• Fallegt prjónamál úr Mindful línunni frá Knit Pro. Prjónamálið er úr silfurhúðuðum málmi. Kemur í skreyttum taupoka.
  • Fallegur skreyttur taupoki með úrvali af 100 prjónamerkjum úr Mindful línunni. Hringir í þremur stærðum, 20 stk. af hverri. Opnir hringir; 20 stk. Krækjur; 20 stk. Fimm nælur til geyma merkin eða nota sem lykkjunælur.  
  • Hjartalaga prjónamerki úr málmi sem loða við segularmbönd og annað sem er með segli. 40 merki í pakka.
  • Prjónasnúrur fyrir Knit Pro prjónaoddana. Þessar eru úr stálvír sem er nælonhúðaður og þær eru "minnislausar". Snúran snýst 360° við samskeytin sem minnkar verulega líkurnar á því að prjónninn losni.  En eins og í öllum samsettum prjónum frá Knit Pro þarf að nota sérstakan pinna til að herða og losa þegar skipt er um prjón (ef pinninn týnist er alltaf hægt að nota nál). Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Snúrurnar fást í lengdum til að mynda 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Einnig er hægt að nota snúrurnar til að geyma lykkjur því það fylgja tveir tappar með hverri snúru. Þá er líka hægt að fá millistykki til að tengi saman tvær snúrur eða tengja eina snúru í hring til að geyma lykkjur.
  • Prjónasnúrur fyrir Knit Pro prjónaoddana. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Snúrurnar fást í lengdum til að mynda 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Hver lengd kemur í sérstökum lit til þæginda fyrir okkur. Einnig er hægt að nota snúrurnar til að geyma lykkjur því það fylgja tveir tappar með hverri snúru, svo og pinni til að festa og losa þegar prjóninn er skrúfaður á. Við mælum með því að nota alltaf pinnann til að losa og festa svo að prjóninn losni ekki þegar prjónað er. Þá er líka hægt að fá millistykki til að tengi saman tvær snúrur eða tengja eina snúru í hring til að geyma lykkjur.
  • Aukareim í NATURAL hnotuvinduna frá Knit Pro.
  • Góðar mottur sem hægt er að pússla saman eftir lögun og stærð þess sem á að strekkja.  Staflast upp og þægilegar í geymslu. Motturnar koma í tösku úr glæru plasti. Hver motta er 30 x 30 cm og það eru 9 stk. í pakka.
  • Afsláttur!
    Symfonie heklunálarnar eru úr marglituðu birki með slétta og mjúka áferð svo garnið rennur vel á yfirborðinu. Oddurinn fremst á króknum er hæfilega beittur til að komast auðveldlega í gegnum lykkjurnar.
  • Knit Pro Symfonie HRINGPRJÓNAR

    1.145kr.1.995kr.
    KNITPRO Symfonie hringprjónar er úr birki með góðum oddi, sléttri áferð og lipurri snúru. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri og lengri, og prjónaodda og snúrur til að skrúfa saman. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Prjónarnir eru til í 40cm, 60cm, 80cm og 100cm lengdum. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
  • Symfonie prjónaoddarnir fást í tveimur lengdum. Þessir eru lengri og passa fyrir snúrur sem mynda 60 cm langan hringprjón eða lengri. Prjónaoddarnir eru skrúfaðir á snúrur sem fást í nokkrum lengdum. Snúrumegin við samskeytin eru göt þar sem meðfylgjandi pinna er stungið inn í til að herða og losa. Við mælum með því að pinninn sé alltaf notaður til og losa og festa prjónaodda og snúrur, annars getur prjónninn losnað á meðan prjónað er. Þægindin við að nota samsetta prjóna eru ótvíræð. Þá þarf maður ekki að eiga næstum eins marga prjóna, því samsetningarmöguleikarnir eru svo miklir.
  • Knit Pro Symfonie sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.  
  • KNIT PRO Symfonie sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.  
  • T-pinnar eru sérstakir títuprjónar fyrir strekkingu. Þeir eru grófari, sterkari og svigna ekki. Ryðfríir og ómissandi þegar strekkja á sjöl eða annan textíl. 50 stk. í boxi.  
  • Hringur sem er teljari. Telur upp í 99. Mismunandi stærðir í boði. Flestir hafa hringinn/teljarann á vísifingri eða þumli. Stærðir 7, 8, 9, 10, 11 og 12.
  • Stílhrein mappa með segli fyrir uppskriftir og mynsturteikningar. Sérstaklega þægilegt þegar prjónað eða saumað er eftir teikningu. Hægt að láta möppuna standa. Minni seglar fylgja til að festa blaðið við og lengri segull fylgir til að merkja línuna sem prjónað/saumað er eftir. Tvær stærðir: A4 og A5.  
  • KNITHOW

    3.995kr.
    Höfundur: Ritstjórar Pompom Meghan Fernandes & Lydia Gluck Útgefandi: Pom Pom Press (2018) Mjúkspjalda | 164 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 581 g
    Þessi bók kemur frá hina vinsæla prjónatímariti Pompom.  Bók er fyrir byrjendur í prjóni, sú eina sem þarf til að hefja ferðalagið inn í prjónaheiminn.  Knit How er auðveld og þægileg bók tmeð góðum leiðbeiningum. Bókin inniheldur auk kennslukaflanna, tíu prjónauppskriftir af fylgihlutum og flíkum, ásamt teikningum af prjóntækni og margar góðar ábendingar og ráð fyrir nýja prjónara. Í bókinni eru bæði teknar fyrir prjónaaðferðir, sem á ensku heita pick og svo throw. Pick er aðferðin sem líka er kölluð continental og er notuð á Íslandi, hinum Norðurlöndunum, Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum. Hér geturðu séð myndir úr bókinni: KNITHOW  
  • KNITOVATION

    5.995kr.
    Höfundur: Andrea Rangel
    Útgefandi: Krause Craft (2023)
    Harðspjalda | 160 bls. Þyngd: 750 g |  Mál: ‎2o5 x 256 x 15 mm

    Skoðið sýnishorn úr KnitOvation bókinni hér.

    • Falleg og nörg nýstárleg mynstur sem hægt er að nota í alls konar prjónaverkefni.
    • Þegar þessari bók er flett fer sköpunargleðin á flug!
  • Höfundur: Stephanie Earp & Naomi Endicott Útgefandi: Laine Publishing (2023)
    Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 760 g | Mál: 211 x 276 x 15 mm 
  • Höfundur: Louise Crowther Útgefandi: David & Charles (2023)
    Mjúkspjalda | 128 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 522 g | Mál: ‎210 x 273 x 12,7 mm

    Þetta er fjórða bókin sem við höfum verið með eftir Louise Crowther. Þær eru hver annarri fallegri því hún hefur einstakt auga fyrir formum. Hún hefur sinn sérstaka stíl og hvert dýr fær sinn fatnað að auki. Það eru samtals 25 prjónuð dýr í bókinni, hvert þeirra með sín einkenni og sinn fatastíl. Öll dýrin hafa í grunninn sömu stærð af búk og því er hægt að nota fötin á fleiri en eitt dýr. Veldu þitt uppáhaldsdýr og klæðnað á þær. Fullkomin gjöf fyrir vini og vandamenn.

    Smellið hér til að sjá sýnishorn úr bókinni: Search Press
  • Bókin seldist upp fyrir jólin en er væntanleg aftur í janúar. Það er hægt að skrá sig á samprjónið sem hefst í byrjun febrúar og fara um leið á biðlista fyrir bókina. Höfundur: Jenna Kostet Útgefandi: Laine Publishing (2022)
    Harðspjalda | 173 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 740 g | Mál: 190 x 250 x 20 mm
    Bók með fallegum tvíbandaprjónuðum peysum. Svar finnska hönnuðarins Jenni Kostet við íslensku lopapeysunni. Ef þú ætlar að eignast eina klassíska bók með tvíbandaprjóni þá er það þessi. Það gerist ekki oft að allar peysurnar í bókinni kalla á mann og vilja láta prjóna sig. Fyrir þá sem vilja fylgir ljóð og þjóðsaga úr Kalevala með hverri uppskrift. Bókin inniheldur 18 uppskriftir (12 peysur, 2 jakkapeysur, 2 sokka, 1 vettlinga og 1 húfu). Sígild prjónhönnun! Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar. Smellið HÉR hér til að sjá fleiri myndir úr bókinni.
  • Höfundur: Jenna Kostet Útgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 200 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 810  g | Mál: 190 x 250 x 20 mm
    KNITTED KALEVALA BÓK II
    Bók með fallegum tvíbandaprjónuðum peysum. Svar finnska hönnuðarins Jenni Kostet við íslensku lopapeysunni. Ef þú ætlar að eignast eina klassíska bók með tvíbandaprjóni þá er það þessi. Það gerist ekki oft að allar peysurnar í bókinni kalla á mann og vilja láta prjóna sig. Fyrir þá sem vilja fylgir ljóð og þjóðsaga úr Kalevala með hverri uppskrift. Bókin inniheldur 20 uppskriftir (13 peysur, 2 jakkapeysur, 1 kjól, 3 sokka og einn hálsklút. Sígild prjónhönnun! Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
  • Höfundur: Bristol Ivy
    Útgefandi: Pom Pom Press (2019)
    Mjúkspjalda | 108 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 391 g Þetta er önnur bók hins þekkta prjónhönnuðar Bristol Ivy. Áður kom út 2017 bókin Knitting Outside the Box. Í þessari bók beinir hún sjónum að sex mismunandi flíkum sem eru allar með sniði sem er í ætt við klæðskerasniðnar flíkur með fellingar og "draperingar". Elegant peysa, þrjár opnar peysur og tveir kragar/hringtreflar endurskapaðir í anda Bristol Ivy. Hún endurhugsar hvernig peysur eru sniðnar og fara á líkamanum.
  • Garnpakki - garn + uppskrift á íslensku í peysuna KRÍA frá Novita. Stílhrein og falleg barnapeysa sem er prjónuð í hring ofan frá. Stærðir 92/98 (104/110) 116/122 (128/134) cm Í garnpakkanum eru, auk uppskriftar á íslensku: 3 x 100g af grunnlit 1 x 100g af mynsturlit Þetta garnmagn dugar í stærðir 92/98 og (104/110). Bætið við 1 dokku í grunnlit fyrir stærðir 116/122 og (128/134). LINKUR Á GARNIÐ TIL AÐ KAUPA AUKA DOKKU. Prjónfesta er 21 L / 27 umf = 10 cm Prjónar: Hringprjónar 40 og 80 cm í 3,5 og 4,5 mm eftir prjónfestu, sokkaprjónar 3,5 og 4,5 mm. Uppskriftin er eingöngu fáanleg með garnkaupum og það má nota Novita 7 Veljestä Natur  eða 7 Veljestä garnið. Báðar tegundir passa fyrir þessa uppskrift og sama magn þarf í peysuna. Kría barnapeysu-uppskriftin er á ÍSLENSKU. Upplýsingar um garnið:
      • Grófleiki:  Grófband / Aran / Worsted
      • Innihald:  70% ull, 30% Tencel
      • Lengd/þyngd:  100 g/200 m
      • Prjónar:  4 - 5 mm
      • Prjónfesta:  18 lykkjur og 26 umferðir = 10 x 10 cm
      • Þvottur:  Ullarþvottakerfi við 40°C
Go to Top