• Þægilegur sprettuhnífur til að skera á saumspor þegar rekja þarf upp eða spretta upp saumum. Ómissandi áhald, sérstaklega í vélsaumi. Hlíf fylgir.
  • Með svona græju verður leikur einn að gera fallega dúska. 2 stk. í pakkningu. Þvermál dúska: Um 20 mm & 25 mm. 4 stærðir í boði XS, S, L og XL.
  • Prjónatappar koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjóninum. Fyrir prjóna 8 mm - 10.0mm; 4 stk. í pakka.
  • CLOVER Soft Touch heklunálar eru einstaklega þægilegar í notkun. Krókurinn er mátulega beittur svo auðvelt er að stinga honum í gegnum lykkjuna án þess að kljúfa garnið.  Áferðin á málmhlutanum er hæfilega sleip þannig að lykkjurnar renna vel en haldast samt á sínum stað. Snilldarhönnun sem gerir heklið skemmtilegra. Handfangið er með gripfleti úr mjúku efni svo nálin sitji vel í hendi. Það er reynsla margra að Clover heklunálar reyni minna á hendurnar og þá verður auðveldara að hekla lengur áreynslulaust. Hægt er að kaupa Soft Touch heklunálar í stærðum 0,5mm til 6mm.
  • Frábærar merkikrækjur, enda ein af okkar allra vinsælustu vörum. Þær eru úr efni sem endist vel (brotna ekki). Krækjurnar eru mest notaðar til að merkja umferðir, t.d. úrtökur eða útaukningar. Það eru tvær stærðir fáanlegar. Þessar eru stærri. Innihald: 12 merkikræjur í tveimur litum, plastumslag til að geyma þær í fylgir. Athugið að það er betra að hafa krækjurnar lokaðar þegar þær eru ekki í notkun.
  • Lykkjunælur eða lykkjuhaldarar sem eru hannaðar með þarfir prjónara í huga. Í staðhefðbundinnar nælu er prjónn með teygju úr silíkóni sem festist utan um prjóninn. Þannig haldast lykkjurnar á öruggum stað. Það sem gerir þetta áhald svo gott er að hægt er að hleypa lykkjunum fram af báðum endum. Frábært til að geyma lykkjur í handvegi og á fleiri stöðum. Kemur í fjórum gerðum eftir grófleika garnsins. Innihald: 2 lykkjuhaldarar í pakka.
  • CLOVER prjónamerki eru létt og þægileg í notkun. Þessi eru lokuð og fara utan um prjóninn og fylgja honum upp verkefnið. 20 stk. í pakka, 10 minni og 10 stærri í tveimur litum.
  • CLOVER prjónamerki eru létt og þægileg í notkun. Þessi eru bæði til að setja utan um prjóninn og til að merkja prjónaðar lykkjur. 24 stk. í pakka í 3 litum.
    • Nálarnar eru með gyllt auga. Efst er U-laga op sem strekktur þráðurinn er lagður ofan á og smokrað í gegn. Þannig þræðist nálin án þess að stinga þurfi í gegnum nálaraugað. Sparar tíma og auðveldar þræðingu.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir.
    • 5 stk. í pakka í mismunandi stærðum.
  • Garnleiðari er settur upp á vísifingur vinstri handar í tvíbanda- eða þríbandaprjóni. Þá haldast litirnir aðskildir svo auðveldara verður að láta ríkjandi og víkjandi liti vera á sínum stað. Fæst fyrir fínna garn og grófara garn. Ath. litir geta verið mismunandi.  
  • Afsláttur!

    Clover QUICK YO-YO MAKER

    Original price was: 1.190kr..Current price is: 833kr..
    YO YO Quick Maker eru skapalón til að búa til hringi, bæði sníða þá og sauma svo rykkingin og sporin lendi á réttum stað. Þessi aðferð er vinsæl í Brasilíu og hefur borist um bútasaumsheiminn. Hægt er að búa til heilu teppin eða nota til skrauts á púða eða annað. Skaplónin koma í mismunandi stærðum.
  • Iron-On Transfer Pencil er blýantur er notaður til að yfirfæra mynstur á efni með straujárni. Teiknið með blýantinum á bökunarpappír, leggið yfir efnið, strauið og mynstrið færist yfir á efnið eða aðra fleti sem á að merkja. Hægt að nota hvert mynstur 2-3 sinnum. Notkun: (1) Setjið bökunarpappír á mynstrið sem á að nota. (2) Dragið mynstrið í gegn með Iron-On Transfer blýantinum. (3) Setjið mynstrið ofan á efnið og strauið yfir og þannig yfirfærist mynstrið á efnið.
  • Hefðbundnir kaðlaprjónar, léttir með sveigju og renna síður úr þess vegna. Þrír kaðlaprjónar sem passa fyrir algengustu grófleika af garni.
  • Tvær grófar frágangsnálar úr plasti. Stór augu og því auðvelt að þræða með grófu garni. Nálarendinn er örlítið boginn sem auðveldar að stinga nálinni undir lykkjur.
  • Kaðlaprjónar hannaðir til að geyma lykkjur í boganum. Vegna lögunarinnar renna lykkjurnar ekki fram af prjóninum. Innihald: 3 kaðlaprjónar í mismunandi grófleikum.
  • Líðtið og létt prjónamál sem mælir prjónastærðir 2 mm - 15 mm.
  • Prjónatappar úr sílíkóni sem koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjónunum. Minni stærð: Fyrir prjóna 2 mm - 4,5 mm (#333-S). Stærri stærð: Fyrir prjóna 3,75 mm - 6,5 mm (#333-L). 4 stk. í pakka.  
  • CLOVER bútasaumsnálar fyrir handsaum. Fæst í mismunandi grófleikum; hærra nr. = fínni nál.
    • Stuttar
    • Gott að þræða
    • Beittur oddur
    • Renna vel í gegnum efnið
    • Lengd: 28,6 mm
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
    • Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir og henta í frjálsan útsaum, jafnvel með ullargarni því augað er stórt.
    • Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
  • CLOVER bútasaumsnálar fyrir handsaum. Fæst í mismunandi grófleikum. Hærra nr. = fínni nál.
    • Stuttar
    • Gott að þræða
    • Beittur oddur
    • Renna vel í gegnum efnið
    • Lengd: 22,7 mm
    • Fíngerð, löng nál fyrir perlusaum.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem auðveldara er að þræða.
    • Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir.
    • 4 stk. í pakka.
Go to Top