- Stutt: 23-41 cm (#3161)
- Löng: 61-91 cm (#3162)
-
Prjónasnúra úr mjúku efni. Snúran er með stuttum prjóni á öðrum endanum til að þræða í gegnum lykkjurnar sem á að geyma. Prjóninum er svo stungið inn í tappa á hinum endanum og hægt að draga snúruna í gegn eins langt og þarf. Öruggt og þægilegt. Styttri snúran er algjör snilld til að geyma lykkjur í handvegi eða hálsmáli og sú lengri fyrir lykkjur á bol, t.d. þegar peysa er prjónuð ofan frá og mátuð. Tvær lengdir fáanlegar
-
- Grófleiki: Smáband /sport
- Innihald: 40% ull, 25% silki, 25% nælon, 10% mohair
- Lengd/þyngd: 300m/100g
- Prjónar: 3-4 mm
- Prjónfesta: 23-26 lykkjur = 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
-
ADDI Crasy Trio eru þríprjónar eða þrír bognir prjónar með stuttri snúru í miðjunni. Þeir eru 26cm langir og hver prjónn er með einum beittum oddi og einum bljúgum. Þannig er hægt að velja hvorum oddinum er prjónað með. Þeir henta í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermaprjón. Fást í 4 - 8 mm. Fást einnig 26cm langir fyrir sömu not og að auki ermaprjón á fullorðins peysur.
-
Afsláttur!
- Grófleiki: Þykkband / aran / worsted
- Innihald: 100% bómull
- Lengd/þyngd: 80m/50g
- Prjónar: 5-5,5 mm
- Prjónfesta: 19 lykkjur og 26 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Ullarvagga 30°C
-
Garn: Love Story í 4 litum (sjá fyrir neðan).Prjónar: Hringprjónn 80-100 cm 3 ½ mm. Í uppskriftinni er ítarleg vinnulýsing og hún er seld sem pdf skjal og er á íslensku.Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Einnig er hægt að smella á slóð sem er í tölvupósti sem sendur er eftir kaupin.
-
Mömmugull Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo að auðvelt sé að festa við flíkina. Stærð 2,5 x 2,5 cm Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
-
Þetta prjónaveski eða prjónahirsla er hönnuð með þarfir prjónarans í huga. Þægilegt til að hafa hringprjónana á einum stað og gott skipuleg á þeim. Veskið er með rennilás á þremur hliðum og opnast eins og harmonikka. Ellefu vasar geyma allar stærðir af hringprjónum. Það fylgja með ómerktir límmiðar í pastellitum til að merkja vasana í samræmi við þína prjónaeign. Ytra byrðið er úr sterku bómullakakí, bryddað með leðurlíki. Þægilegt handfang til að halda á töskunni. Málmfestingar eru úr messing.
Stærð: 20 x 14 x 7,5 cm Hannað fyrir skapandi einstaklinga heima eða á ferðinni. Sjá einnig Hook & Needle skipulagsmöppuna sem er í stíl og kemur í sömu litum. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun. -
Afsláttur!
- Grófleiki: Fínband / Fingering / 4ply
- Innihald: 100% bresk ull, spunnin og lituð í Yorkshire
- Lengd/þyngd: 116m/25g
- Prjónar: 2,75 - 3,25 mm
- Prjónfesta: 27 - 32 L = 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
-
KnitPro DREAMZ hringprjónar er úr birki með góðum oddi, sléttri áferð og lipurri snúru. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Dreamz sokkaprjóna, styttri og lengri, og prjónaodda og snúrur til að skrúfa saman. Hver grófleiki er í sérstökum lit. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Prjónarnir eru til í 40 cm, 60 cm og 80cm lengdum. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni. Hvert kefli er 30m (á meðan það eru 8m á hefðbundinni dokku).
-
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.
-
Hefðbundnir sokkaprjónar frá Addi sem eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón of ungbarnaermar. Colibri prjónarnir eru úr áli og hver prjón er í sérstökum lit. Þeir hafa slétta áferð og eru léttir. Annar oddurinn er beittari og hinn er bljúgari þannig að hægt er að velja hvaða oddi er beitt eftir verkefni. Kosturinn við álprjóna er að þeir brotna ekki og allir prjónar frá Addi eru lausir við nikkel. Fást einnig 20-23 cm langir.