• Áfylling á fatakrít í duftformi. Fást í 4 litum: Gul, hvít, bleik, blá og silfur. Fatakrít með lausu dufti er frábært áhald til að merkja efni. Í stað þess að draga blýant eða penna eftir efninu, er hjóli á enda krítarhylkisins rúllað til að merkja línu. Hjólið er með örlitlum götum sem hleypa krítinni út um leið og þrýst er á það. Það myndast lína með þéttum, smáum punktum. Krítin þvæst auðveldlega úr. Hægt að velja um mismunandi liti eftir lit efnisins sem vinna á með.
  • Fatakrít í duftformi. Hægt að kaupa áfyllingar í 5 litum. Fatakrít með lausu dufti er frábært áhald til að merkja efni. Í stað þess að draga blýant eða penna eftir efninu, er hjóli á enda krítarhylkisins rúllað til að merkja línu. Hjólið er með örlitlum götum sem hleypa krítinni út um leið og þrýst er á það. Það myndast lína með þéttum, smáum punktum. Krítin þvæst auðveldlega úr. Hægt að velja um mismunandi liti eftir lit efnisins sem vinna á með.
  • Auðveldar að ná taki á nálinni. 2 stk. í pakka.
    • Með fingurbjörgina á vísifingri er auðveldara að draga nálina í gegnum efnið.
    • Sveigjanleg svo hún passi betur á fingurinn.
    • Örsmá göt svo fingurbjörgin andi.
    Fást í tveimur stærðum
    • Miðstærð (#6031) - 16 mm
    • Stór (#6032) - 18 mm
  • Þessar fingurbjargir sameina mýkt, teygjanleika og góða vörn. Á endanum er málmplata sem verndar fingurinn og gúmmíhlutinn hleypir lofti í gegn. Teygjanleikinn auðveldar fingurbjörginni að laga sig að fingrinum. Léttar og notendavænar. Mál
    • Lítil (#6025) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6026) - 15,5 mm
    • Stór (#6027) - 17 mm
  • Fingurbjargir úr leðri sem laga sig að fingrinum.  Það eru engir saumar á því svæði sem nálin snertir.  Einstök lögunin myndar sléttan flöt yfir fingurgóminn.
    • Engir saumar eða spor sem hindra þegar þrýst er á nálina.
    • Saumaðir í þrívídd svo þær passi betur á fingurinn.
    • Tvöfalt leður fyrir öryggið.
    Mál
    • Lítil (#6028) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6029) - 16 mm
    • Stór (#6030) - 17,5 mm
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
    • Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru bljúgir og hentar í úttalinn útsaum eða frágang í prjóni eða annarri garnvinnu.
    • Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
  • Merkipenni á efni. Hentar í bútasaum, fatasaum og aðra handavinnu. Merkingin fer úr þegar efnið blotnar. Sjá nánar hér fyrir neðan. Tveir grófleikar í boði
    • Merkipenni vatnsleysanlegur (fínn) - #515
    • Merkipenni vatnsleysanlegur (grófur) - #516
  • For marking and creasing in patchwork, quilting, and sewing applications. Features:
    •  With its small tip, the "HERA" Marker is easy to handle and best suited for marking and creasing the seam allowance in such works as small applique and reverse applique.
    • The other end of the marker is thinner, which is useful for folding back the applique and reverse applique.
    Material:
    •  Urea Resin
    • Nálarnar eru með gyllt auga. Efst er U-laga op sem strekktur þráðurinn er lagður ofan á og smokrað í gegn. Þannig þræðist nálin án þess að stinga þurfi í gegnum nálaraugað. Sparar tíma og auðveldar þræðingu.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir.
    • 5 stk. í pakka í mismunandi stærðum.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem auðveldara er að þræða.
    • Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir.
  • Sweet 'n Sharp Macaron er nálasegull sem heldur nálum og títiprjónum á sínum stað. Ekki bara sætur heldur líka nytsamlegur. Oddinum á saumnál er stungið í mjúka púðann í raufinni til að brýna hana. Fæst í tveimur litum:
    • Hindberjableikt (#4130)
    • Pistasíuhnetugrænt (#4131)
  • Þræðir grófari og fínni saumnálar auðveldlega. Nálarauganu er stungið niður í gat, tvinninn lagður þvert yfir,  ýtt á takka og nálin þræðist! Auðvelt, þægilegt og tímasparandi. Passar fyrir flestar Clover saumnálar (0.51-0.89 mm) sem eru fyrir alls konar bútasaum og handsaum.
  • Þægilegur alhliða nálaþræðari fyrir fínar og grófar nálar.
  • Afsláttur!

    Clover SEGULARMBAND

    Original price was: 2.270kr..Current price is: 1.589kr..
    Segularmband sem geymir nálar, títuprjóna og jafnvel lítil skæri á meðan saumað er. Þægilegt í notkun og sparar vinnu og tíma. Raufin í miðjunni auðveldar að ná takinu af nálunum/títuprjónunum. Ef eitthvað dettur á gólfið eða ofan í skúffu er leikur einn að halda seglinum nálægt og allt sem loðir við segul hoppar upp í hann!
  • Afsláttur!

    Clover SEGULPÚÐI

    Original price was: 2.595kr..Current price is: 1.817kr..
    CLOVER segulpúðar (eða segulbakki) þjóna sama hlutverki og nálapúðar, nálar og títuprjónar festast við. Þegar setið er við saumavél hoppar títuprjóninn í púðann þegar honum er haldið nálægt og það sparar tíma. Kemur með loki sem heldur öllu á sínum stað og nokkrum títuprjónum.
  • Þægilegur sprettuhnífur til að skera á saumspor þegar rekja þarf upp eða spretta upp saumum. Ómissandi áhald, sérstaklega í vélsaumi. Hlíf fylgir.
  • Góðir beittir títuprjónar með flötum haus. Koma í boxi og eru í 4 mismunandi litum. 100 stk. í boxi.
  • Góðir títuprjónar með glerhaus í fjórum mismunandi litum sem þola hita og því ekkert mál því að strauja yfir þá. 20 stk. í pakka.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
    • Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir og henta í frjálsan útsaum, jafnvel með ullargarni því augað er stórt.
    • Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
  • "Quick-Cut" er þráðskeri sem flýtir fyrir þegar klippa þarf þræði eftir saumaskap. Hannaður til að skera á þræði fljótt og örugglega.
    • Auðvelt aðgengi.
    • Hentar jafnt tvinna sem garni.
    • Fingurnir geta ekki snert hnífinn sem eykur öryggið.
    Þegar skurðarblaðið missir bitið er skífunni snúið allt að 12 sinnum. Eftir það er auðvelt að skipta um skurðarblaðið sem er í staðlaðri 45 mm stærð fyrir skurðarhnífa Clovers.
  • Höfundur: Carolyn N.K. Denham - Merchant & Mills Ùtgefandi: Pavilion Books (2014)
    Mjúkspjalda | 256 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 250 g | Mál: 130 x 180 x 15 mm
    Handhæg og flott bók frá Merchant & Mills sem eru sérfræðingar í fatasaumi.  Í bókinni er svarað helstu spurningum um fatsaum og saumaskap. Troðfull bók að nytsamlegum upplýsingum um efni, áhöld og aðferðir.
    Dæmi um umfjöllunarefni: Frá undirbúningi til frágangs, mælingar og merkingar, sniðsaumar og rykkingar, saumar, hreyfivídd, faldar, fóður og festingar eins og tölur eða hnappar og rennilásar. Það eru upplýsingar um hvernig á að nota og skilja snið, grunnbreytingar á sniðum og fullt af ráðum um hvernig á að nota besta vin fatasaumarans; straujárnið.
  • Lítil  og þægileg fingurbjörg. Nógu lítil til þess að frelsa fingrahreyfingar en veitir samt vörn fyrir nálastungum. Hægt er að nota hverja doppu aftur og aftur, límið helst í einhvern tíma. Inniheldur 12 leðurdoppur.
  • Lítil  og þægileg fingurbjörg. Nógu lítil til þess að frelsa fingrahreyfingar en veitir samt vörn fyrir nálastungum. Sérstakt lím fylgir sem heldur fingurbjörginni á sínum stað. Hverja límdoppu er hægt að endurnýta aftur og aftur. Inniheldur 1 málmdoppu og 8 límdoppur.
  • Faldalím eða straulím til að falda buxur, pils, kjóla eða jafnvel gluggatjöld. Einfald og þægilegt, enginn saumaskapur, bara straujárn! Breidd 3 cm Lengd 10 m
  • Textíllím, fljótandi í túbu. Hægt að nota á alls konar textílefni, bætur, leður, PVC plast o.m.fl. Límið festist hratt og varanlega, þolir þvott að 40°C og samskeytin með líminu halda sveigjanleika sínum.
  • Límstifti til þess að auðvelda saumaskapinn. Hægt að þvo af. Skilur ekki eftir sig far. Notkunarleiðbeiningar: Setjið lím í saumfarið og leggið efnin saman, saumið yfir.
  • Denim tvinni, sérstaklega hannaður fyrir viðgerðir á gallabuxum og öðrum fatnaði úr denim efni. Hreyfingin í litnum líkir eftir margþvegnum gallabuxum.
  • Extra sterkur tvinni úr 100% polyester. Grófari en hefðbundinn saumatvinni. Hentar í vélsaum og handsaum, stungur í gróf efni eins og kakí og denimefni.
  • Gegnsær tvinni fyrir fatasaum, bútasaum og allan saumaskap. Þegar óskað er eftir ósýnilegum saumi þá er þessi tvinni málið.
  • Vaxborinn bómullartvinni fyrir handstungu í bútasaumi eða öðrum textíl. Einnig góður í handsaumaðar bækur. 200m í kefli.
  • Holoshimmer er glitþráður úr  60% polyester og 40% polyethylene. Glitþráðinn er hægt að nota í vélsaum, handsaum og leggja með garni í prjón og hekl. Það glitrar hæfilega á hann og af því hann er svo fíngerður þá hefur hann engin áhrif á prjónfestuna. Upplagt þegar óskað er eftir smá gliti t.d. í mynsturkafla á peysu. 200m í kefli.
  • Hefbundinn saumatvinni úr 100% polyester. Hentar í allan vélsaum. Kosturinn við þennan tvinna er ekki bara styrkurinn, heldur gefur hann örlítið eftir. Þegar reynir á saum, þá eru minni líkur á saumsprettu ef þessi tvinni er notaður. Við mælum með þessum tvinna í verkefni með löngum saumum.
  • Hefbundinn saumatvinni úr 100% polyester. Hentar í allan vélsaum. Kosturinn við þennan tvinna er ekki bara styrkurinn, heldur gefur hann örlítið eftir. Þegar reynir á saum, þá eru minni líkur á saumsprettu ef þessi tvinni er notaður. Við mælum með þessum tvinna í verkefni með löngum saumum. Sparkefli með 500m.
  • Afsláttur!

    Gütermann TVINNI – úr endurunnu polyester 100m

    Original price was: 460kr..Current price is: 300kr..
    Góður alhliða tvinni í alls konar vél- og handsaum úr 100% endurunnu pólýester. 100m í kefli.
  • Bómullartvinni fyrir vélstungu, sterkur og með fallegan gljáa. Fæst bæði einlitur og marglitur. Hentar einnig í allan venjulega vélsaum. 300m á kefli.  
  • Þræðitvinni fyrir fatasaum, bútasaum og allan saumaskap. Auðvelt að ná þræðingunni úr því tvinnann er auðvelt að slíta þegar þarf. Einungis fyrir handsaum.
  • Saumnálar (stuttar með oddi) fyrir bútasaum. 12 stk./pk.
  • Bútasaumsnálar (langar með oddi) fyrir handsaum. 20 stk./pk.
  • Dúkkunálar sem eru nógu langar til að stinga í gegnum saumuð, prjónuð eða hekluð leikföng. Tvær nálar í pakka, lengri og styttri.
  • Jafanálar (oddlausar nálar) fyrir krosssaum eða annan útalinn útsaum, einnig frábærar í að ganga frá í prjóni. Athugið að hærra númer = fínni nál. Grófleikar í boði: #13 - 2 stk/pk #14 - 2 stk/pk #14/18 - ein af hvorum grófleika. #16 - 5 stk/pk #18 - 6 stk/pk Veljið hér fyrir neðan:
  • Jafanálar (oddlausar nálar) frágang í prjóni eða hekli. Bogni oddurinn gerir saumaskapinn auðveldari, sérstaklega þegar stykki eru saumuð saman eða t.d. í ítalskri affellingu. Tvær nálar í pakka, fínni og grófari.
  • Jafanálar, oddlausar fyrir úttalinn útsaum. Nálagrófleiki 18/24. Nálahús fylgir með.
  • Perlunálar (langar með oddi), fyrir perlusaum og aðra vinnu með perlur.
  • Stoppunálar (langar með oddi), fyrir alls konar saum en fyrst og fremst viðgerðir.
  • Höfundur: Katarina Brieditis & Katarina Evans Mjúkspjalda | 48 bls. Tungumál: Sænska
    Þyngd: ‎150 g | Mál: ‎170 x 240 mm
    Öll eigum við uppáhaldsflíkur sem kemur gat á eða aflagast vegna mikillar notkunar, fallegar flíkur sem þarf að endurnýja og gera við. Með því að gefa sér smá tíma og kærleik er hægt að styrkja, laga og setja persónulegan stíl á flíkina með skemmtilegri handavinnu. Lappa er smárit í flokknum Lappa & Laga sem sænska heimilisiðnaðarfélagið gefur út. Þar er sýnt hvernig hægt er að gera við gallabuxur, skyrtukraga, peysur, fóður og fleira. Textílhönnuðurinn Katarina Brieditis og meistaraútsaumskonan  Katarina Evans eru e.t.v. ekki uppteknar af því að sýna einföldustu leiðina til að gera við, en örugglega þá skemmtilegustu.  Með því að nálgast vandamálið á skapandi hátt er hægt að finna óvæntar lausnir og bjarga uppáhaldsgallabuxunum svo dæmi sé nefnt. E.S. Það er meira framleitt af fatnaði en við þurfum á að halda, við kaupum meiri fatnað en við þurfum á að halda og við losum okkur við meira af fatnaði en nauðsynlegt er. Það þarf ekki að vera þannig. Höfundarnir og nöfnurnar Katarina Brieditis og Katarina Evans eru báðar hámenntaðar í textíl og hoknar af reynslu í þeim geira. Sú reynsla endurspeglast í bókinni.  
  • Höfundur: Katrina Rodabaugh Útgefandi: Abrams (2018)
    Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 920 g | Mál: ‎186 x 236 x 22 mm

    Mending Matters: Stitch, Patch, and Repair Your Favorite Denim & More

    Mending Matters er bók fyrir þá sem vilja læra aðferðir við að gera við fatnað og fá hugmyndir að skemmtilegum útfærslum. Aðferðirnar skila nútímalegum og áberandi viðgerðum (engin ástæða til að þær sjáist ekki) með hefðbundnum sporum. Í grunninn eru aðferðirnar einfaldar en útfærslurnar geta verið margar.
    Í dag eru fataviðgerðir ekki aðeins skynsamlegar til að lengja líf fatnaðar, heldur nauðsynlegar fyrir umhverfið. Höfundurinn Katrina Rodabaugh fer í gegnum alls konar hugmyndafræði sem tengist fataviðgerðum í þessari bók, auk þess að undirstrika mikilvægi handavinnu.
  • Tvinnastandur úr beyki. Fallegur og ómissandi fyrir öll sem sauma! Það komast 25 tvinnakefli á standinn. Það er hægt að láta hann standa á borði eða hengja upp á vegg. Stærð: 14,5 x 15,5 x 18 cm.
  • Tvinnastandur úr beyki. Fallegur og ómissandi fyrir öll sem sauma! Það komast 60 tvinnakefli á standinn. Það er hægt að láta hann standa á borði eða hengja upp á vegg. Stærð: 34 x 40 cm.
Go to Top