-
Aukanál fyrir flosnál með handfangi. MEDIUM/FINE nálin er grófari fyrir garn í fínbandsgrófleika (4ply/fingering). 6-PLY nálin er fínni fyrir útsaumsgarn (4-6 þræði af árórugarni eða sambærilegt). 3-PLY nálin sem fylgir með Flosnál með handfangi er enn fínni. Sjá nánar upplýsingar með Flosnál með handfangi.
-
Höfundur: Jennie Batchelor & Alison LarkinÙtgefandi: Pavilion Books (2020)Harðspjalda | 160 bls. Þyngd: 720 g | Mál: 193 x 235 x 18 mm Fimmtán falleg útsaumsverkefni frá tímum Jane Austen.Jane Austen var eins hæfileikarík með nálina eins og pennann. Þessi einstaka bók eftir Jennie Batchelor og Alison Larkin sýnir nýlega uppgötvuð útsaumsmynstur frá 19. öld. Mynstrin eru útfærð á og endurgerð í 15 mismunandi útsaumsverkefni. Mynstrin endurspegla tíðarandann frá tímum Jane Austen, tilvitnanir í verk hennar eru notaðar. Bókin er með skýringarmyndum af útsaumsaðferðum. Þá kemur umfjöllun um efni og aðferðir, útsaumsaðferðirnar útskýrðar vel. Útsaumaðir fylgihlutir: Munnþurrkur, farsímahulstur, spjaldtölvuhlíf, skartgripapoki og sjal. Útsaumur fyrir heimilið: Lok á tebox, verkefnapoki, púði, saumasett og borðdúkur.Það er meira en líklegt að Jane Austen hafi sjálf notað þessi mynstur og nú getum við það líka þökk sé höfundunum.Hér er hægt að sjá myndir úr bókinni: Jane Austen Embroidery
-
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Það þarf að kljúfa garnið og nota einn eða fleiri þræði eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.
-
Höfundur: Jill ClayÚtgefandi: GMC Distribution (2019) Mjúkspjalda | 136 bls. Stærð: 140 x 120 x 40 mm Tungumál: Enska Þyngd: 400 gÁhugaverð bók sem útskýrir vel tæknina við Sashiko útsaum og möguleikana í útfærslu og notkun. Fallega myndskreytt og veitir innblástur fyrir þá sem vilja prófa þessa aðferð til að skreyta eða gera við.
-
Höfundur: Arounna Hhounnoraj Útgefandi: Quadrille (2024)Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 505 g | Mál: 160 x 210
Visible Mending eftir Arounna Khounnoraj
Arounna Khounnoraj sem er oft betur þekkt sem @bookhou á instagram er mikill útsaumsgúrú. Í þessari bók eru leiðbeinginar um hvernig má endurlífga og endurvinna flíkur og textíl af heimilinu.- 12 aðferðir til viðgerða
- 10 helstu saumspor sem notuð eru
- 12 verkefni sem kítla sköpunarkraftinn
-
Höfundur: Arounna Hhounnoraj Útgefandi: Quadrille (2022)Mjúkspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 585 g | Mál: 201 x 250
Embriodery eftir Arounna Khounnoraj
Arounna Khounnoraj sem er oft betur þekkt sem @bookhou á instagram er mikill útsaumsgúrú. Í þessari bók má finna nútíma útsaumsaðferðir ásamt leiðbeiningum fyrir 20 útsaumsverkefni. Fallegar myndir og vandaðar uppskriftir sem sýna hvernig á að byrja frá grunni og hvernig á að ljúka verkefninu fallega.