Mjúkspjalda | 112 bls.
Tungumál: Enska
Þyngd: 435 g | Mál: 210 x 260 mm
Falleg bók fyrir alla sem hafa áhuga á krosssaumi. Höfundur er japönsk og í bókinni eru 32 mynstur af blómum, grösum og öðru úr garðinum.
Hisako notar árórugarn (tvo þræði) og saumar á jafnþráða beinhvítan hör . Verkin verða því fínleg. Það eru ljósmyndir af útsaumuðum myndum, mynsturteikningar og umfjöllun um efni og áhöld.
-
Höfundur: Andie Solar Útgefandi: C&T Publishing (2020)Mjúkspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 410 g | Mál: 203 x 254 mm Punch Needle bókin dregur nafn sitt af áhaldinu sem notað er við þessa tegund af útsaumi. Grófri nál, sem er hol að innan, og með skafti er þrýst í gegnum vel strekkt efni, hæfilega gisið svo nálið komist í gegnum efnið, en nógu þétt ofið svo það haldi vel við garnið. Þráðurinn liggur í gegnum holu nálina og hægt er að mynda lykkjur með garninu eða klippa þær upp og mynda flos. Höfundurinn Andie Solar sýnir með vinnulýsingum aðferðina og 13 litrík og vel útfærð verkefni á mismunandi erfiðleikastigum. Perfect for absolute beginners and the projects are kid-friendly. Hér er sýnishorn af innihaldi bókarinnar: Search Press
-
Höfundur: Yumiko Higuchi Útgefandi: Zakka Workshop (2022)Mjúkspjalda | 64 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 230 g | Mál: 190 x 230 mm Punch Needle bókin dregur nafn sitt af áhaldinu sem notað er við þessa tegund af útsaumi. Grófri nál, sem er hol að innan, og með skafti er þrýst í gegnum vel strekkt efni, hæfilega gisið svo nálið komist í gegnum efnið, en nógu þétt ofið svo það haldi vel við garnið. Þráðurinn liggur í gegnum holu nálina og hægt er að mynda lykkjur með garninu eða klippa þær upp og mynda flos. Höfundurinn Yumiko Higuchi sýnir með vinnulýsingum aðferðina og 11 litrík og vel útfærð verkefni á mismunandi erfiðleikastigum.
-
Höfundur: Arounna Hhounnoraj Útgefandi: Quadrille (2022)Mjúkspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 585 g | Mál: 201 x 250
Embriodery eftir Arounna Khounnoraj
Arounna Khounnoraj sem er oft betur þekkt sem @bookhou á instagram er mikill útsaumsgúrú. Í þessari bók má finna nútíma útsaumsaðferðir ásamt leiðbeiningum fyrir 20 útsaumsverkefni. Fallegar myndir og vandaðar uppskriftir sem sýna hvernig á að byrja frá grunni og hvernig á að ljúka verkefninu fallega. -
Höfundur: Marie-Hélène Jeanneau Útgefandi: Search Press (2021)Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 630 g | Mál: 216 x 280 mm Falleg og nytsamleg bók fyrir þau sem vilja læra útsaumstækni þar sem þræðir eru dregnir úr jafnþráða jafa og saumað í kring til að búa til mynstur eða falda. Margar góðar skýringarmyndir.
-
Höfundur: Arounna Hhounnoraj Útgefandi: Quadrille (2024)Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 505 g | Mál: 160 x 210
Visible Mending eftir Arounna Khounnoraj
Arounna Khounnoraj sem er oft betur þekkt sem @bookhou á instagram er mikill útsaumsgúrú. Í þessari bók eru leiðbeinginar um hvernig má endurlífga og endurvinna flíkur og textíl af heimilinu.- 12 aðferðir til viðgerða
- 10 helstu saumspor sem notuð eru
- 12 verkefni sem kítla sköpunarkraftinn
-
Höfundur: Yumiko Higuchi Útgefandi: Shambhala Publications Inc (2019) Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: EnskaÞyngd: 295 g | Mál: 197 x 254 x 10.16 mmSaumaðu út alls komnar spor og mynstur með ull, bómull, perlugarni og glitþráðum. Japanska listakonan Yumiko Higuchi er þekkt fyrir útsaum í skandinavískum stíl. Þessi einfaldi og stílhreini útssaumur höfðar til margra. Útkoman er nútímaleg og hefðbundin allt í senn. Í Embroidered Botanicals eru 39 útsaumsverkefni þar sem höfundurinn leikur sér með mismunandi þræði. Fallegar ljósmyndir, einfaldar og skýrar vinnulýsingar og nákvæmar teikningar, allt til að gera útsauminn skemmtilegri.Hér er hægt að skoða inhald bókarinnar: Embroidered Botanicals
-
Höfundur: Kazuko Aoki Útgefandi: Roost Books (2020)Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 340 g | Mál: 191 x 210 mm Fíflar og fjólur, sveppir og haustlauf, náttúran er kveikja höfundar að fallegum, fíngerðum útsaumsmyndum. Teikningarnar eru fallegar og bjóða upp á enn fallegri útsaum. Bókin er ríkulega myndskreyttm með góður leiðbeiningum og vinnulýsingum. Frábær fyrir alla sem hafa áhuga á frjálsum útsaumi. Kazuko Aoki er vinsæll útsaumari í Japan. Hún notar náttúruna til að inspírara sig, bæði garðinn heima og jurtir sem verða á vegi hennar á gönguferðum. Eftir listaskólanám í Japan stundaði hún nám í textíl í Svíþjóð. Hún er höfundur margra útsaumsbóka.
-
Höfundur: Yumiko Higuchi Útgefandi: Roost Books (2024)Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 300 g | Mál: 191 x 241 x 6 mm
Stitching Through The Seasons eftir Yumiko Higuchi
Dásamlega falleg útsaumsbók eftir japanska höfundinn Yumiko Higuchi. Blóm og gróður, ávextir, fólk fiskar og ýmislegt fleira er að finna í bókinni. Bókinni er skipt upp í kafla eftir mánuðunum og hefur hver mánuður sitt þema. Í bókinni eru einnig góðar leiðbeiningar með myndum með sporunum sem nota skal í útsauminn.