11.995kr.

CLOVER Amour heklunálar eru einstaklega þægilegar í notkun.

Krókurinn fremst er hannaður með það í huga að auðvelt sé að stinga í gegn og sækja nýja lykkju. Áferðin á málmhlutanum er hæfilega sleip þannig að lykkjurnar renna vel en haldast samt á sínum stað. Snilldarhönnun sem gerir heklið skemmtilegra og reynir minna á hendurnar.

Handfang er úr mjúku efni sem er þægilegt viðkomu, rennur ekki og er hæfilega breitt og situr vel í hendi. Það er reynsla margra að Clover heklunálar reyni minna á hendurnar í hekli og þá verður auðveldara að hekla lengur áreynslulaust.

Hvert númer af heklunál er í sérstökum lit.

Í þessu setti eru 9 heklunálar í stærðum 2mm, 2,5mm, 3mm, 3,5mm, 4mm,  4,5mm, 5mm, 5,5mm og 6mm.

Hægt er að kaupa stakar Amour heklunálar í stærðum 0,6mm til 15mm.

 

Uppselt