-
Afsláttur!MAKING #13 - OUTSIDE. Bandarískt tímarit sem fjalla um hannyrðir og vélsaum frá ýmsum hliðum. Prjón, bútasaumur, fatasaumur og útsaumur, auk annarra aðferða. Hvert tímarit er með ákveðið þema. Margir hönnuðir leggja sitt af mörkum og útkoman er stórkostleg. Þetta er af mörgum talið fallegasta hannyrðatímarit sem gefið er út í dag! Skoðið myndirnar til að sjá sýnishorn af verkefnunum. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að MAKING tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að MAKING kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
-
Afsláttur!MAKING #11 - DAWN. Bandarískt tímarit sem fjalla um hannyrðir og vélsaum frá ýmsum hliðum. Prjón, bútasaumur, fatasaumur og útsaumur, auk annarra aðferða. Hvert tímarit er með ákveðið þema. Margir hönnuðir leggja sitt af mörkum og útkoman er stórkostleg. Þetta er af mörgum talið fallegasta hannyrðatímarit sem gefið er út í dag! Skoðið myndirnar til að sjá sýnishorn af verkefnunum. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að MAKING tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að MAKING kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur. Með hverju tímariti fylgir kóði til að hlaða því niður rafrænt.
-
Stoppugarn og/eða útsaumsgarn. Garnið er úr 50% ull og 50% pólíamíd og er þannig nógu sterkt í sokka- og peysuviðgerðir en hentar einnig í útsaum. Magn: 10 m á spjaldi (40 m ef þráðurinn er notaður einfaldur). Þráðurinn er fjórfaldur og auðvelt að kljúfa eftir grófleika þess sem á að sauma. Margir litir í boði.
-
Þráðaspjöld eru sérgrein SAJOU. Hér áður var engu hent, hver einasti spotti af útsaumsgarni, borðum og öðru geymt til að nota síðar. Til þessu eru þráðaspjöldin eða dúkkulísurnar hugsaðar. Þess vegna væri einnig hægt að setja hárteygjur utan um þau eða annað sem ykkur dettur í hug.
Á dúkkulísunum er gert ráð fyrir að einni tegund sé vafið fyrir neðan og einni fyrir ofan með beltið á milli. Í boði eru stelpur í sumarkjólum og í köflóttum kjólum. Efnið er þykkur litprentaður pappi sem bognar ekki auðveldlega. -
Útsaumshringur úr tré með góðum festingum (hægt að herða með fingrum og/eða skrúfjárni ef þarf), nauðsynlegt áhald fyrir þá sem sauma út. Ef útsaumsefnið er viðkvæmt er mælt með því að hringurinn sé vafinn með þunnri léreftsræmu eða t.d. teygjanlegri grisju sem fæst í apótekum. Þetta auðveldar vinnuna og heldur, sérstaklega þunnum, efnum betur strekktum og markar þau ekki. Það er mikilvægt að velja stærð útsaumshringsins í samræmi við verkefnið sem unnið er. Ef hringurinn er of lítill fyrir verkefnið fer mikill tími á að færa hringinn til og efnið getur skemmst.
-
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni. ATH. Það eru yfir 400 litir til í þessu garni. Þess vegna höfum við skipt litunum niður í nokkrar vörur til að létta leitina.
-
Höfundur: Emma Congdon Útgefandi: David & Charles (2022)Mjúkspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 460 g | Mál: 210 x 273 mm Stitch a kinder world with this stunning collection of heartfelt designs from leading cross stitch designer Emma Congdon. Whether it’s a declaration to a soulmate, gratitude for a true friendship or compassion for the whole of humanity, this celebration of love in all its forms will heal your heart, one stitch at a time. Emma's iconic designs are universally loved by her fans who have bought over 50,000 of her patterns on Etsy. This collection features 20 exclusive designs, each with an easy-to-read full colour and symbol chart. Sentiments include: Life is the flower for which love is the honey; We rise by lifting others; Together is my favourite place to be; Your greatness is not what you have but what you give; Be the reason someone smiles today; Be brave my heart, have courage my soul; In a world where you can be anything, be kind. Alongside the designs, Emma shares her thoughts and inspirations for each one, with a detailed materials list and instructions for stitching. Ideal for beginners, the designs range in size from mini hoops to larger scale samplers and they all share Emma's skill with colour, typography and design which have made her one of the world's best-loved cross stitch designers.
-
- Nálarnar renna vel í gegnum efni.
- Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
- Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
- Nálaroddarnir eru beittir og henta í frjálsan útsaum, jafnvel með ullargarni því augað er stórt.
- Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
-
Höfundur: Marie-Hélène Jeanneau Útgefandi: Search Press (2021)Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 630 g | Mál: 216 x 280 mm Falleg og nytsamleg bók fyrir þau sem vilja læra útsaumstækni þar sem þræðir eru dregnir úr jafnþráða jafa og saumað í kring til að búa til mynstur eða falda. Margar góðar skýringarmyndir.
-
Höfundur: Hisako Nishisu Útgefandi: Search Press (2020)Mjúkspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 435 g | Mál: 210 x 260 mm Falleg bók fyrir alla sem hafa áhuga á krosssaumi. Höfundur er japönsk og í bókinni eru 32 mynstur af blómum, grösum og öðru úr garðinum. Hisako notar árórugarn (tvo þræði) og saumar á jafnþráða beinhvítan hör . Verkin verða því fínleg. Það eru ljósmyndir af útsaumuðum myndum, mynsturteikningar og umfjöllun um efni og áhöld.
-
Höfundur: Susan BriscoeÚtgefandi: David & Charles (2005) Harðspjalda | 128 bls. Stærð: 279 x 216 x 15 mm Tungumál: Enska Þyngd: 540 gHeillandi uppruni og saga Sashiko menningar. Hlutverk þess bæði að gera flýkur hlýrri og slitsterkari. Leiðbeiningar skref fyrir skref hvernig skal byrja, velja efni og áhöld og byrja að sauma.