• Góður skurðarhnífur með 45mm blaði fyrir alla námkvæmisvinnu í bútasaumi. Skurðarhnífar eru ómissandi áhald fyrir bútasaumara. Hnífurinn situr vel í hendi og það er auðvelt að skera fljótt og vel með honum. • Hentar bæði rétthentum og örvhentum. Hlífinni er einfaldlega snúið eftir því hvor höndin er notuð. • Sker vel sama hvernig hnífnum er beitt; lóðrétt eða á ská, því blaðhlífin hefur nægilegt svigrúm en blaðið sjálft nær mátulega langt út fyrir brúnina til að gæta öryggis. • Gripið á handfanginu er þægilegt með stömum en mjúkum snertiflötum. • Hægt að stilla hve hratt skurðarblaðið rennur. Ef skrúfan er hert hægist á blaðinu sem auðveldar skurð á þykkari efnum.
  • Ullarskafa til að hreinsa ló af ullarflíkum sem hnökra. Stundum hnökra peysur, sérstaklega ef þær eru prjónaðar úr mjúkri, snúðlinri ull. Oft eru þetta laus hár að ganga úr bandinu og peysan þannig að hreinsa sig. En stundum hnökra flíkur á álagssvæðum. Hver sem ástæðan er er gott að eiga áhald til að ná lónni af án þess að skemma peysuna eða þynna hana. Gleener er búið að margsanna notagildi sitt. Það fylgja þrír kambar með sem auðvelt er að skipta um, auk fatabursta. Fínn kambur fyrir fíngerðustu peysurnar, jafnvel úr silki eða silkiblöndu, miðlungs grófleiki sem hentar á flestar peysur og grófasti sem væri góður kambur fyrir lopapeysur eða sambærilegt garn. Þetta er smærri útgáfan af Gleener, en það fæst einnig Gleener til heimilisnota með stærra handfangi. Kambarnir eru jafnbreiðir, en ferðaútgáfan er minni um sig, án handfangs. Það er geymsluhólf fyrir kambana inni í kambinum. Poki fylgir til að geyma allt saman. Gleener er ekki bara fyrir peysur heldur einnig húsgögn, teppi og aðrar flíkur. Fataburstinn sem fylgir er upplagður til að ná dýrahárum og öðru kuski af. Engar rafhlöður. Gott fyrir umhverfið og hjálpar þér að láta flíkur og annan textíl endast lengur.  
  • Mýkir

    Þurrkaraboltar eru bráðnauðsynlegir til að þurrka yfirhafnir með fyllingu úr dúni. Þeir veltast um í þurrkaranum og berja lofti í flíkina. En þurrkaraboltarnir (Dryer Dots) hafa annan og meiri tilgang. Þeir mýkja efni á náttúrulegan hátt, með varkárri og hávaðalausri veltandi hreyfingu.

    Spara tíma, peninga og orku

    Dryer Dots boltarnir eru úr 100% umhverfisvænni ull sem drekkur í sig raka sem styttir þurrkunartímann. Boltarnir koma loftinu á meiri hreyfingu í þurrkaranum sem spara þess vegna orku.

    Lyktarlausir og án ofnæmisvaldandi efna

    Boltarnir eru án mýkingarefna og ilmefnalausir, öruggir í notkun fyrir þau sem eru með viðkvæma húð, asma og ofnæmi. Það er einnig hægt að nota boltana til að mýkja ungbarnafatnað og taubleyjur. Þeir fara vel með efni.

    Endist í yfir 3.000 þurrkarafylli!

  • Lítill og léttur lókambur til að hafa með í veskinu eða ferðalaginu. Grípur ló á yfirborðinu á peysum og jafnvel húsgögnum. Unninn úr endurunnu plasti. Kemur í bláu og hvítu.
  • Ullarskafa til að hreinsa ló af ullarflíkum sem hnökra. Stundum hnökra peysur, sérstaklega ef þær eru prjónaðar úr mjúkri, snúðlinri ull. Oft eru þetta laus hár að ganga úr bandinu og peysan þannig að hreinsa sig. En stundum hnökra flíkur á álagssvæðum. Hver sem ástæðan er er gott að eiga áhald til að ná lónni af án þess að skemma peysuna eða þynna hana. Gleener er búið að margsanna notagildi sitt. Það fylgja þrír kambar með sem auðvelt er að skipta um, auk fatabursta. Fínn kambur fyrir fíngerðustu peysurnar, jafnvel úr silki eða silkiblöndu, miðlungs grófleiki sem hentar á flestar peysur og grófasti sem væri góður kambur fyrir lopapeysur eða sambærilegt garn. Gleener fæst til heimilisnota með góðu handfangi, en einnig í smærri útgáfu fyrir ferðalög. Þá er kamburinn jafnbreiður en án handfangs. Gleener er ekki bara fyrir peysur heldur einnig húsgögn, teppi og aðrar flíkur. Fataburstinn sem fylgir er upplagður til að ná dýrahárum og öðru lausu af. Engar rafhlöður. Gott fyrir umhverfið og hjálpar þér að láta flíkur og annan textíl endast lengur.  
  • CLOVER 18mm skurðarblað í skurðarhníf. 2 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu. Einnig er hægt að fá 5 blöð í pakka.
  • CLOVER 18mm skurðarblað í skurðarhníf. 5 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu.
  • CLOVER 45mm skurðarblað í skurðarhníf. 1 stk. í pakka.
    Skurðarblöðin eru í stöðluðum stærðum þannig að það á að vera hægt að nota þau í allar gerðir skurðarhnífa.
    Það er auðvelt og öruggt að skipta um skurðarblöð í Clover skurðarhnífunum. Hvert skurðarblað kemur í sérstökum umbúðum til að koma í veg fyrir óþarfa snertingu.
  • Afsláttur!

    Clover SEGULARMBAND

    Original price was: 2.270kr..Current price is: 1.589kr..
    Segularmband sem geymir nálar, títuprjóna og jafnvel lítil skæri á meðan saumað er. Þægilegt í notkun og sparar vinnu og tíma. Raufin í miðjunni auðveldar að ná takinu af nálunum/títuprjónunum. Ef eitthvað dettur á gólfið eða ofan í skúffu er leikur einn að halda seglinum nálægt og allt sem loðir við segul hoppar upp í hann!
  • Prjónatappar koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjóninum. Fyrir prjóna 8 mm - 10.0mm; 4 stk. í pakka.
  • Prjónatappar úr sílíkóni sem koma í veg fyrir að lykkjurnar renni fram af prjónunum. Minni stærð: Fyrir prjóna 2 mm - 4,5 mm (#333-S). Stærri stærð: Fyrir prjóna 3,75 mm - 6,5 mm (#333-L). 4 stk. í pakka.  
  • Afsláttur!

    Clover QUICK YO-YO MAKER

    Original price was: 1.190kr..Current price is: 833kr..
    YO YO Quick Maker eru skapalón til að búa til hringi, bæði sníða þá og sauma svo rykkingin og sporin lendi á réttum stað. Þessi aðferð er vinsæl í Brasilíu og hefur borist um bútasaumsheiminn. Hægt er að búa til heilu teppin eða nota til skrauts á púða eða annað. Skaplónin koma í mismunandi stærðum.
  • Prjónahaldari; gormur sem vefst þétt utan um sokkaprjónana eða jafnvel 2 prjóna. Lagar sig að mismunandi grófum prjónum. Auðvelt að teygja og gefur vel eftir en heldur samr vel við. Hægt að nota utan um fleira en prjóna. Fæst í tveimur stærðum.
  • Þægilegur alhliða nálaþræðari fyrir fínar og grófar nálar.
  • Nálaþræðarar auka þægindi og spara tíma. Þessi þræðari er flatur og kemst inn í nálaraugu á nálum með stór auga eins og stoppunálar og jafanálar.
  • Þræðir grófari og fínni saumnálar auðveldlega. Nálarauganu er stungið niður í gat, tvinninn lagður þvert yfir,  ýtt á takka og nálin þræðist! Auðvelt, þægilegt og tímasparandi. Passar fyrir flestar Clover saumnálar (0.51-0.89 mm) sem eru fyrir alls konar bútasaum og handsaum.
  • Fingurbjargir úr leðri sem laga sig að fingrinum.  Það eru engir saumar á því svæði sem nálin snertir.  Einstök lögunin myndar sléttan flöt yfir fingurgóminn.
    • Engir saumar eða spor sem hindra þegar þrýst er á nálina.
    • Saumaðir í þrívídd svo þær passi betur á fingurinn.
    • Tvöfalt leður fyrir öryggið.
    Mál
    • Lítil (#6028) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6029) - 16 mm
    • Stór (#6030) - 17,5 mm
  • Lítil  og þægileg fingurbjörg. Nógu lítil til þess að frelsa fingrahreyfingar en veitir samt vörn fyrir nálastungum. Sérstakt lím fylgir sem heldur fingurbjörginni á sínum stað. Hverja límdoppu er hægt að endurnýta aftur og aftur. Inniheldur 1 málmdoppu og 8 límdoppur.
  • Lítil  og þægileg fingurbjörg. Nógu lítil til þess að frelsa fingrahreyfingar en veitir samt vörn fyrir nálastungum. Hægt er að nota hverja doppu aftur og aftur, límið helst í einhvern tíma. Inniheldur 12 leðurdoppur.
  • Þessar fingurbjargir sameina mýkt, teygjanleika og góða vörn. Á endanum er málmplata sem verndar fingurinn og gúmmíhlutinn hleypir lofti í gegn. Teygjanleikinn auðveldar fingurbjörginni að laga sig að fingrinum. Léttar og notendavænar. Mál
    • Lítil (#6025) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6026) - 15,5 mm
    • Stór (#6027) - 17 mm
  • Auðveldar að ná taki á nálinni. 2 stk. í pakka.
    • Með fingurbjörgina á vísifingri er auðveldara að draga nálina í gegnum efnið.
    • Sveigjanleg svo hún passi betur á fingurinn.
    • Örsmá göt svo fingurbjörgin andi.
    Fást í tveimur stærðum
    • Miðstærð (#6031) - 16 mm
    • Stór (#6032) - 18 mm
    • Nálarnar eru með gyllt auga. Efst er U-laga op sem strekktur þráðurinn er lagður ofan á og smokrað í gegn. Þannig þræðist nálin án þess að stinga þurfi í gegnum nálaraugað. Sparar tíma og auðveldar þræðingu.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir.
    • 5 stk. í pakka í mismunandi stærðum.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem auðveldara er að þræða.
    • Nálarnar eru sérstaklega hertar svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir.
  • CLOVER bútasaumsnálar fyrir handsaum. Fæst í mismunandi grófleikum. Hærra nr. = fínni nál.
    • Stuttar
    • Gott að þræða
    • Beittur oddur
    • Renna vel í gegnum efnið
    • Lengd: 22,7 mm
Go to Top