-
Frábærar merkikrækjur, enda ein af okkar allra vinsælustu vörum. Þær eru úr efni sem endist vel (brotna ekki). Krækjurnar eru mest notaðar til að merkja umferðir, t.d. úrtökur eða útaukningar. Það eru tvær stærðir fáanlegar. Þessar eru minni. Innihald: 20 merkikræjur í tveimur litum, plastumslag til að geyma þær í fylgir. Athugið að það er betra að hafa krækjurnar lokaðar þegar þær eru ekki í notkun.
-
ADDI hringprjónar úr málmi. Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. 12mm prjónarnir eru með slöngur, ekki snúru.
-
Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2025)Mjúkspjalda | 161 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 850 g | Mál: 240 x 310 mm ROWAN tímaritin koma út tvisvar á ári, vor- og sumarblað og haust- og vetrarblað. Hver tímarit er fullt af uppskriftum fyrir dömur og herra, peysur og fylgihlutir eftir helstu hönnuði Rowan hvers tíma. Flestar uppskriftirnar eru fyrir prjón en það eru einnig hekluppskriftir inn á milli. Í nýjustu blöðunum hefur peysum sem eru prjónaðar í hring og jafnvel ofan frá fjölgað. Storkurinn er ein af fáum garnbúðum sem hafa selt Rowan garn og tímarit frá upphafi Rowan. Við eigum því sýnishorn af öllum útgefnum blöðum og mörg þeirra eru enn í sölu.
-
Vettlingapakki Kurzeme #11 Þessar pakkningar innihalda vettlingauppskrift með mynsturteikningu og ullargarni. Vettlingamynstrið er hefðbundið frá svæðinu Kurzeme í Lettlandi. Hvert vettlingapar hefur sína sögu og sína merkingu. Í Lettlandi hafa vettlingar verið aðalgjafirnar um aldaskeið. Nú til dags eru þeir, í öllum sínum litríku útgáfum, enn mikilvægur hluti af vetrarklæðnaði fólks. Allar pakkningarnar innihalda 100% nýull frá bóndabæ í eigu fjölskyldu sem vinnur ullina sjálf fyrir spunann. Allt er handgert, þ.m.t. kassinn. Í Knit Like a Latvian pakkningunni er:
- litprentuð mynsturteikning
- 100% ull í litum sem duga í vettlingapar í stærð M/L
- vettlingauppskrift