Fullorðinssokkar fyrir URTH Uneek randalitaða sokkagarnið. Þessir sokkar eru prjónaðir frá tá og upp en þannig er hægt að nýta garnið best.
Þessa uppskrift er hægt að sækja FRÍTT sem pdf skjal og hún er á ensku.
REINDEER JACKET eða HREINDÝRA JAKKI er uppskrift frá Rowan úr Felted Tweed garninu þeirra sem er mjög létt og hentar í tvíbandaprjón. Fæst í yfir 50 litum.
Peysan er prjónuð í stykkjum með tvíbandaprjóni í tveimur litum og er með sjalkraga. Litirnir og mynstrið gera hana vetrarlega og jafnvel jólalega.