• Þetta er útsaumsgarn úr 100% lífrænni ull. Ullin er lituð með náttúrulegum litum sem eru unnir úr valhnetum, rabbarbara, indigó og eini. Litapallettan er sérlega falleg sem auðveldar val á litum í útsaumsverk. Útsaumgarnið hefur jafna áferð (er ekki misþráða) og er hæfilega snúðlint og hentar því afar vel í alls kyns útsaum, vefnað og fataviðgerðir. Tvinnað garnið er notað eins og það er (ekki hægt að kljúfa). Grófleikinn er u.þ.b. sá sami og 3 þræðir af árórugarni.
    • Woolmark vottað - góð ending, er litekta, dofnar ekki
    • 100% lífræn ull (af fé sem er ekki dindilklippt)
    • 60 náttúrulegir litir í boði
    • Hver dokka er með 16 m
    • Handþvottur við 30°C
  • Gatamynstrið í þessu barnateppi er klassískt og skemmtilegt í prjóni. Hver mynstureind er endurtekin það oft að flestir læra hana fljótt. Ef ekki þá er bæði hægt að fylgja mynsturteikningu og/eða vinnulýsingu í texta.

    Hver mynstureining er 16 lykkjur og 10 umferðir og svo bætist við garðaprjónskantur allan hringinn. Það er auðvelt að stækka eða minnka teppið eftir óskum, bæta við eða fækka um heila mynstureind.

    Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld rafrænt og þið fáið sendan svarpóst með krækju sem þið smellið á til að sækja uppskriftina. Ef þið skráið ykkur inn á storkurinn.is vefverslunina þá er hún líka þar.
    Uppskriftin er bæði með skriflegri vinnulýsingu og mynsturteikningum og er á ÍSLENSKU.
  • ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni. ATH. Það eru til fleiri litir í Storkinum.
  • LAINE TUTTUGU OG EITT Finnskt tímarit (á ensku) með prjónhönnun á heimsmælikvarða. Margir hönnuðir leggja hönd á plóg og tryggja úrval að áhugaverðum peysum og fylgihlutum. Mikil áhersla er lögð á greinagóðar uppskriftir. Þá fyglir ein mataruppskrift að auki. Stílhreint tímarit á ensku með fallegri myndatöku. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að LAINE tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að LAINE kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
  • Höfundur: Anna Johanna
    Ùtgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 175 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 860 g | Mál: ‎212 x 277 x 21 mm
    Strands of Joy Vol. II er önnur bókin hennar  Önnu Jóhönnu sem mörg hafa beðið spennt eftir. Bókin stendur undir væntingum, full af alls konar peysum og fylgihlutum. Smellið á hlekkinn hérna fyrir neðan til að skoða sýnishorn úr bókinni. Nánar um bókina: Pattern Previews for Strands of Joy Vol. II
  • Ritstjórn: LAINE Knitting Magazine Ùtgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 269 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.250 g | Mál: 175 x 222 x 22.4 mm 
    • Grófleiki: Fínband / fingering  / 4 ply
    • Innihald: 100% highland superwash merínóull
    • Lengd/þyngd: 400m/100g
    • Prjónar: 2,25 - 3,5 mm
    • Prjónfesta: 22 - 32 L á prjóna 2,25 - 3,5 mm = 10 cm
    • Þvottur: Ullarvagga í köldu vatni
    Dásamlegt handlitað og sprengt ullargarn frá LITLG (Life in the Long Grass) á Írlandi. Við höfum góða reynslu af garni frá þessum frábæra handlitara.
    • Sokkar í kvenstærð fyrir NORO Silk Garden Sock  garnið sem fæst bæði einlitt og kaflalitað.
    • Þessir sokkar eru prjónaðir frá sokklegg að tá.
    • Það þarf eina 100 g hnotu af NORO Silk Garden Sock garninu í sokkapar. Ef notað er kaflalitað garn og sokkarnir eiga að vera eins þarf 200 g (þá er afgangur í annað sokkapar).
    • Prjónastærð er 2,75 mm eða sú stærð sem þarf til að ná réttri prjónfestu.
    UPPSKRIFTIN ER Á ÍSLENSKU ATH. Ef þið kaupið NORO Silk Garden Sock garn í sokkana fylgir uppskriftin með FRÍTT. Veljið garnið, setjið í körfu og setjið í skilaboðagluggann hvaða uppskrift þið veljið með (fimm mismunandi í boði). Uppskriftin verður send í tölvupósti um leið og varan er afgreidd. NORO Sokkauppskrift: FLOTLYKKJUR (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: HLYNUR (prjónaðir frá tá) NORO Sokkauppskrift: LAUF (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: SNÚRA (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: STUÐLAR & GÖT (prjónaðir frá sokklegg)  
    • Sokkar í kvenstærð fyrir NORO Silk Garden Sock  garnið sem fæst bæði einlitt og kaflalitað.
    • Þessir sokkar eru prjónaðir frá tá að sokklegg.
    • Það fylgir teikning af mynstrinu.
    • Það þarf eina 100 g hnotu af NORO Silk Garden Sock garninu í sokkapar. Ef notað er kaflalitað garn og sokkarnir eiga að vera eins þarf 200 g (þá er afgangur í annað sokkapar).
    • Prjónastærð er 3,5 mm eða sú stærð sem þarf til að ná réttri prjónfestu.
    UPPSKRIFTIN ER Á ÍSLENSKU ATH. Ef þið kaupið NORO Silk Garden Sock garn í sokkana fylgir uppskriftin með FRÍTT. Veljið garnið, setjið í körfu og setjið í skilaboðagluggann hvaða uppskrift þið veljið með (fimm mismunandi í boði). Uppskriftin verður send í tölvupósti um leið og varan er afgreidd. NORO Sokkauppskrift: FLOTLYKKJUR (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: HLYNUR (prjónaðir frá tá) NORO Sokkauppskrift: LAUF (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: SNÚRA (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: STUÐLAR & GÖT (prjónaðir frá sokklegg)  
    • Sokkar í kvenstærð fyrir NORO Silk Garden Sock  garnið sem fæst bæði einlitt og kaflalitað.
    • Þessir sokkar eru prjónaðir frá sokklegg að tá.
    • Það fylgir teikning af mynstrinu.
    • Það þarf eina 100 g hnotu af NORO Silk Garden Sock garninu í sokkapar. Ef notað er kaflalitað garn og sokkarnir eiga að vera eins þarf 200 g (þá er afgangur í annað sokkapar).
    • Prjónastærð er 2,75 mm eða sú stærð sem þarf til að ná réttri prjónfestu.
    UPPSKRIFTIN ER Á ÍSLENSKU ATH. Ef þið kaupið NORO Silk Garden Sock garn í sokkana fylgir uppskriftin með FRÍTT. Veljið garnið, setjið í körfu og setjið í skilaboðagluggann hvaða uppskrift þið veljið með (fimm mismunandi í boði). Uppskriftin verður send í tölvupósti um leið og varan er afgreidd. NORO Sokkauppskrift: FLOTLYKKJUR (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: HLYNUR (prjónaðir frá tá) NORO Sokkauppskrift: LAUF (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: SNÚRA (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: STUÐLAR & GÖT (prjónaðir frá sokklegg)  
    • Sokkar í kvenstærð fyrir NORO Silk Garden Sock  garnið sem fæst bæði einlitt og kaflalitað.
    • Þessir sokkar eru prjónaðir frá sokklegg og niður.
    • Það fylgir teikning af mynstrinu.
    • Það þarf eina 100 g hnotu af NORO Silk Garden Sock garninu í sokkapar. Ef notað er kaflalitað garn og sokkarnir eiga að vera eins þarf 200 g (þá er afgangur í annað sokkapar).
    • Prjónastærð er 2,75 mm eða sú stærð sem þarf til að ná réttri prjónfestu.
    UPPSKRIFTIN ER Á ÍSLENSKU ATH. Ef þið kaupið NORO Silk Garden Sock garn í sokkana fylgir uppskriftin með FRÍTT. Veljið garnið, setjið í körfu og setjið í skilaboðagluggann hvaða uppskrift þið veljið með (fimm mismunandi í boði). Uppskriftin verður send í tölvupósti um leið og varan er afgreidd. NORO Sokkauppskrift: FLOTLYKKJUR (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: HLYNUR (prjónaðir frá tá) NORO Sokkauppskrift: LAUF (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: SNÚRA (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: STUÐLAR & GÖT (prjónaðir frá sokklegg)  
    • Sokkar í kvenstærð fyrir NORO Silk Garden Sock  garnið sem fæst bæði einlitt og kaflalitað.
    • Þessir sokkar eru prjónaðir frá sokklegg og niður.
    • Það fylgir teikning af mynstrinu.
    • Það þarf eina 100 g hnotu af NORO Silk Garden Sock garninu í sokkapar. Ef notað er kaflalitað garn og sokkarnir eiga að vera eins þarf 200 g (þá er afgangur í annað sokkapar).
    • Prjónastærð er 3,5 mm eða sú stærð sem þarf til að ná réttri prjónfestu.
    UPPSKRIFTIN ER Á ÍSLENSKU ATH. Ef þið kaupið NORO Silk Garden Sock garn í sokkana fylgir uppskriftin með FRÍTT. Veljið garnið, setjið í körfu og setjið í skilaboðagluggann hvaða uppskrift þið veljið með (fimm mismunandi í boði). Uppskriftin verður send í tölvupósti um leið og varan er afgreidd. NORO Sokkauppskrift: FLOTLYKKJUR (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: HLYNUR (prjónaðir frá tá) NORO Sokkauppskrift: LAUF (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: SNÚRA (prjónaðir frá sokklegg) NORO Sokkauppskrift: STUÐLAR & GÖT (prjónaðir frá sokklegg)  
  • Olnbogabætur úr mjúku rúskinni svo peysurnar og/eða jakkarnir endist lengur. Til í nokkrum litum. Með gataröðmmeð fram brún til að auðvelda saumaskapinn. Koma tvær saman í pakkningu. Það er upplagt að nota Laine St. Pierre stoppugarnið til að festa bæturnar.  
  • Höfundur: NOVITA Útgefandi: Novita (Haust 2023)
    Tungumál: Enska, þýska & hollenska og sænska (sama heftið) Þyngd: 475 g | Mál: 21 x 27 mm NOVITA gefur reglulega út prjónahefti með uppskriftum. Í þessu hefti eru þau í samstarfi við hið alkunna ARABIA fyrirtækið, sem gerir ýmsa fallega heimilismuni, keramik og textíl. Í blaðinu má finna 23 uppskriftir af ýmsum nytja og skrautmunum, til dæmis púðum, glasamottum, teppu, mottu, peysu og tösku.
  • Falleg og vönduð útsaumsskæri í klassíska storkalaginu, en með bláu/grænu handfangi. Paisley blómamynstur, mynstrið raðast á mismunandi hátt og eru því engin skæri alveg eins. Stærð 12 cm.
  • Stakar lykkjukrækjur, setjið í körfu 1 = 10 merki = 250 kr 2 = 20 merki o.s.frv. Blandaðir litir, setjið í athugasemd við pöntum ef þið viljið einhverja liti frekar en aðra.
  • Límband til að líma yfir eða undir línu í uppskrift, bók eða blaði. Auðvelt að losa af, skemmir ekki blaðsíðuna og hægt að nota aftur og aftur. Bleikt að lit, en letrið sést í gegn. Breidd 127 mm - lengd 1800 m.
  • Hér er klassískt ungbarnateppi úr smiðju Debbie Bliss. Teppið er prjónað  út frá miðju. Byrjað er með sokkaprjóna og svo skipt yfir í hringprjóna í mismunandi lengdum eftir því sem lykkjunum fjölgar. Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld rafrænt og þið fáið sendan svarpóst með krækju sem þið smellið á til að sækja uppskriftina. Ef þið skráið ykkur inn á storkurinn.is vefverslunina þá er hún líka þar.
    Uppskriftin er bæði með skriflegri vinnulýsingu og mynsturteikningum og er á ÍSLENSKU.
  • Hesputré úr mangó tré.  Hægt að stækka og minnka umfangið eftir lengd hespunnar. Borðfesting er einföld. Er í stíl við garnvinduna frá LYKKE.      
  • Tvær grófar frágangsnálar úr plasti. Stór augu og því auðvelt að þræða með grófu garni. Nálarendinn er örlítið boginn sem auðveldar að stinga nálinni undir lykkjur.
  • Líðtið og létt prjónamál sem mælir prjónastærðir 2 mm - 15 mm.
  • Búið til skúfa með alls konar garni! Hægt að nota útsaumsgarn, prjónagarn eða hvað sem ykkur dettur í hug. Sniðugt að eiga skúfa til að merkja/skreyta skærin og önnur áhöld. Hér er PDF skjal með leiðbeiningum um hvernig skúfarnir eru búnir til með þessu áhaldi: SKÚFAGERÐ.
  • Orkeringarskyttur (tatting shuttles). Skytturnar koma tvær í pakka í mismunandi litum.
  • Þægilegur teljari sem telur uppi 99. Hann er með lykkju sem er ætluð til að setja utan um prjóninn. Þannig er hægt að nota teljarann sem merki fyrir byrjun umferðar um leið og fylgst er með umferða- eða lykkjufjölda. Ef það hentar ekki að hafa teljarann utan um prjóninn er hægt að festa hann við prjónverkið með lykkjukrækju. Hægt er að snúa teljaranum 360° á lykkjunni, þannig snýr hann alltaf rétt. Passar fyrir 2 mm - 10 mm hringprjóna og bandprjóna.
Go to Top