Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim.
Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á DÖNSKU.
-
- Grófleiki: Fisband / Lace
- Innihald: 58% alpakaull / 22% ull / 20% pólíamíð
- Lengd/þyngd: 212m/25g
- Prjónar: 3,25-5 mm
- Prjónfesta: 18-24 lykkjur og 27-38 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
-
Afsláttur!
- Grófleiki: Léttband / DK
- Innihald: 75% ull, 25% pólíamíd
- Lengd/þyngd: 100 g/225 m
- Prjónar: 3 - 4 mm
- Prjónfesta: 22 lykkjur og 28 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Ullarþvottakerfi við 40°C
-
Bambus sokkaprjónarnir koma í tveimur lengdum; 15 cm sem er ágæt lengd fyrir vettlinga-, sokka- og barnapeysuermar. 20 cm sem eru góðir fyrir ermaprjón og allt annað sem á að prjóna í hring eins og hálsmál, húfur o.fl. Oddarnir eru góðir þar sem þeir mjókka með aflíðandi halla. Það er gott að beita þeim í prjóni með alls konar garn. Bambusprjónar er léttir og mörgum finnst betra að nota ljósa prjóna. Bambus er stekt efni og svignar frekar en brotnar þegar reynir á þá. Byrjendum, sem hættir til að prjóna laust, hentar vel að nota bambusprjóna. Þá næst betra grip og lykkjurnar láta betur að stjórn.
-
CLOVER 45mm skurðarblað í skurðarhníf. 1 stk. í pakka.Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
-
KnitPro DREAMZ hringprjónar er úr birki með góðum oddi, sléttri áferð og lipurri snúru. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Dreamz sokkaprjóna, styttri og lengri, og prjónaodda og snúrur til að skrúfa saman. Hver grófleiki er í sérstökum lit. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Prjónarnir eru til í 40 cm, 60 cm og 80cm lengdum. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
Air erasable merkipennarnir eru góðir þegar þegar merkja þarf fyrir saumum eða öðru á ljós og dökk efni efni. Það gefst nægur tími áður en merkingin hverfur. Leyfið blekinu að hverfa af sjálfu sér eða strokið merkinguna út með strokleðrinu á hinum enda pennans. Tíminn sem það tekur fyrir merkingarnar að hverfa alveg fer eftir rakasigi, hitastigi og magni bleks á efninu.
-
Hefbundinn saumatvinni úr 100% polyester. Hentar í allan vélsaum. Kosturinn við þennan tvinna er ekki bara styrkurinn, heldur gefur hann örlítið eftir. Þegar reynir á saum, þá eru minni líkur á saumsprettu ef þessi tvinni er notaður. Við mælum með þessum tvinna í verkefni með löngum saumum. Sparkefli með 500m.
-
Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim.
Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á DÖNSKU.
-
Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á DÖNSKU.
-
Bráðnauðsynlegt áhald í frágangi í prjóni er góða jafanál (oddlaus nál með stóru auga). Þessar eru með örlítið bognum oddi sem gerir saumaskapinn auðveldari. Hvort sem gengið er frá endum eða stykki saumuð saman, þá koma þessar nálar sér vel. Það er mjög þægilegt að nota nál með bognum oddi í ítalskri affellingu. Frábært að nota með segularmbandinu. Innihald: 4 jafanálar, 2 fínni og 2 grófari.
-
- Grófleiki: Fisband / Lace
- Innihald: 60% móhár, 40% viskós
- Lengd/þyngd: 25 g/225 m
- Prjónar: 3 - 4 mm
- Prjónfesta: 23 lykkjur og 30 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur við 30°C
-
ADDI hringprjónar úr málmi. Prjónaoddarnir eru léttir úr kopar, húðaðir með hvítu bronsi. Snúrurnar eru mjúkar og samskeyti snúru og prjóns slétt. ADDI prjónarnir eu hannaðir og framleiddir í Þýskalandi fyrir prjónara sem vilja aðeins bestu gæði. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Addi Sockwonder eru frábærir fyrir sokka, ermar, vettlinga og allt smávaxið prjónaverk. Með 70 mm lace odd og 45 mm venjulegum oddi verður mun auðveldara að prjóna fíngerðar og smágerðar flíkur.
-
- Grófleiki: Þykkband / Aran / Worsted
- Innihald: 60% móhár, 40% ull
- Lengd/þyngd: 50 g/125 m
- Prjónar: 5 mm
- Prjónfesta: 16 lykkjur og 22 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur við 30°C
-
CLOVER Amour heklunálar eru einstaklega þægilegar í notkun. Krókurinn er mátulega beittur svo auðvelt er að stinga honum í gegnum lykkjuna án þess að kljúfa garnið. Áferðin á krókhlutanum er hæfilega sleip þannig að lykkjurnar renna vel en haldast samt á sínum stað. Snilldarhönnun sem gerir heklið skemmtilegra. Handfangið er úr mjúku efni (elastomer) sem er þægilegt viðkomu og situr vel í hendi og þá er sama hvernig haldið er á heklunálinni. Það er reynsla margra að Clover heklunálar reyni minna á hendurnar í hekli og þá verður auðveldara að hekla lengur áreynslulaust. Hvert númer af heklunál er í sérstökum lit. Fínustu heklunálarnar frá 0,60mm til 1,75mm eru með krók úr stáli og það fylgir hetta með til að verja krókinn. Hægt er að kaupa Amour heklunálar í stærðum 0,6mm til 15mm.