Verkefnatöskuna frá COCOKNITS er hægt að nota eins og ílát eða körfu sem stendur vel á borði eða sem tösku ef bætt er við leðurhöldum sem eru seldar sér.
Efni: Sterkur pappír sem þolir þvott og eldist vel.
Stærð: 15cm á dýpt x 29cm breidd x 16,5cm hæð.
Inniheldur: Þrír ytri vasa, níu innri vasa.
Meðferð: Þolir þvott. Sjá neðar.
Gott til að halda skipulagi á prjónadótinu sínu. Hægt að nota eitt og sér eða setja inn í aðra tösku til að hafa allt á sínum stað. Prjónaverkefnið rúmast í miðhólfinu, og fylgihlutirnir og uppskriftin í hliðarvösunum. Pláss fyrir vatnsflösku, gleraugu, penna, hleðslusnúrur, lykla og annað sem þér dettur í hug að hafa með.
Höldur: Göt fyrir leðurhöldur til staðar ef vill. ATH. þær þarf að kaupa sér!
-
Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Innihald: Fjögur hólf, þríhyrningslaga sem lokast eins og umslag með smellum. Þrjár marglitar teygjur sem er hægt að nota á ýmsa vegu. Utan um hvern hólk er beinhvít teygja. Stærð: Ytri mál eru 16,5 cm x 6,3 cm x 6,3 cm. Innri mál hvers hólks eru 14,5 cm x 4,5cm x 2,5 cm. Hugmyndin á bak við hönnunina er að halda skipulagi á smáhlutunum. Setjið prjónamerkin og annað sem fylgir ykkur í hólfin, takið öll með eða bara eitt með því sem skiptir máli hverju sinni, því þau eru fest saman með smellum. ATH. Innihald sem sést á mynd fylgir ekki með.
-
Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Innihald:
- Þrjár tegundir af seglum til að festa pappíra og áhöld.
- Fjórir kringlóttir seglar húðaðir með umhverfisvænu efni úr jurtaríkinu (ekkert plast notað).
- Tveir litlir, kringlóttir seglar.
- Þrír sterkir, rétthyrndir seglar.
- Poki með snúru sem heldur utan um allt saman.