Barnateppi með lóðréttum röndum sem eru prjónaðar með gatamynstri. Einfalt mynstur sem er auðvelt að læra utan að og hentar því sérstaklega vel í samkvæmis- eða sjónvarpsprjón.
Prjóntækni: Slétt lykkja, brugðin lykkja, uppsláttur, úrtaka til vinstri, úrtaka til hægri.
Uppskriftinni fylgja bæði mynsturteikningar fyrir gataprjónið svo og ítarleg vinnulýsing fyrir þau sem vilja frekar prjóna eftir texta.
Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.
Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Einnig er hægt að smella á slóð sem er í tölvupósti sem sendur er eftir kaupin.