-
ATH. nú er hægt að fá danska þýðingu með sem kaupauka. Setjið í athugasemdir með kaupum ef þið viljið bæta því við. Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2024)Mjúkspjalda | 161 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 850 g | Mál: 240 x 310 mm ROWAN tímaritin koma út tvisvar á ári, vor- og sumarblað og haust- og vetrarblað. Hver tímarit er fullt af uppskriftum fyrir dömur og herra, peysur og fylgihlutir eftir helstu hönnuði Rowan hvers tíma. Flestar uppskriftirnar eru fyrir prjón en það eru einnig hekluppskriftir inn á milli. Í nýjustu blöðunum hefur peysum sem eru prjónaðar í hring og jafnvel ofan frá fjölgað. Storkurinn er ein af fáum garnbúðum sem hafa selt Rowan garn og tímarit frá upphafi Rowan. Við eigum því sýnishorn af öllum útgefnum blöðum og mörg þeirra eru enn í sölu. Hér getið þið séð yfirlit yfir innihald ROWAN #73.
-
Þessar sveigjanlegu segulklemmur (2 í pakka) eru einföld leið til að geyma alls konar áhöld á sínum stað. Segullinn sem er í sitt hvorum endanum loða hvor við annan eða við alla stálfleti. Notkun: Festið penna við SEGULBRETTIÐ eða VERKEFNAMÖPPUNA, skipuleggðu hringprjónasnúrur, festið UMFERÐATELJARA á uppskriftina, hafið prjónamerki við höndina eða hafið stjórn á hleðslusnúrunni. Það kemur á óvart hve nytsamlegar segulklemmurnar eru. Innihald:
- Sveigjanlegar klemmur með seglum í sitt hvorum enda
- Mál:
- 9 cm x 2 cm
- Tvær segulklemmur
- Litaval:
- Colorful
- Ein í lit Wild Rose (bleikt) og ein í lit Duck Egg (ljósblágrænt)
- Neutral
- Ein í lit Storm (grátt) og ein í lit Linen (fölgrátt)
- Earth Tones
- Ein í lit Clay (leirbrúnt) og ein í Mustard Seed (sinnepsgult)
- Colorful
-
Bráðnauðsynlegt áhald í frágangi í prjóni er góða jafanál (oddlaus nál með stóru auga). Þessar eru með örlítið bognum oddi sem gerir saumaskapinn auðveldari. Hvort sem gengið er frá endum eða stykki saumuð saman, þá koma þessar nálar sér vel. Það er mjög þægilegt að nota nál með bognum oddi í ítalskri affellingu. Frábært að nota með segularmbandinu. Innihald: 4 jafanálar, 2 fínni og 2 grófari.
-
Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Notkun:
- Skipuleggið öll áhöldin sem þarf fyrir hvert verkefni
- Kemst inn í prjónatösku, bakpoka eða körfu
- Lokið nær yfir alla vasana þó það sé fullt
- Vefjið bómullarsnúru utan um veskið og loks töluna
- Teygið í sundur til að láta standa á borði
- Takið vasana með smáhlutunum úr til að komast auðveldlega að þeim
- Verkefnaveski með 11 vösum, vaxborin snúra úr bómull og tala úr corozo (resin unnið úr vistvænu efni).
- 3 vasar sem hægt er að taka úr.
-
Vettlingapakki: Garn + uppskrift + verkefnapoki Innifalið: Garn í minni stærð: Bio Merino 1 x 50g/150m & Edition 3 1 x 50g/50g frá Schoppel Wolle. Garn í stærri stærð: Bio Merino 2 x 50g/150m & Edition 3 1 x 50g/50g frá Schoppel Wolle. Garnið í mynsturlitnum er kaflalitað og sprengt og því verða vettlingarnir ekki alveg eins! Grunnlitur ljósgrátt og mynsturlitur grátónalitir.Uppskrift er send sem pdf skjal í tölvupósti um leið og pöntunin er afgreidd, en kemur líka útprentuð á íslensku með garninu. Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti. Prjónar: Sokkaprjónar 2,5mm og 3 mm. Vantar þig sokkaprjóna? Smellið hér: Sokkaprjónar. Smelltu á rétta stærð og smelltu svo á heiti vettlinganna.
-
POMPOM #48 Árstímabundin tímarit frá Bretlandi, uppfull af áhugaverðri prjónhönnun. Ritstjórarnir velja til samstarfs mismunandi hönnuði hverju sinni og reyna að hafa gott úrval af peysum og fylgihlutum. Vel gerðar uppskriftir, klassískar í bland við nýstárlegar. Eitthvað fyrir alla! ATH. Þetta er síðasta tölublað Pompom.
-
Afsláttur!LAINE TUTTUGU Finnskt tímarit (á ensku) með prjónhönnun á heimsmælikvarða. Margir hönnuðir leggja hönd á plóg og tryggja úrval að áhugaverðum peysum og fylgihlutum. Mikil áhersla er lögð á greinagóðar uppskriftir. Þá fyglir ein mataruppskrift að auki. Stílhreint tímarit á ensku með fallegri myndatöku. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að LAINE tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að LAINE kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
-
Maker's Canvas skæri með slíðri Lítil og sæt skæri, fullkomin viðbót við töskurnar frá Della Q. Sömu litir fáanlegir. Slíðrið er úr V-laga kakíefni og leðri með smellu úr bronsi. Skærin eru svört merkt með 'Q' lógói. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar vöru. Hvert skæraslíður er handunnið og tímalaus hönnun.
-
Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
-
Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
-
REYKJAVIK KNITTING COMPANY Hvers vegna ekki að nota sæt og krúttleg prjónamerki? Þið getið valið um merki með krækju eða merki sem er hringur. Til að fylgjast með framvindu verks eða merkja úrtökur og útaukningar er gott að nota krækjur. Til að merkja byrjun umferðar eða stað í umferð þar sem eitthvað á að gerast er gott að nota hringi. Hringmerkin fara utan um prjóninn og fylgja okkur í hverri umferð. Veljið krækjur eða hringi og svo hvaða tegund þið viljið. Á hverjum hring eru fjögur lykkjumerki (hringir) EÐA og fjögur framvindumerki (krækjur).