• Langar heklunálar úr málmi, 30 cm með hjarta á endanum fyrir krækjuhekl (túnesískt hekl). Athugið að fínustu heklunálarnar (2mm og 2,5mm) eru þríhyrndum enda. Hægt að nota fyrir hvers konar hekl sem er en eru sérstaklega hannaðar fyrir krækjuheklið.  
  • Heklunálar úr bambus fyrir s.k. krækjuhekl (túnesískt hekl), léttar og hæfilega sleipar. Sama smellukerfið og er notað í addiClick prjónaoddunum. Sömu snúrur passa því og þær er hægt að fá í ýmsum lengdum og eru seldar sér, ein í pakka eða fleiri.
  • Prjónaoddar til að festa við snúru í addiClick kerfinu. Þetta eru LACE prjónar með góðum oddi sem er mjög gott að prjóna með. Sömu gæða prjónarnir og aðrir málmprjónar frá ADDI. Lace Short prjónaodda er hægt að nota með 40cm og lengri snúrum. Snúrurnar eru seldar sér, ein í pakka eða fleiri.
  • Prjónaoddar til að festa við snúru í addiClick kerfinu. Þetta eru LACE prjónar með löngum oddi sem er mjög gott að prjóna með. Sömu góðu prjónarnir og aðrir málmprjónar frá ADDI. Lace Long prjónaodda er hægt að nota með 60cm og lengri snúrum. Snúrurnar eru seldar sér, ein í pakka eða fleiri.
Go to Top