1.295kr.

Einrúm er ekki aðeins með garnlínu heldur einnig fullt af flottum uppskriftum. Þær eru margar hverjar hannaðar af Kristínu Brynju sjálfri en einnig öðrum hönnuðum. Upphafsstafir hönnuðarins eru merki uppskriftarinnar.

BOYFRIEND  – KGB 11

Hönnuður: Kristín Brynja

Garn: 350 (400) 450 (500) 550 g L-band.

Prjónar: 3,5 mm hringprjónn 80 cm.

Stærðir: XS (S) M (L) XL

Hægt er að láta slétta prjónið snúa út eða brugðna prjónið, eftir smekk.

Unisex peysa klæðileg á alla.

Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á íslensku

Aðeins 1 eftir á lager

HÖNNUÐUR: KRISTIN BRYNJA

Þetta er peysan sem stelpurnar mínar keppast um að hnupla. Peysuna prjónaði ég upphaflega á manninn minn en hann hefur minnst fengið að njóta hennar upp á síð-kastið. Stelpurnar eiga það til að nota peysuna á röngunni, þær veita því hrein-lega ekki athygli hvernig peysan snýr en flýta sér að verða fyrstar til að ná henni. 

Peysan sem hlýtur nafnið KBG 11 er því hönnuð með það fyrir augum að hægt er að snúa henni hvort sem er á réttu eða á röngu, þar sem mynsturlykkjur í hliðum, undir ermum og í laskaúrtöku mynda rauf frá réttu en eru upphleyptar frá röngu. Stærðirnar eru frá XS til XL og ættu því bæði kynin að finna þá stærð sem hentar þeim best, hvort sem óskað er eftir að peysan sé aðsniðin eða víð. 

BAND

Allar einrúm L tegundir
Á myndunum er peysan prjónuð í lit L-2001 silfurberg, L-2008 gabbró og L-2011 móberg.

XS (S) M (L) XL  350 (400) 450 (500) 550 g L-band.

PRJÓNAR

Hringprjónar og sokkaprjónar 5,5 mm.

STÆRÐIR XS (S) M (L) XL

Hálf yfirvídd: 48 (50) 52 (54) 56 cm
Sídd frá handvegi, með stroffi:
40 (42) 44 (46) 48 cm
Ermalengd, með stroffi: 44 (46) 48 (50) 52 cm