Bambus sokkaprjónarnir koma í tveimur lengdum; 15 cm sem er ágæt lengd fyrir vettlinga-, sokka- og barnapeysuermar. 20 cm sem eru góðir fyrir ermaprjón og allt annað sem á að prjóna í hring eins og hálsmál, húfur o.fl. Oddarnir eru góðir þar sem þeir mjókka með aflíðandi halla. Það er gott að beita þeim í prjóni með alls konar garn. Bambusprjónar er léttir og mörgum finnst betra að nota ljósa prjóna. Bambus er stekt efni og svignar frekar en brotnar þegar reynir á þá. Byrjendum, sem hættir til að prjóna laust, hentar vel að nota bambusprjóna. Þá næst betra grip og lykkjurnar láta betur að stjórn.
    • Grófleiki:  Léttband / DK
    • Innihald:  100% bómull
    • Lengd/þyngd:  106m/50g
    • Prjónar:  4 mm
    • Prjónfesta:  22 lykkjur og 28 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Þvottakerfi fyrir viðkvæman þvott við 40°C
    Allar uppskriftir fyrir garn frá Rowan Mode eru fríar ef keypt er í verkefni. Þær eru sendar rafrænt um leið og pöntunin er afgreidd. Setjið nafnið á uppskriftinni sem þið viljið í athugasemdagluggann þegar gengið er frá greiðslu. Hér getið þið skoðað Rowan Mode uppskriftirnar: https://knitrowan.com/en/mode-at-rowan/about-mode/mode-lookbook
  • ADDI Lókambur Hágæða ull á það til að hnökra við notkun. Lókambinn má nota til að losa hnökrana og fríska upp á prjónlesið. Efni: Plast, málmur
  • Teygjuþráður fyrir prjón eða hekl. Lagður með garni t.d. í hálslíningu eða stroff. Fíngerður þráður - 200 m á kefli.
  • Gatamynstrið í þessu barnateppi er klassískt og skemmtilegt í prjóni. Hver mynstureind er endurtekin það oft að flestir læra hana fljótt. Ef ekki þá er bæði hægt að fylgja mynsturteikningu og/eða vinnulýsingu í texta.

    Hver mynstureining er 16 lykkjur og 10 umferðir og svo bætist við garðaprjónskantur allan hringinn. Það er auðvelt að stækka eða minnka teppið eftir óskum, bæta við eða fækka um heila mynstureind.

    Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld rafrænt og þið fáið sendan svarpóst með krækju sem þið smellið á til að sækja uppskriftina. Ef þið skráið ykkur inn á storkurinn.is vefverslunina þá er hún líka þar.
    Uppskriftin er bæði með skriflegri vinnulýsingu og mynsturteikningum og er á ÍSLENSKU.
  • Límbót sem hentar á útivistarfatnað, regnfatnað, hlífðarfatnað o.þ.h. Stærð 10 x 20 cm. Hægt að klippa til í þá stærð sem þarf. Með endurskinsfilmu.
  • Olnbogabætur úr mjúku rúskinni svo peysurnar og/eða jakkarnir endist lengur. Til í nokkrum litum. Með gataröðmmeð fram brún til að auðvelda saumaskapinn. Koma tvær saman í pakkningu. Það er upplagt að nota Laine St. Pierre stoppugarnið til að festa bæturnar.  
  • Hér er klassískt ungbarnateppi úr smiðju Debbie Bliss. Teppið er prjónað  út frá miðju. Byrjað er með sokkaprjóna og svo skipt yfir í hringprjóna í mismunandi lengdum eftir því sem lykkjunum fjölgar. Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld rafrænt og þið fáið sendan svarpóst með krækju sem þið smellið á til að sækja uppskriftina. Ef þið skráið ykkur inn á storkurinn.is vefverslunina þá er hún líka þar.
    Uppskriftin er bæði með skriflegri vinnulýsingu og mynsturteikningum og er á ÍSLENSKU.
  • Langar heklunálar úr málmi, 30 cm með hjarta á endanum fyrir krækjuhekl (túnesískt hekl). Athugið að fínustu heklunálarnar (2mm og 2,5mm) eru með þríhyrndum enda. Hægt að nota fyrir hvers konar hekl sem er en eru sérstaklega hannaðar fyrir krækjuheklið.  
  • Fallegt nálahús úr dökkum harðviði fyrir fyrir allar nálar. Lokið er skrúfað af auðveldlega og skrúfgangurinn er úr málmi. Mál nálahúss: Um 8,5 x 1,5 cm.
  • Langur þræðari fyrir flosnál. 2 stk. í pakka. Sjá nánar upplýsingar með Flosnál með handfangi.
  • Bómullartvinni fyrir vélstungu, sterkur og með fallegan gljáa. Fæst bæði einlitur og marglitur. Hentar einnig í allan venjulega vélsaum. 300m á kefli.  
  • Extra sterkur tvinni úr 100% polyester. Grófari en hefðbundinn saumatvinni. Hentar í vélsaum og handsaum, stungur í gróf efni eins og kakí og denimefni.
    • Útsaumsnálar með stóru auga.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem auðveldara er að þræða.
    • Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir.
  • Nálaþræðarar auka þægindi og spara tíma. Þessi þræðari er flatur og kemst inn í nálaraugu á nálum með stór auga eins og stoppunálar og jafanálar.
  • Þægilegur sprettuhnífur til að skera á saumspor þegar rekja þarf upp eða spretta upp saumum. Ómissandi áhald, sérstaklega í vélsaumi. Hlíf fylgir.
  • Með svona græju verður leikur einn að gera fallega dúska. 2 stk. í pakkningu. Þvermál dúska: Um 20 mm & 25 mm. 4 stærðir í boði XS, S, L og XL.
  • Prjónatappar koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjóninum. Fyrir prjóna 8 mm - 10.0mm; 4 stk. í pakka.
  • CLOVER Soft Touch heklunálar eru einstaklega þægilegar í notkun. Krókurinn er mátulega beittur svo auðvelt er að stinga honum í gegnum lykkjuna án þess að kljúfa garnið.  Áferðin á málmhlutanum er hæfilega sleip þannig að lykkjurnar renna vel en haldast samt á sínum stað. Snilldarhönnun sem gerir heklið skemmtilegra. Handfangið er með gripfleti úr mjúku efni svo nálin sitji vel í hendi. Það er reynsla margra að Clover heklunálar reyni minna á hendurnar og þá verður auðveldara að hekla lengur áreynslulaust. Hægt er að kaupa Soft Touch heklunálar í stærðum 0,5mm til 6mm.
Go to Top