• Maker’s Midi Backpack er bakpoki sem er ekki of stór og ekki of lítill. Fullkominn fyrir þau sem stunda hvers kyns handíðir og eru á ferðinni, en líka fyrir hin því þetta er fyrst og fremst góður og vandaður bakpoki. Axlarólarnar eru nógu breiðar til að dreifa þyngdinni í bakpokanum jafnt. Hann getur staðið óstuddur þökk sé fimm málmtöppum sem veita stuðning en koma líka í veg fyrir að botninn óhreinkist. Handföngin efst á töskunni eru þægileg þegar axlarólarnar eru ekki í notkun. Margir góðir vasar til að hafa skipulag á öllu sem er meðferðis. Góð taska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun. Stærð: Lengd 35,5 cm x breidd 10 cm x hæð 32,3 cm.
  • Mesh + Zip + Linen Rennilásabuddur Rannilásabuddur í setti með þremur stærðum. Önnur hliðin er gagnsæ þannig að auðvelt er að sjá hvað leynist í henni. Buddurnar rúmast hver inn í aðra. Önnur hliðin er úr einlitu efni með áletruninni Crafting from the heart.  Minnsta buddan er frábær fyrir smáhluti eins og nálar, prjónamerki, prjóna, en stærri buddurnar eru nógu stórar fyrir 1-3 hnotu/hespu verkefni. Stærð S: Lengd: 12,7 cm x breidd: 19 cm x dýpt: 5,7 cm
    L: Lengd: 15,25 cm x breidd: 24 x dýpt: 7 cm
    XL: Lengd: 20,3 cm x breidd: 27,95 cm x dýpt: 8,9 cm
  • Maker's Canvas skæri með slíðri Lítil og sæt skæri, fullkomin viðbót við töskurnar frá Della Q.  Sömu litir fáanlegir. Slíðrið er úr V-laga kakíefni og leðri með smellu úr bronsi. Skærin eru svört merkt með 'Q' lógói. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar vöru. Hvert skæraslíður er handunnið og tímalaus hönnun.
  • Má kynna þig fyrir nýju Della Q Hook & Needle Notebook eða áhaldamöppunni, sem er hönnuð til að einfalda líf þeirra sem prjóna og hekla. Þetta er skipulagsmappa með síðum/spjöldum sem hefur hver með sinn tilgang og geymir á vísum stað heklunálar, prjóna, smáhluti, uppskriftir/mynstur o.fl. Hver mappa inniheldur fjórar síður og bráðlega verður einnig hægt að fá stakar viðbótarsíður. Á innanverðri kápunni eru tvær frágangsnálar, málband, skæri og þægilegur renndur vasi fyrir alls konar smádót. Kemur í 5 litum sem eru í stíl við hringprjónamöppuna. Flettið í gegnum allar myndirnar til að skoða innihald möppunnar. Þessi mappa er vönduð og gerð til að endast. Síður sem fylgja með Hook & Needle Notebook eru:
    • fyrir sokkaprjóna eða heklunálar
    • fyrir heklunálar eða prjónaodda
    • fyrir hringprjóna eða fylgihluti
    • innbyggður gegnsær renndur poki
    STÆRÐ | 26,7 cm (hæð) x 23 cm (breidd) x 6,5 cm (dýpt)
  • Della Q sokkaprjónaveskin koma skipulagi á sokkaprjónana. Það rúmar mikið en er  samt hæfilega stórt til að taka með í ferðalagið. Hver vasi er merktur svo að hver grófleiki rati í réttan vasa. Það eru fjórtán vasar merktir með 2 mm upp í 6,5 mm og að auki eru tveir ómerktir vasar. Tveimur vösum er lokað með rennilás fyrir prjónamerkin, málbandið, nálar eða annað. Þetta er eitt vinsælasta prjónaveskið frá Dellu Q enda kemst ótrúlega mikið í það. Stærð: Lokað: 16,5 x 26 cm
    Opið: 50 cm x 47 cm Linen línan - Ytra byrðið og vasarnir eru úr líni (hör) og innra byrðið (röndótta) úr bómullarefni. Til að loka veskinu er þykk snúruteygja sem smeygt er utan um stóra kókostölu. Teygjan tryggir að hægt er að loka veskinu þó að það sé troðfullt af prjónum!
  • Það getur verið erfitt að koma skipulagi á hringprjónana. Þeir flækjast auðveldlega og það getur tekið langan tíma að finna rétta prjóninn. Prjónahengið er svarið! Hver göng geta geymt marga prjóna í mismunandi lengdum.  Böndin efst er hægt að nota til að hengja prjónahengið upp; á herðatré, á fataslá eða á hurð. Það getur verið sniðugt að hnýta böndin utan um prik eða t.d. langan prjón og hengja upp á snaga eða nagla. Neðst er vasi með rennilás til að geyma smáhluti. Tuttugu göng eru merkt með prjónastærðum og ein eru auka án merkingar. Göngin eru merkt í þessum prjónastærðir í mm: 1,5, 1,75, 2, 2,25, 2,5, 2,75, 3, 3,25, 3,5, 3,75, 4, 4,5, 5, 5,5, 6, 6,5, 7, 8, 9, 10, 12 mm.
    Stærð Lengd: 82,5 x breidd: 25,5 cm Hannað fyrir skapandi einstaklinga. Linen línan - Ytra byrðið og vasarnir eru úr líni (hör) og innra byrðið (röndótta) úr bómullarefni. Til að loka veskinu er þykk snúruteygja sem smeygt er utan um stóra kókostölu. Teygjan tryggir að hægt er að loka veskinu þó að það sé troðfullt af prjónum!
  • Heklunálaveski til að hafa gott skipulag á heklunálunum. Hvert hólf er merkt heklunálastærðinni. Tvö ómerkt aukahólf.

    Á myndinni sést heklunálaveskið brotið ó tvennt en þegar búið er að fylla það af heklunálum er þægilegt að rúlla því upp og festa með snúruteygjunni. Stærð: Lokað: 15 x 18,5 cm Opið: 47 x 25,5 cm Dýpt vasa: 10 cm Hannað fyrir skapandi einstaklinga heima eða á ferðinni. Linen línan - Ytra byrðið og vasarnir eru úr líni (hör) og innra byrðið (röndótta) úr bómullarefni. Til að loka veskinu er þykk snúruteygja sem smeygt er utan um stóra kókostölu. Teygjan tryggir að hægt er að loka veskinu þó að það sé troðfullt af heklunálum!
  • Maker’s Buddy Case eða smáhlutabudda. Nýjasta útgáfan af þessum buddum er með enn sterkari segli í lokinu. Þannig haldast smáhlutir eins og prjónamerki, nálar o.fl. á sínum stað. Stærð: 12,7 x 8,9 x 5 cm
    Smáhlutabuddan er tóm, þið sjáið um að fylla hana af fylgihlutum.
    Hannað fyrir skapandi einstaklinga heima eða á ferðinni. Sjá einnig Hook & Needle skipulagsmöppuna og Maker's hringprjónatöskuna sem er í stíl og kemur í sömu litum. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
  • Þetta prjónaveski eða prjónahirsla er hönnuð með þarfir prjónarans í huga. Þægilegt til að hafa hringprjónana á einum stað og gott skipuleg á þeim. Veskið er með rennilás á þremur hliðum og opnast eins og harmonikka. Ellefu vasar geyma allar stærðir af hringprjónum. Það fylgja með ómerktir límmiðar í pastellitum til að merkja vasana í samræmi við þína prjónaeign. Ytra byrðið er úr sterku bómullakakí, bryddað með leðurlíki. Þægilegt handfang til að halda á töskunni. Málmfestingar eru úr messing.

    Stærð: 20 x 14 x 7,5 cm Hannað fyrir skapandi einstaklinga heima eða á ferðinni. Sjá einnig Hook & Needle skipulagsmöppuna sem er í stíl og kemur í sömu litum. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
  • Maker's Mesh Tote handavinnutaska Stór taska með gegnsæju efni á hliðum. Sniðugt þegar að  maður vill sjá hvað er í töskunni utan frá. Töskunni fylgir axlaról sem er nógu löng til að hafa á ská yfir öxlina ef vill. Í töskunni rúmast 10 eða fleiri garnhespur eða meðalstórt eða stórt verkefni.  Hverri tösku fylgja skæri með slíðri í stíl og budda sem er lokað með smellum fyrir smáhlutina. Fæst í fjórum litum. Stærð 38 cm (lengd) x 25 cm (hæð) x 15 cm (dýpt)
  • Maker's Canvas Satchel taskan er fyrir þá sem vilja það besta. Hún er hönnuð í anda gömlu læknataskanna. Hún opnast vel og helst opin þannig að auðvelt er að hafa yfirlit yfir allt innihaldið. Botninn er flatur og því stendur taskan vel og getur virkað sem karfa á meðan prjónað er. Tvær krækjur loka töskunni, það er fullt af vösum og stöðum til að geyma allt smádótið og verkefnin. Bryddingar, höldur o.fl. eru úr leðri með festingum úr antík bronsi. Hugað  er að öllum smáatriðum. Taskan er nútímaleg og hefðbundin í senn, hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Góð handtaska fyrir prjónalífið og hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
  • Þetta er rúmgóð hliðartaska, sem er hægt að láta hanga beint eða á ská. Sem taska í lítilli/miðstærð er líka hægt að taka hölduna af og nota sem veski. Hugað  er að öllum smáatriðum. Taskan er nútímaleg og hefðbundin í senn, hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Hugsuð fyrir prjónaverkefnið eða hvað sem er. Góð handtaska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Taska fyrir þau sem eru að leita að lítilli til meðalstórri tösku, fullkomin fyrir prjónaverkefnið en líka sem venjuleg handtaska. Hagstæð stærð og verð! Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
  • Þetta er rúmgóð hliðartaska með góðu handfangi. Vandlega handunnin taska þar sem hugað er að öllum smáatriðum. Nútímaleg og hefðbundin í senn, taska sem hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Hugsuð fyrir prjónaverkefnið eða hvað sem er. Góð handtaska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
  • Maker’s Backpack er bakpokinn fyrir alla sem stunda hvers kyns handíðir og eru á ferðinni, en líka fyrir hina því þetta fyrst og fremst góður og vandaður bakpoki. Axlarólarnar eru nógu breiðar til að dreifa þyngdinni í bakpokanum jafnt. Hann getur staðið óstuddur þökk sé fimm málmtöppum sem veita stuðning en koma líka í veg fyrir að botninn óhreinkist. Handföngin efst á töskunni eru þægileg en þau er líka hægt að taka af ef vill. Á annarri hliðinni er sérstakur vasi fyrir prjóna og /eða heklunálar. Sérstakt hólf er fyrir VÍV (verk í vinnslu), staður fyrir símann og margt annað.  Góð taska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
  • Prjónamál fyrir alla prjónara. Prjónaveski og prjónamerki fáanleg í sama stíl.
Go to Top