Útgefandi: Vaka Helgafell (2024)
Harðspjalda | 224 bls.
Tungumál: Íslenska
Þyngd: 830 g
20 auðveldar uppskriftir – Yfir 100 aðferðir og heklmunstur.
Viltu læra að hekla? Þá er Heklað skref fyrir skref rétta bókin fyrir þig! Hér geturðu kynnst öllum grundvallaratriðum í hekli – aðferðum, garni og áhöldum – og hvert skref er vandlega útskýrt til að auðvelda þér að læra rétt handbragð.
Uppskriftir og grunnaðferðir í hekli, heklmunstur, festingar, skraut og frágangur: allt er nákvæmlega sýnt með greinargóðum skýringarljósmyndum.
Ómissandi handbók fyrir alla sem langar til að hekla sér eitthvað fallegt.