T-pinnar eru sterkir títiprjónar til að nota í strekkingu. Pinnarnir eru úr ryðfríu stáli sem er nauðsynlegt þegar stungið er í rök stykki.
Koma í góðu boxi með 40 stykkjum.
-
CLOVER 45mm skurðarblað í skurðarhníf. 1 stk. í pakka.Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
-
CLOVER 18mm skurðarblað í skurðarhníf. 2 stk. í pakka.Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
-
CLOVER 18mm skurðarblað í skurðarhníf. 5 stk. í pakka.Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
-
CLOVER 45mm skurðarblöð í skurðarhníf. 5 stk. í pakka.Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
-
Góður skurðarhnífur með 18 mm blaði fyrir alla námkvæmisvinnu í bútasaumi. Skurðarhnífar eru ómissandi áhald fyrir bútasaumara. Hnífurinn situr vel í hendi og það er auðvelt að skera fljótt og vel með honum. • Hentar bæði rétthentum og örvhentum. Hlífinni er einfaldlega snúið eftir því hvor höndin er notuð. • Sker vel sama hvernig hnífnum er beitt; lóðrétt eða á ská, því blaðhlífin hefur nægilegt svigrúm en blaðið sjálft nær mátulega langt út fyrir brúnina til að gæta öryggis. • Gripið á handfanginu er þægilegt með stömum en mjúkum snertiflötum. • Hægt að stilla hve hratt skurðarblaðið rennur. Ef skrúfan er hert hægist á blaðinu sem auðveldar skurð á þykkari efnum.
-
Góður skurðarhnífur með 45mm blaði fyrir alla námkvæmisvinnu í bútasaumi. Skurðarhnífar eru ómissandi áhald fyrir bútasaumara. Hnífurinn situr vel í hendi og það er auðvelt að skera fljótt og vel með honum. • Hentar bæði rétthentum og örvhentum. Hlífinni er einfaldlega snúið eftir því hvor höndin er notuð. • Sker vel sama hvernig hnífnum er beitt; lóðrétt eða á ská, því blaðhlífin hefur nægilegt svigrúm en blaðið sjálft nær mátulega langt út fyrir brúnina til að gæta öryggis. • Gripið á handfanginu er þægilegt með stömum en mjúkum snertiflötum. • Hægt að stilla hve hratt skurðarblaðið rennur. Ef skrúfan er hert hægist á blaðinu sem auðveldar skurð á þykkari efnum.
-
CLOVER Takumi bambusprjónarnir eru hágæða prjónar sem uppfylla ströngustu skilyrði. Slétt áferð sem gerir prjónið áreynslulaust og skilar jöfnum lykkjum. Oddurinn mjókkar aflíðandi fram og bláoddurinn er rúnnaður þannig að það er auðvelt að prjóna 2-3 lykkjur saman og oddurinn klýfur ekki garnið. Snúarn er glær úr næloni og samskeytin snurðulaus.
-
CLOVER TAKUMI bambusprjónarnir eru toppurinn, hágæða prjónar sem uppfylla ströngustu skilyrði. Áferðin er rennislétt, oddarnir hæfilega beittir, samskeyti prjónaodds og snúru alveg slétt og.... það er er sérstakt við þessa prjóna er að samskeyti odda og snúru snúast. Þessir prjónar hafa fengið hæstu einkunn í samanburðarprófum á prjónategundum. Ef þér líkar við bambusprjóna þá munu þessir verða í uppáhaldi. Slétta áferðin gerir prjónið áreynslulaust og skilar jöfnum lykkjum og snúarn snýst með og þvælist því aldrei fyrir. Oddurinn mjókkar aflíðandi fram og bláoddurinn er rúnnaður þannig að það er auðvelt að prjóna 2-3 lykkjur saman og oddurinn klýfur ekki garnið. Snúarn er glær úr næloni, samskeytin úr stáli og alveg snuðrulaus, oddurinn úr þéttasta hluta bambussins sem gerir prjóninn sterkan og endingargóðan.
-
Þægilegur teljari sem telur uppi 99. Hann er með lykkju sem er ætluð til að setja utan um prjóninn. Þannig er hægt að nota teljarann sem merki fyrir byrjun umferðar um leið og fylgst er með umferða- eða lykkjufjölda. Ef það hentar ekki að hafa teljarann utan um prjóninn er hægt að festa hann við prjónverkið með lykkjukrækju. Hægt er að snúa teljaranum 360° á lykkjunni, þannig snýr hann alltaf rétt. Passar fyrir 2 mm - 10 mm hringprjóna og bandprjóna.
-
- Nálarnar renna vel í gegnum efni.
- Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
- Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
- Nálaroddarnir eru beittir og henta í frjálsan útsaum, jafnvel með ullargarni því augað er stórt.
- Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
-
Wonder klemmur eru hannaðar til að gera saumalífið einfaldara. Brúnir sem á að sauma saman eru klemmdar saman á auðveldan hátt.
- Frábært í staðinn fyrir títuprjóna, sérstaklega ef unnið er með þykk efni eða efni sem ekki er hægt að stinga í.
- Heldur vel saman mörgum lögum af efnum án þess að þau renni til.
- Festir efni vel saman þegar binding er saumuð á bútasaumsteppi.
- Klemmurnar eru áberandi og auðvelt að finna, líka þegar þær detta á gólfið.
- Henta vel þegar lokusaumsvélar (overlock válar) eru notaðar.
- Saumfar getur verið 5 mm, 7 mm and 10 mm.
-
"Quick-Cut" er þráðskeri sem flýtir fyrir þegar klippa þarf þræði eftir saumaskap. Hannaður til að skera á þræði fljótt og örugglega.
- Auðvelt aðgengi.
- Hentar jafnt tvinna sem garni.
- Fingurnir geta ekki snert hnífinn sem eykur öryggið.
-
Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Notkun:
- Skipuleggið öll áhöldin sem þarf fyrir hvert verkefni
- Kemst inn í prjónatösku, bakpoka eða körfu
- Lokið nær yfir alla vasana þó það sé fullt
- Vefjið bómullarsnúru utan um veskið og loks töluna
- Teygið í sundur til að láta standa á borði
- Takið vasana með smáhlutunum úr til að komast auðveldlega að þeim
- Verkefnaveski með 11 vösum, vaxborin snúra úr bómull og tala úr corozo (resin unnið úr vistvænu efni).
- 3 vasar sem hægt er að taka úr.
-
Verkefnatöskuna frá COCOKNITS er hægt að nota eins og ílát eða körfu sem stendur vel á borði eða sem tösku ef bætt er við leðurhöldum sem eru seldar sér. Efni: Sterkur pappír sem þolir þvott og eldist vel. Stærð: 15cm á dýpt x 29cm breidd x 16,5cm hæð. Inniheldur: Þrír ytri vasa, níu innri vasa. Meðferð: Þolir þvott. Sjá neðar. Gott til að halda skipulagi á prjónadótinu sínu. Hægt að nota eitt og sér eða setja inn í aðra tösku til að hafa allt á sínum stað. Prjónaverkefnið rúmast í miðhólfinu, og fylgihlutirnir og uppskriftin í hliðarvösunum. Pláss fyrir vatnsflösku, gleraugu, penna, hleðslusnúrur, lykla og annað sem þér dettur í hug að hafa með. Höldur: Göt fyrir leðurhöldur til staðar ef vill. ATH. þær þarf að kaupa sér!