9.995kr.

Heklunálaveski til að hafa gott skipulag á heklunálunum. Hvert hólf er merkt heklunálastærðinni. Tvö ómerkt aukahólf.

Á myndinni sést heklunálaveskið brotið ó tvennt en þegar búið er að fylla það af heklunálum er þægilegt að rúlla því upp og festa með snúruteygjunni.

Stærð:

Lokað: 15 x 18,5 cm

Opið: 47 x 25,5 cm

Dýpt vasa: 10 cm

Hannað fyrir skapandi einstaklinga heima eða á ferðinni.

Linen línan – Ytra byrðið og vasarnir eru úr líni (hör) og innra byrðið (röndótta) úr bómullarefni. Til að loka veskinu er þykk snúruteygja sem smeygt er utan um stóra kókostölu. Teygjan tryggir að hægt er að loka veskinu þó að það sé troðfullt af heklunálum!

DELLA Q er bandarískt merki en vörurnar frá þeim eru framleiddar í Vietnam í fyrirtæki sem var stofnað til að styðja við konur og fjölskyldur þeirra. Í dag, eftir áralangt samstarf, er fyrirtækið enn starfandi með þar sem 6 konur sem eru allar fyrirvinnur sjá um framleiðsluna. Hjá Dellu Q fara saman gæði, góð hönnun, notagildi og samfélagsleg ábyrgð. Storkurinn hefur selt vörur frá Dellu Q í meira en áratug og mælum heilshugar með þeirra vörum.