- 38 cm × 31 cm × 13 cm
-
Sterk taska úr júta með góðum höldum, sem rúmar prjónaverkefnið eða alla peysuumönnunarhlutina frá Cocoknits. Litlar hliðarvasar beggja vegna. Júta er náttúrulegt efni og er 100% endurvinnanlegt og niðurbrjótanlegt. Stærð töskunnar er einmitt hæfileg fyrir garn í heila peysu, grænmeti úr búðinni eða af markaðnum, eða fyrir hvers kyns innkaup. Stærð:
-
Höfundur: NOVITA Útgefandi: Novita (Haust 2023)Tungumál: Enska, þýska & hollenska og sænska (sama heftið) Þyngd: 475 g | Mál: 21 x 27 mm NOVITA gefur reglulega út prjónahefti með uppskriftum. Í þessu hefti eru þau í samstarfi við hið alkunna ARABIA fyrirtækið, sem gerir ýmsa fallega heimilismuni, keramik og textíl. Í blaðinu má finna 23 uppskriftir af ýmsum nytja og skrautmunum, til dæmis púðum, glasamottum, teppu, mottu, peysu og tösku.
-
Eco Vita #1. The Botanist's Cabinet
Útsaums- og mynsturbók frá DMC í Eco Vita línunni. Mynstur furor b´æði frjálsan útsaum og krosssaum. Fjórtán mismunandi mynstur, hvert og eitt með góðum útskýringum, og myndum. Mynstrin eru öll saumuð með DMC Eco Vita organic útsaumsgarninu. -
Afsláttur!POMPOM #41 - sumar 2022. Nú í stærra broti! Árstímabundin tímarit frá Bretlandi, uppfull af áhugaverðri prjónhönnun. Ritstjórarnir velja til samstarfs mismunandi hönnuði hverju sinni og reyna að hafa gott úrval af peysum og fylgihlutum. Vel gerðar uppskriftir, klassískar í bland við nýstárlegar. Eitthvað fyrir alla! Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að POMPOM tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að POMPOM kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
-
Eco Vita #3. The Mender's Wardrobe
Útsaums- og mynsturbók frá DMC í Eco Vita línunni. Hér geta þau sem vilja lengja líf flíkanna sinna eða endurnýjað og skreytt með útsaumi fengið fullt af flottum hugmyndum. Í bókinni eru 21 hugmynd til að fegra og gera við fatnað með stæl. Hver flík mun endurspegla skapandi lífstíl og sjálfbærni! Allur útsaumur gerir ráð fyrir að notað sé DMC Eco Vita organic útsaumsgarnið. -
Afsláttur!POMPOM #39 - vetur 2021. Árstímabundin tímarit frá Bretlandi, uppfull af áhugaverðri prjónhönnun. Ritstjórarnir velja til samstarfs mismunandi hönnuði hverju sinni og reyna að hafa gott úrval af peysum og fylgihlutum. Vel gerðar uppskriftir, klassískar í bland við nýstárlegar. Eitthvað fyrir alla! Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að POMPOM tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að POMPOM kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
-
Búið til skúfa með alls konar garni! Hægt að nota útsaumsgarn, prjónagarn eða hvað sem ykkur dettur í hug. Sniðugt að eiga skúfa til að merkja/skreyta skærin og önnur áhöld. Hér er PDF skjal með leiðbeiningum um hvernig skúfarnir eru búnir til með þessu áhaldi: SKÚFAGERÐ.
-
ADDI Click SOS snúrur, 3/pk; 60cm, 80cm og 100cm. ADDI SOS snúrur eru eins og aðrar snúrur, nema það er lítið gat beggja vegna þar sem samskeytin eru. Götin eru til að þræða fíngert garn eða þráð í gegnum og hnýta. Síðan er umferðin prjónuð eins og venjulega. Þráðurinn er losaður og hnýttur saman. Ef villa uppgötvast er snilld að geta sleppt lykkjunum af prjóninum, rakið upp og lykkjurnar sitja öruggar á þræðinum. Þetta þarf svo að endurtaka reglulega svo ekki þurfi að rekja mjög langt niður í hvert sinn, t.d. á 10-20 umferða fresti. Það er upplagt að nota þessa aðferð við alls konar gataprjón og klukkuprjón sem getur verið erfitt að rekja upp.
-
Afsláttur!Radåm er nýtt og spennandi tímarit fyrir prjónara sem vilja hafa puttann á púlsinum í nýrri prjónhönnun.
-
- Lykkjustopparar fyrir prjóna 2mm - 10mm.
- 6 stærðir; 4 stk. af hverri stærð = 24 lykkjustopparar.
- Framleitt úr umhverfisvænu efni.
- Notkun: Setjið stopparann alla leið upp á prjóninn til að halda við lykkjurnar. Hægt að nota á sokkaprjóna og hringprjóna. Setjið á hringprjóna eða snúru af samsettum prjónum að halda lykkjunum öruggum á meðan peysan er mátuð.
-
Fingurbjargir úr leðri sem laga sig að fingrinum. Það eru engir saumar á því svæði sem nálin snertir. Einstök lögunin myndar sléttan flöt yfir fingurgóminn.
- Engir saumar eða spor sem hindra þegar þrýst er á nálina.
- Saumaðir í þrívídd svo þær passi betur á fingurinn.
- Tvöfalt leður fyrir öryggið.
- Lítil (#6028) - 14,5 mm
- Miðstærð (#6029) - 16 mm
- Stór (#6030) - 17,5 mm
-
Höfundur: NOVITA Útgefandi: Novita (Haust 2023)Tungumál: Enska, þýska & hollenska (sama heftið) Þyngd: 475 g | Mál: 21 x 27 mm NOVITA gefur reglulega út prjónahefti með uppskriftum. Í þessu hefti eru 12 uppskriftir af peysum og fylgihlutum. Peysurnar eru allar stílhreinar og klassískar kvenpeysur sem hafa mikið notagildi. Uppskriftirnar eru á þremur tungumálum; ensku, hollensku og þýsku.Novita Essentials inniheldur uppskriftir fyrir byrjendur og lengra komna prjónara. Athugið að myndirnar eru af áhugasömum prjónurum sem hafa sent Novita sína útfærslu af peysum úr heftinu.
-
Höfundur: NOVITA Útgefandi: Novita (Vor 2025)Tungumál: Sænska Þyngd: 350 g | Mál: 21 x 29,5 mm NOVITA tímaritin koma út fjórum sinnum á ári; vor-, sumar-, haust- og vetrarblöð. Hvert tímarit með um eða yfir 40 uppskriftum fyrir börn, fullorðna og heimilið.Uppskriftirnar eru með teikningum ef við á og er auðvelt að fylgja. Í hverju blaði er er kennsla á tiltekinni aðferð í hannyrðum.
-
CLOVER 18mm skurðarblað í skurðarhníf. 5 stk. í pakka.Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.