• Púðinn er saumaður á ámálaðan stramma með ullargarni. Nál fylgir og leiðbeiningar um hvernig á að sauma körfusporið (nánast eins og hálfur krossaumur) sem notað er. Hönnuður: Kaffe Fassett Stærð: 46 cm x 46 cm Þéttleiki: 30 spor / 10 cm.
  • Maker's Canvas Satchel taskan er fyrir þá sem vilja það besta. Hún er hönnuð í anda gömlu læknataskanna. Hún opnast vel og helst opin þannig að auðvelt er að hafa yfirlit yfir allt innihaldið. Botninn er flatur og því stendur taskan vel og getur virkað sem karfa á meðan prjónað er. Tvær krækjur loka töskunni, það er fullt af vösum og stöðum til að geyma allt smádótið og verkefnin. Bryddingar, höldur o.fl. eru úr leðri með festingum úr antík bronsi. Hugað  er að öllum smáatriðum. Taskan er nútímaleg og hefðbundin í senn, hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Góð handtaska fyrir prjónalífið og hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
  • Útsaumsnámskeið með Adriana Torres (Miga de Pan).

    Adriana kemur til okkar alla leið frá Argentínu og heldur námskeið fyrir áhugafólk um útsaum. Fimm klst. tveggja eftirmiðdaga helgarnámskeið á verkinu PLAY & STITCH. Tími: Laugardagur 23. ágúst kl. 13:30 - 16:15 (með 15 mín kaffihléi). Sunnudagur 24. ágúst kl. 13:30 - 16:15 (með 15 mín kaffihléi). Staður: Storkurinn, Síðumúla 20, 108 Reykjavík Greiða þarf fyrir námskeiðið um leið og skráning fer fram, sjá hnapp neðar í síðunni til að setja vöru í körfu. Námskeiðslýsing: PLAY & STITCH Hleyptu sköpunargleðinni lausri með því að sauma út þína eigin útgáfu af hinum þekkta peysu-stól. Á þessu sérstaka námskeiði færðu tækifæri til að sökkva þér í útsaumsheiminn hennar Adriönu Torres og finna í leiðinni þinn sköpunarkraft og virkja hann í útsauminn. Hvort sem þú ert reynslubolti eða rétt að byrja þá gæti þetta námskeið hjálpað þér að finna sköpunargleðina. Með skemmtilegri nálgun mun Adriana leiða ykkur í gegnum ferlið og aðstoða ykkur við að skapa ykkar eigin peysu-stól. Til að taka þátt í þessu námskeiði þarf ekki að hafa reynslu í útsaumi. Í þessu 5 klst. námskeiði munið þið læra mörg ný útsaumsspor, eins og Colcha sporið, Towel sporið, Quaker sporið, argentínskan hnút, argentínskan ferhyrndan hnút og argentínsk takkaspor o.fl. Þetta eru ný spor sem Adriana kynnir í fyrsta skipti á ferðalagi hennar um Evrópu, Ameríku og Asíu. Innifalið: Útsaumsefni, útsaumsgarn og bæklingur með sporgerðum, kaffi/te og hressing í hléi. Ykkur er velkomið að taka með ykkar eigið útsaumsgarn og nálar. Hafa meðferðis: Takið með ykkur útsaumsskæri og lítinn (10-12 cm) útsaumshring (hvoru tveggja verður hægt að kaupa í Storkinum). Erfiðleikastig: Adriana gerir ekki kröfu um reynslu í útsaumi, það er auðvitað gott að hafa snert nál áður til að fá sem mest út úr námskeiðinu. Þetta námskeið er fyrir ykkur sem viljið taka þátt í skapandi vinnustofu og læra nýjar útsaumsaðfeðir. Á báðum námskeiðunum The Forest Alphabet og Play & Stitch verða tekin fyrir samskonar spor eins og Colcha sprorið, Towel sporið, Quaker sporið, argentínska hnúta og ferhyrnda hnúta og argentínsk takkaspor, auk annarra spora. Þótt grunnurinn sé sá sami þá eru námskeiðin ólík, bæði þemað og nálgunin. Adriana byrjaði að sauma út stóla með peysum 2008, þegar hún fór að setja saman í teikningu tvo hversdagslega hluti sem hún hélt upp á. Áhugi hennar á stólahönnun er hægt að rekja aftur til þess tíma þegar hún var nemandi í arkitektúr, uppgötvaði Bauhaus og hönnun Marcel Breuer og Gerrit Rietveld. Hún hugsar offt um setninguna sem Gaston Bachelard lét hafa eftir sér “without the unexpected crossing of two images there is no imagination.” Fyrir hann var ímyndaraflið ferli sálarinnar og er aðeins hægt að útskýra með því að túlka myndmálið sjálft. Fyrir utan stóla og handprjónaðar peysur hefur Adriana alltaf haft áhuga á öðruvísi hlutum - því einstaka. Endurtekningin á peysustólunum sýnir ástríðu hennar fyrir viðfangsefninu, eins og hollenski málarinn Klaas Gubbels málaði endurtekið kaffikönnur og íslenski málarinn Stórval málaði Herðubreið aftur og aftur. Adriana er sannfærð um að hún muni halda áfram að mála og sauma út stóla með peysum það sem eftir er af ævinni.
Go to Top