-
Vettlingapakki Kurzeme #11 Þessar pakkningar innihalda vettlingauppskrift með mynsturteikningu og ullargarni. Vettlingamynstrið er hefðbundið frá svæðinu Kurzeme í Lettlandi. Hvert vettlingapar hefur sína sögu og sína merkingu. Í Lettlandi hafa vettlingar verið aðalgjafirnar um aldaskeið. Nú til dags eru þeir, í öllum sínum litríku útgáfum, enn mikilvægur hluti af vetrarklæðnaði fólks. Allar pakkningarnar innihalda 100% nýull frá bóndabæ í eigu fjölskyldu sem vinnur ullina sjálf fyrir spunann. Allt er handgert, þ.m.t. kassinn. Í Knit Like a Latvian pakkningunni er:
- litprentuð mynsturteikning
- 100% ull í litum sem duga í vettlingapar í stærð M/L
- vettlingauppskrift
-
Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2025)Mjúkspjalda | 161 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 850 g | Mál: 240 x 310 mm ROWAN tímaritin koma út tvisvar á ári, vor- og sumarblað og haust- og vetrarblað. Hver tímarit er fullt af uppskriftum fyrir dömur og herra, peysur og fylgihlutir eftir helstu hönnuði Rowan hvers tíma. Flestar uppskriftirnar eru fyrir prjón en það eru einnig hekluppskriftir inn á milli. Í nýjustu blöðunum hefur peysum sem eru prjónaðar í hring og jafnvel ofan frá fjölgað. Storkurinn er ein af fáum garnbúðum sem hafa selt Rowan garn og tímarit frá upphafi Rowan. Við eigum því sýnishorn af öllum útgefnum blöðum og mörg þeirra eru enn í sölu.
-
Þessi frábæra bók er á leiðinni til okkar aftur vegna mikillar eftirspurnar. Við höfum selt á annað hundrað eintök til þessa og það er skiljanlegt því bókin er gimsteinn! Höfundur: Maruta Grasmane Útgefandi: Senā Klēts (The Old Granary) (2015)Harðspjalda | 438 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.450 g | Mál: 28,5 x 16 cmMITTENS OF LATVIA er bók frá þjóðminjasafninu í Lettlandi með 178 hefðbundnum lettneskum vettlingamynstrum. Fjallað er um lettneska vettlingahefð og prjóntækni sem tengist þeirra vettlingaprjóni. Hver vettlingur er með mynsturteikningu í lit. Útskýrt er hvað táknin í mynstrunum þýða. Vettlingana er margra að finna á minjasöfnum í Lettlandi og eru frá 18. öld. Ótrúlega falleg og eiguleg bók sem allt áhugafólk um vettlinga ætti að eignast. Höfundurinn Maruta Grasmane er þjóðfræðingur og rannsakaði lettnesku vettlingahefðina og færði í þessa fræðandi og fallegu bók. Þetta er yfirgripsmesta bók sem komið hefur út um lettneska vettlinga til þessa.
-
Höfundur: Marianne Isager Útgefandi: ISAGER ApS 2024Harðspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 29,5 x 23 cm
A KNITTING LIFE - Back to Tversted
„A Knitting Life – Back to Tversted“ er bók um fyrstu tuttugu ár Marianne Isager sem prjónahönnuður og eigandi garnfyrirtækisins ISAGER. Marianne segir frá arfleifð sinni, frá Åse Lund Jensen og hvernig hún samræmdi fjölskyldulíf og prjónalíf í litla þorpinu Tversted.
Bókin inniheldur sögur og myndir frá áttunda og níunda áratugnum, auk 15 nýrra uppskrifta með prjónaleiðbeiningum sem nota sömu aðferðir og sjá má í hönnun frá þessum tveimur áratugum.
Leiðréttingar má finna HÉR.
-
Höfundur: Marianne Isager Útgefandi: ISAGER ApS 2024Harðspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 29,5 x 23 cm
A Knitting Life – Out into the World
Breytumst við sem manneskjur í gegnum lífsreynslu okkar? Staðirnir sem við búum á; samtöl við fólkið sem við hittum; ferðalög til annarra landa; þátttaka í sérstökum atburðum. Hvað er það sem mótar og hefur áhrif á handverksfólk?
A Knitting Life – Out into the World er önnur bókin af þremur þar sem Marianne Isager deilir prjónalífi sínu í gegnum fimm áratugi.
Það var ekki fyrr en á tíunda áratugnum sem Marianne Isager fór virkilega að kanna heiminn. Í þessari bók fylgjumst við með ferðalögum hennar til Suður-Ameríku, Afríku, Grænlands og Nepal. Á þessum ferðalögum opnast dyr að heimi óþrjótandi innblásturs. Þar eru það ekki aðeins mynstrin í vefnaði, körfum og leirkerum sem hrífa, heldur einnig arkitektúr, landslag og öll þau undur sem fylla hug og sál þegar maður heimsækir nýjan stað í fyrsta sinn og upplifir hefðirnar, matinn, fólkið og söguna sem smám saman læðist inn í merg og bein.
Eins og í fyrstu bókinni eru hér kynnt þekkt hönnun eftir Marianne sem mörg hver endurspegla tískuna á sínum tíma. Í þessari bók eru einnig 16 ný prjónaverk með uppskriftum, öll innblásin af ferðalögum hennar, þar sem handverk og gæða garn mætast á einstakan hátt.Á þessum árum ferðalaga er heimabær Marianne, Tversted í Norður-Danmörku, fasti punkturinn í lífi hennar. Þar er einnig staðsett garnfyrirtækið Isager, sem Marianne rekur ásamt dóttur sinni, Helgu Isager.
-
Höfundur: Marianne Isager Útgefandi: ISAGER ApS 2024Harðspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1.300 g | Mál: 29,5 x 23 cm
A Knitting Life 3 – Tokyo Tversted
Marianne skrifar í formála bókarinnar:
„Í fermingargjöf fékk ég tvo fallega tréskorna hluti frá frænda mínum, Niels. Þessi gjöf vakti áhuga minn á japanskri list og síðar, þegar japanskir tískuhönnuðir fóru að ryðja sér til rúms í vestrænum tískuheimi, jókst forvitni mín um þetta heillandi land enn frekar. Árið 2001 kynntist ég eiginmanni mínum, Nels, sem þá bjó og starfaði í Tókýó; þetta markaði upphaf af 15 árum af ferðalögum milli Japans og Danmerkur – og jafnframt upphaf margra auðgandi upplifana.Prjónasköpun mín er alltaf innblásin af því sem gerist í kringum mig – reynslu úr daglegu lífi og ferðalögum. Langar dvalir mínar í Japan urðu mikilvæg uppspretta innblásturs. Þessi bók fjallar um líf mitt í Japan og það sem veitti mér innblástur á þessari vegferð.“
Leiðréttingar HÉR.
-
Höfundur: Helga Isager & Helga Jóna Thórunnardóttir Útgefandi: ISAGER ApS 2024Harðspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 500 g | Mál: 24,5 x 17,5 cm
Handcraft
HANDCRAFT er samstarfsverkefni Helgu Jónu Þórunnardóttur og Helgu Isager.
Þessi prjónabók inniheldur eitt grunnmynstur fyrir fingravettlinga og eitt fyrir venjulega vettlinga, með fjölbreyttum prjónamynstrum og mismunandi stroffi. Fallegar teikningar eftir japanska myndskreytinn Toshiko Koikegami sýna þá tækni sem notuð er í bókinni.
Bókin er 112 blaðsíður.
Í formála bókarinnar skrifa þær:
„Hugmyndin að Handcraft kviknaði út frá sameiginlegri ástríðu okkar fyrir tækni og smáatriðum. Við höfum kennt prjónanámskeið saman í nokkur ár og nálgumst handverkið með sömu nákvæmni og natni. Hægt er að bæta hönnun með því að tryggja að lykkjurnar liggi fullkomlega, eða jafnvel með því að bæta við nokkrum lykkjum til að ná fram fallegum kanti. Kannski tökum við einar eftir muninum, en dýptin í ánægjunni sem fylgir því að klára vandað handverk knýr okkur áfram og tryggir að peysurnar eða treflarnir nýtist árum saman.
Okkur langaði að búa til bók með safni af nokkrum uppáhalds aðferðum og hönnunum okkar. Við komumst að því að vettlingar og fingravettlingar væru kjörin valkostur, því í svo litlum hlutum þarf að beita ótrúlega mörgum tækniatriðum. Form vettlinga hefur í raun ekki breyst í aldir, þar sem þeir þurfa að laga sig að lögun mannshandarinnar. Hugmyndin okkar var að skrifa klassíska bók sem prjónarar geta notað sem litla handbók – hvort sem verið er að rifja upp tækni til að prjóna vettling eða peysu.“