• Prjónasett úr birki sem er sterkur viður og með slétta og mjúka áferð. Hver prjónaoddur er 9 cm langur eða hæfileg lengd á oddum fyrir stuttar snúrur eða 40 cm +. Allir LYKKE prjónaoddarnir eru merktir með stærðunum og merkingin endist vel og lengi. Innihald: 9 oddapör í grófleikum 3,25/3,5/3,75/4,0/4,5/5,0/5,5/6,0/6,5 mm. 4 snúrur - 2 х 40 cm, 1 х 50 cm, 1 х 60 cm. 2 snúrutengi, 4 lyklar (til að losa og herða) og 8 tappar (til að setja framan á snúrurnar þegar lykkjur eru geymdar). Prjónaveski sem lokast með smellu og vasa fyrir alla smáhlutina. FRÍ SENDING!
  • Prjónaoddar til að festa við snúru í addiClick kerfinu. Þetta eru LACE prjónar með góðum oddi sem er mjög gott að prjóna með. Sömu gæða prjónarnir og aðrir málmprjónar frá ADDI. Lace Short prjónaodda er hægt að nota með 40cm og lengri snúrum. Snúrurnar eru seldar sér, ein í pakka eða fleiri.
  • Prjónaoddar til að festa við snúru í addiClick kerfinu. Þetta eru LACE prjónar með löngum oddi sem er mjög gott að prjóna með. Sömu góðu prjónarnir og aðrir málmprjónar frá ADDI. Lace Long prjónaodda er hægt að nota með 60cm og lengri snúrum. Snúrurnar eru seldar sér, ein í pakka eða fleiri.
  • Symfonie prjónaoddarnir fást í tveimur lengdum. Þessir eru lengri og passa fyrir snúrur sem mynda 60 cm langan hringprjón eða lengri. Prjónaoddarnir eru skrúfaðir á snúrur sem fást í nokkrum lengdum. Snúrumegin við samskeytin eru göt þar sem meðfylgjandi pinna er stungið inn í til að herða og losa. Við mælum með því að pinninn sé alltaf notaður til og losa og festa prjónaodda og snúrur, annars getur prjónninn losnað á meðan prjónað er. Þægindin við að nota samsetta prjóna eru ótvíræð. Þá þarf maður ekki að eiga næstum eins marga prjóna, því samsetningarmöguleikarnir eru svo miklir.
Go to Top