• Opin prjónamerki sem auðvelt er að stinga inn í prjónaða (heklaða) lykkju. Merkið gefur aðeins eftir þannig að það hentar fyrir misgróft garn og það tollir á sínum stað á meðan prjónað er. Merkin eru úr nælonhúðuðu stáli og loða við segul. Boxið inniheldur 60 merki; 10 stk. í 6 mismunandi litum.
    • Mælir prjóna frá 2 - 10 mm.
    • Stærð 2,5 cm x 4 cm.
    • Spjöldin haldast á sínum stað með pínulitlum seglum.
    • Búið til úr 100% náttúrueyðanlegu efni og inniheldur ekkert plast.
    • Litaröðin á spjöldunum er tilviljanakennd.
    • Notkun: Snúðu spjaldinu út og mátaðu prjóninn í hvert gat þar til þú funnur réttu stærðina.
    • Ef prjónamálið blotnar þarf að leyfa því að þorna með spjöldin út á þurrum stað í 1-2 sólarhringa (af því þetta er ekki plast!).
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2024)
    Mjúkspjalda | 90 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 350 g | Mál: ‎195 x 270 mm
    ATH. Dönsk þýðing fylgir með!
       
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2024)
    Mjúkspjalda | 90 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 350 g | Mál: ‎195 x 270 mm
       
  • Prjónamerkin eru búin til úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul. Í pakkningunni eru:
    • Opnin merki til að merkja umferðir.
    • Þríhyrnd merki fyrir allt að 5,5mm prjóna.
    • Litlir hringir fyrir allt að 4,5mm prjóna.
    • Stórir hringir fyrir prjóna allt að 9mm prjóna.
    • Jumbo hringir fyrir allt að 16mm prjóna.
    Hver tegund: 24 merki, 4 í 6 mismunandi litum, samtals 120 prjónamerki. Hver tegund af merkum kemur í litlum hólkum úr kraftpappír.
  • Þægileg prjónamerki sem koma í 6 litum. Þau eru búin til úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul. Þvermál: 9mm.
  • Þægileg þríhyrnd prjónamerki sem koma í 6 litum. Þau eru úr nælonhúðuðu stáli og festast við segul eins og t.d. segularmbandið sem fæst líka frá Cocoknits. Boxið inniheldur:
    • Stór prjónamerki fyrir allt að 9 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
    • Meðalstór prjónamerki fyrir allt að 6 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
    • Lítil prjonamerki fyrir allt að 4 mm prjóna - 3 stk. í 6 mismunandi litum = 18 stk.
    • Samtals 54 prjónamerki.
  • T-pinnar eru sterkir títiprjónar til að nota í strekkingu. Pinnarnir eru úr ryðfríu stáli sem er nauðsynlegt þegar stungið er í rök stykki. Koma í góðu boxi með 40 stykkjum.
  • Bráðnauðsynlegt áhald í frágangi í prjóni er góða jafanál (oddlaus nál með stóru auga). Þessar eru með örlítið bognum oddi sem gerir saumaskapinn auðveldari. Hvort sem gengið er frá endum eða stykki saumuð saman, þá koma þessar nálar sér vel. Það er mjög þægilegt að nota nál með bognum oddi í ítalskri affellingu. Frábært að nota með segularmbandinu. Innihald: 4 jafanálar, 2 fínni og 2 grófari.  
  • Prjónamerkin eru búin til úr stáli með gull, silfur eða koparlitaðri húð og festast við segul. Í pakkningunni eru: Stórir hringir  fyrir allt að 10 mm prjóna, litlir hringir fyrir allt að 5,5 mm prjóna og merkikrækjur fyrir allt að 8 mm prjóna. Samtals 54 merki í öskju úr kraftpappír með segulloku.
    • 6 gulllitaðir, silfurlitaðir og koparlitaðir minni hringir.
    • 6 gulllitaðir, silfurlitaðir og koparlitaðir stærri hringir.
    • 6 gulllitaðar, silfurlitaðar og koparlitaðar merkikrækjur.
  • Segularmband með ól úr sílikóni. Segulflöturinn er úr burstuðu stáli. Málband á innri hlið armbandsins. Passar á alla. Stærð: Armband 25,4 cm x 1,9 cm, segull 3,8 cm x 3,8 cm. Á segulinn er hægt að setja t.d. Cocoknits teljarann, prjónamerki, lítil skæri eða þráðklippur, hjálparprjóna úr málmi og annað sem festist við segul. Hentar fyrir þá sem prjóna, hekla, sauma, hárgreiðslufólk, fluguveiðifólk og þá sem ráðast í viðgerðir um helgar og vilja hafa nagla, skrúfur og annað nálægt.
  • SOAK 375ml er flaska sem dugar í 75+ þvotta. Hvað er Soak? Soak er nútíma þvottalögur sem er umhverfisvænn. Þvottur með Soak er þægilegur, því ekki þarf að skola. Þú leggur í bleyti setur teskeið af Soak og lætur liggja í 20-30 mínútur. Mikilvægt að hafa vatnið ylvolgt eða kalt. Sparar tíma og vinnu við handþvott og fer vel með flíkina/prjónaverkefnið. Soak er frábær þvottalögur til nota fyrir allt sem við prjónum, heklum eða saumum. Allt annað sem er viðkvæmt s.s. fínn undirfatnaður, mjúkar peysur, ungbarnafatanaður, bútasaumsteppi, sundföt, líkamsræktarfatnaður og allt annað sem þú vilt fara sérstaklega vel með. Notkun: Leggja í bleyti og kreista. Þarf ekki að skola. Leggja flatt til þerris. Alltaf skynsamlegt að kanna hve litekta flík er áður en hún er lögð í bleyti.
  • SOAK 9oml er flaska með þvottalegi sem dugar í 18+ þvotta. Góð eining fyrir þá sem vilja prófa SOAK, hafa með sér á ferðalögum eða gleðja einhvern með gjöf. Hvað er Soak? Soak er nútíma þvottalögur sem er umhverfisvænn. Þvottur með Soak er þægilegur, því ekki þarf að skola. Þú leggur í bleyti setur teskeið af Soak og lætur liggja í 20-30 mínútur. Mikilvægt að hafa vatnið ylvolgt eða kalt. Sparar tíma og vinnu við handþvott og fer vel með flíkina/prjónaverkefnið. Soak er frábær þvottalögur til nota fyrir allt sem við prjónum, heklum eða saumum. Allt annað sem er viðkvæmt s.s. fínn undirfatnaður, mjúkar peysur, ungbarnafatanaður, bútasaumsteppi, sundföt, líkamsræktarfatnaður og allt annað sem þú vilt fara sérstaklega vel með. Notkun: Leggja í bleyti og kreista. Þarf ekki að skola. Leggja flatt til þerris. Alltaf skynsamlegt að kanna hve litekta flík er áður en hún er lögð í bleyti.
  • Soak Flatter er úði án sterkju sem sléttir, afrafmagnar og frískar upp. Óþarfi að þvo peysuna (eða flíkina) eins oft ef Flatter er til staðar. Mild umhverfisvæn formúla. Flatter auðveldar straujun bæði með eða án gufu. Úðað er jafnt yfir flíkina. Endurtekið ef óskað er eftir meiri stífni. Notað til að fríska upp á flíkur á milli þvotta eða til að koma í veg fyrir krumpur.
  • Athugið að þessi poki er nógu stór fyrir peysur! Lýsing: Eco Wash Bag er stór (40 cm í þvermál) þvottapoki eða netpoki skapaður af sérfræðingunum hjá Soak Wash, svo að dýrmætu flíkurnar ykkar haldist heilar í þvottavélinni. Hannað fyrir nærfanað, sundfatnað, íþróttafatnað, trefla, íþróttahaldara, undbarnasokka, peysur og annað prjónað  og skreyttar flíkur. Framleitt úr 100% RPET, endurunnum plastflöskum. Hver Eco Wash poki nýtir 8+ plastflöskur sem annars hefðu getað endað í landfyllingu eða í hafinu.
    • Fyrir þvottavélar og þurrkara.
    • Vandaðir rennilásar sem eru í stíl við hvern ilm af Soak þvottalegi.
    • Rennilásarnir eru varðir þannig að þeir snerta ekki flíkina sem er þvegin.
    • Hanki svo að auðvelt er að geyma pokann þegar hann er ekki í notkun.
    • Gæða framleiðsla með skyrtusaumum (saumfarið sést ekki).
    • Frá til að geyma nærfatnað epa annað í á ferðalögum.
    • Einnig hægt að nota sem prjónaverkefnapoka.
    Notkun: Settu uppáhalds viðkvæmu flíkurnar þínar í pokann. Lokaðu honum með rennilásnum og settu rennilásasleðann undir. Þvoðu í köldu/volgu vatni á kerfi fyrir viðkvæman þvott eða ullarkerfi. Leggið allt prjónað og nærfatnað flatt til þerris. Það er hægt að nota pokana í alls konar þvottavélar og í þurrkara.
  • SOAK Mini er bréf með þvottalegi sem dugar í stóra peysu eða 2-3 þvotta ef um minni flík er að ræða. Hentug eining fyrir þá sem vilja prófa SOAK eða hafa með sér á ferð. Hvað er Soak? Soak er nútíma þvottalögur sem er umhverfisvænn. Þvottur með Soak er þægilegur, því ekki þarf að skola. Þú leggur í bleyti setur teskeið af Soak og lætur liggja í 20-30 mínútur. Mikilvægt að hafa vatnið ylvolgt eða kalt. Sparar tíma og vinnu við handþvott og fer vel með flíkina/prjónaverkefnið. Soak er frábær þvottalögur til nota fyrir allt sem við prjónum, heklum eða saumum. Allt annað sem er viðkvæmt s.s. fínn undirfatnaður, mjúkar peysur, ungbarnafatanaður, bútasaumsteppi, sundföt, líkamsræktarfatnaður og allt annað sem þú vilt fara sérstaklega vel með. Notkun: Leggja í bleyti og kreista. Þarf ekki að skola. Leggja flatt til þerris. Alltaf skynsamlegt að kanna hve litekta flík er áður en hún er lögð í bleyti. Veldu ilm eða ilmlaust hér fyrir neðan.
  • Höfundur: Lene Holme Samsøe
    Útgefandi: Lene Holme Samsøe (2013) Mjúkspjalda | 42 bls. Tungumál: Danska Þyngd: 167 g
    BABYSTRIK på pinde 3 er eitt af mörgum uppskrftaheftum eftir hina vinsælu Lene Holme. Hér eru uppskriftir af peysum, buxum og húfum og fleiru fyrir 0 - 2 ára börn. Falleg, tímalaus hönnun á ungbörnin. Allar uppskriftirnar eru fyrir sama grófleika af garni eða fínband/fingering/4ply sem garn með prjónfestuna 28 lykkjur = 10 cm í sléttprjóni.  Uppskriftirnar eru vel útfærðar og margar myndir.
  • Höfundur: Lene Holme Samsøe
    Útgefandi: Raglan (2018) Mjúkspjalda | 42 bls. Tungumál: Danska Þyngd: 175 g
    BABYSTRIK på pinde 3 er eitt af mörgum uppskriftaheftum eftir hina vinsælu Lene Holme. Hér eru uppskriftir af peysum, buxum og húfum og fleiru fyrir 0 - 2 ára börn. Falleg, tímalaus hönnun á ungbörnin. Allar uppskriftirnar eru fyrir sama grófleika af garni eða fínband/fingering/4ply sem garn með prjónfestuna 28 lykkjur = 10 cm í sléttprjóni.  Uppskriftirnar eru vel útfærðar og margar myndir.
  • Höfundur: Lene Holme Samsøe
    Útgefandi: Raglan (2020) Mjúkspjalda | 43 bls. Tungumál: Danska Þyngd: 185 g
    BABYSTRIK på pinde 3,5 - 4 er eitt af mörgum uppskriftaheftum eftir hina vinsælu Lene Holme. Hér eru uppskriftir af peysum, buxum og húfum og fleiru fyrir 0 - 2 ára börn. Falleg, tímalaus hönnun á ungbörnin. Allar uppskriftirnar eru fyrir sama grófleika af garni eða léttband/DK sem garn með prjónfestuna 22 lykkjur = 10 cm í sléttprjóni.  Uppskriftirnar eru vel útfærðar og margar myndir.
  • Höfundur: Kaffe Fassett
    Útgefandi: Taunton Press (2019)
    Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 730 g | Mál: 220 x 280 x 12,7 mm Hér eru 20 frábær bútateppi frá Kaffe Fassett þar sem einstöku efnin eru notuð. Teppin eru öll mynduð í litlu þorpi í Wales.  Bókin fer með þig í ferðlag aftur í tímann enda heitir hún Romance. Teppin eru hönnuð af honum og útfærð af þeim þekktu Lizu Prior-Lucy, Pauline Smith og Robert Horton auk Kim McClean, sem er ástralskur bútasaumskennari og hönnuður. Góðar leiðbeiningar fylgja í máli, myndum, teikningum og sniðum. Að auki deilir Kaffe Fassett með lesendum góð ráð eftir 30 ára reynslu í bútasaumi.  
  • Höfundur: Kaffe Fassett
    Útgefandi: Taunton Press (2014)
    Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 725 g | 220 x 280 mm  Ferðalag til Marokkó! Þetta er sextánda bókin hans Kaffe Fassett og hún inniheldur 20 bútateppi, hvert öðru fallegra. Öll inspírerðum af byggingum og list í Marokkó. Myndirnar eru teknar í Fez - miðaldaborg í Marokkó, þar sem litadýrðin í mósaíkinu og byggingarstílnum er ólýsanleg. Eins og áður þá er Liza Prior aðalsamstarfskona hans við útfærslu bútateppanna. Góðar leiðbeiningar fylgja í máli og myndum, teikningum og sniðum auka góðra ráða frá Kaffe sjálfum.
  • Höfundur: Lene Holme Samsøe
    Útgefandi: Lene Holme Samsøe (2013) Mjúkspjalda | 42 bls. Tungumál: Danska Þyngd: 168 g
    BABYSTRIK på pinde 3,5-4 er eitt af mörgum uppskrftaheftum eftir hina vinsælu Lene Holme. Hér eru uppskriftir af peysum, buxum og húfum og fleiru fyrir 0 - 2 ára börn. Falleg, tímalaus hönnun á ungbörnin. Allar uppskriftirnar eru fyrir sama grófleika af garni eða léttband/DK, garn með prjónfestuna 22 lykkjur = 10 cm í sléttprjóni.  Uppskriftirnar eru vel útfærðar og myndefni er fjölbreytt.
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2023)
    Mjúkspjalda | 90 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 350 g | Mál: ‎195 x 270 mm
       
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2023)
    Mjúkspjalda | 161 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 850 g | Mál: ‎240 x 310 mm ROWAN tímaritin koma út tvisvar á ári, vor- og sumarblað og haust- og vetrarblað. Hver tímarit er fullt af uppskriftum fyrir dömur og herra, peysur og fylgihlutir eftir helstu hönnuði Rowan hvers tíma. Flestar uppskriftirnar eru fyrir prjón en það eru einnig hekluppskriftir inn á milli. Í nýjustu blöðunum hefur peysum sem eru prjónaðar í hring og jafnvel ofan frá fjölgað. Storkurinn er ein af fáum garnbúðum sem hafa selt Rowan garn og tímarit frá upphafi Rowan. Við eigum því sýnishorn af öllum útgefnum blöðum og mörg þeirra eru enn í sölu.
Go to Top