• Prjónasett úr birki sem er sterkur viður og með slétta og mjúka áferð. Hver prjónaoddur er 9 cm langur eða hæfileg lengd á oddum fyrir stuttar snúrur eða 40 cm +. Allir LYKKE prjónaoddarnir eru merktir með stærðunum og merkingin endist vel og lengi. Innihald: 9 oddapör í grófleikum 3,25/3,5/3,75/4,0/4,5/5,0/5,5/6,0/6,5 mm. 4 snúrur - 2 х 40 cm, 1 х 50 cm, 1 х 60 cm. 2 snúrutengi, 4 lyklar (til að losa og herða) og 8 tappar (til að setja framan á snúrurnar þegar lykkjur eru geymdar). Prjónaveski sem lokast með smellu og vasa fyrir alla smáhlutina. FRÍ SENDING!
  • Prjónasnúrur fyrir Knit Pro prjónaoddana. Þessar eru úr stálvír sem er nælonhúðaður og þær eru "minnislausar". Snúran snýst 360° við samskeytin sem minnkar verulega líkurnar á því að prjónninn losni.  En eins og í öllum samsettum prjónum frá Knit Pro þarf að nota sérstakan pinna til að herða og losa þegar skipt er um prjón (ef pinninn týnist er alltaf hægt að nota nál). Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Snúrurnar fást í lengdum til að mynda 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Einnig er hægt að nota snúrurnar til að geyma lykkjur því það fylgja tveir tappar með hverri snúru. Þá er líka hægt að fá millistykki til að tengi saman tvær snúrur eða tengja eina snúru í hring til að geyma lykkjur.
  • Addi Click SNÚRA

    750kr.850kr.
    ADDI Click snúrur er hægt að kaupa stakar í ýmsum lengdum. Athugið að lengdin sem gefin er upp er mæld þegar snúra og oddar eru festir saman og mynda hringprjón. Athugið jafnframt að 40cm og 50cm snúrur er aðeins hægt að nota með stuttum oddum. Addi snúrurnar eru liprar og þægilegar í prjóni.
  • Prjónasnúrur fyrir Knit Pro prjónaoddana. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Snúrurnar fást í lengdum til að mynda 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Hver lengd kemur í sérstökum lit til þæginda fyrir okkur. Einnig er hægt að nota snúrurnar til að geyma lykkjur því það fylgja tveir tappar með hverri snúru, svo og pinni til að festa og losa þegar prjóninn er skrúfaður á. Við mælum með því að nota alltaf pinnann til að losa og festa svo að prjóninn losni ekki þegar prjónað er. Þá er líka hægt að fá millistykki til að tengi saman tvær snúrur eða tengja eina snúru í hring til að geyma lykkjur.
Go to Top