• Höfundur: Lulu Compotine
    Útgefandi: Search Press (2024) Mjúkspjalda | 112 bls. Stærð: 260 x 205 mm Tungumál: Enska Þyngd: 400 g Lulu's Crochet Dolls: 8 adorable dolls and accessories to crochet eftir Lulu Compotine Fallegar og krúttlegar dúkkur til þess að hekla, ásamt fötum, fylghlutum og dýrum.
  • Höfundur: Jamie Lomax Útgefandi: David & Charles (2024)
    Mjúkspjalda | 145 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 580 g | Mál: 210  x 275 mm  
  • Höfundur: ROWAN Útgefandi: Rowan (2025)
    Mjúkspjalda | 161 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 850 g | Mál: ‎240 x 310 mm ROWAN tímaritin koma út tvisvar á ári, vor- og sumarblað og haust- og vetrarblað. Hver tímarit er fullt af uppskriftum fyrir dömur og herra, peysur og fylgihlutir eftir helstu hönnuði Rowan hvers tíma. Flestar uppskriftirnar eru fyrir prjón en það eru einnig hekluppskriftir inn á milli. Í nýjustu blöðunum hefur peysum sem eru prjónaðar í hring og jafnvel ofan frá fjölgað. Storkurinn er ein af fáum garnbúðum sem hafa selt Rowan garn og tímarit frá upphafi Rowan. Við eigum því sýnishorn af öllum útgefnum blöðum og mörg þeirra eru enn í sölu.
  • Hver teinn er þræddur í gegnum brúnina á sjalinu eða peysunni sem á að strekkja eða móta. Teinninn er svo festur með T-pinnunum. Allir teinar eru úr ryðfríu stáli. Innihald: Hólkur með 6 teinum 95cm á lengd, 6 teinum 50cm á lengd, 3 sveigjanlegum teinum 95cm á lengd, 1 málband & 20 T-pinnar.
  • POMPOM #48 Árstímabundin tímarit frá Bretlandi, uppfull af áhugaverðri prjónhönnun. Ritstjórarnir velja til samstarfs mismunandi hönnuði hverju sinni og reyna að hafa gott úrval af peysum og fylgihlutum. Vel gerðar uppskriftir, klassískar í bland við nýstárlegar. Eitthvað fyrir alla! ATH. Þetta er síðasta tölublað Pompom.
  • Höfundur: Debbie Tomkies Útgefandi: David & Charles (2024)
    Mjúkspjalda | 176 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 514 g | Mál: 190  x 246 mm The Cable Knitting Stitch Dictionary covers all the essential skills needed to produce successful cables, such as cable terminology, how to read and follow cable charts, spotting and correcting errors, and handy tips and tricks for beginners. There are skill level flags so readers can learn as they go, and mix and match ideas for combining different cable designs. As well as the written patterns there are charts for each of the designs alongside life-size photography of the knitted samples stitched up in high-definition yarn. The book begins with a series of classic cables and then moves on to more detailed cables progressing in complexity from combination cables and panels to all over designs and motifs. It then moves on to explaining how to incorporate other techniques like colorwork. The key stitches required are explained with step-by-step photography and instructions. And there is a chapter about creating your own designs with cables which explores how to chart your own cables, how cables affect the drape of the fabric and ways to adapt this, choosing the right yarn and cable placement. The ‘mix and match’ feature for combining cables flags the row pattern repeat and stitch multiples so you can see if it would work in a specific project. There is also information about the stocking stitch equivalent which is essential when doing a gauge swatch in order to know how wide the cable pattern should be. By taking the best of the traditional cable designs and blending them with contemporary cables, this collection will be a valued reference for any knitter.
  • Höfundur: Kaffe Fassett
    Útgefandi: Taunton Press (2008)
    Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 730 g | 220 x 280 mm  Hér eru 20 falleg bútateppi frá Kaffe Fassett í blómlegu þema. Teppin eru öll mynduð með enska garða sem bakgrunn. Efnin sem eru notuð í teppin eru einstök; hönnuð af Kaffe Fassett sjálfum, litrík og falleg. Teppin eru hönnuð af honum og útfærð af þeim þekktu Lizu Prior-Lucy, Pauline Smith og Robert Horton. Góðar leiðbeiningar fylgja í máli, myndum, teikningum og sniðum. Að auki deilir Kaffe Fassett með lesendum góð ráð eftir 30 ára reynslu í bútasaumi. Bók sem aðdáendur Kaffe Fassett munu elska.  
    • Grófleiki: Smáband / Sport
    • Innihald: 75% ull og 25% nylon
    • Lengd/þyngd: 400m/150g
    • Prjónar: 3 - 4 mm
    • Prjónfesta: 25 lykkjur og 30 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur: Ullarvagga, 30°C
  • Höfundur: Stella Ruhe Útgefandi: Search Press Ltd (2020)
    Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 798 g | Mál: 200 x 280 x 15 mm

    Traditional Dutch Ganseys for Children : Over 40 Sweaters to Knit from 30 Fishing Villages

    Frá um 1875 til 1950 notuðu hollenskir sjómenn peysur með sérstökum mynstrum einungis prjónuð með sléttri og brugðinni lykkju, stundum einnig köðlum. Þessar peysur (ganseys á ensku) urðu að einkennistákni hollensku sjómannanna sem notuðu þær.  Mörg börn úr fjölskyldum sjómannanna notuðu sams konar peysur og fundist hafa margar myndir undanfarin ár sem sýna þessa peysuhefð. Stella Ruhe hefur áður skrifað tvær bækur um duggarapeysuhefðina en í þetta sinni beinir hún sjónum að barnapeysum. Í bókinni eru 40 peysuuppskriftir frá 30 ólíkum hollenskum þorpum. Uppskriftirnar byggja á upprunalegum mynstrum sem fjölskyldur hafa deilt svo og þeim sem hafa fundist í skjalasöfnum. Stærðirnar eru fyrir 1 til 14 ára, en auðvelt er að breyta stærðum eftir leiðbeiningum frá höfundi í bókinni. Mynsturteikning fylgir með hverri uppskrift.
  • Höfundur: Kazuko Aoki Útgefandi: Shambhala Publications Inc (2015)
    Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 340 g | Mál: 211 x 258 x 6 mm

    The Embroidered Garden : Stitching through the Seasons of a Flower Garden

    Dásamlega falleg útsaumsbók eftir japanska höfundinn Kazuko Aoki. Það sést að áhugasviðið nær yfir garðyrkju jafnt sem útsaum. Kazuko Aoki yfirfærir fegurðina úr garðinum yfir í útsauminn á einstakan hátt. Fjörtíu mynstur endurspegla blómagarðinn og líka býflugurnar og fiðrildin. Teikningarnar sýna verkefnin vel og fyrir þá sem þurfa þá er aðferðirnar líka útskýrðar vel. Útsauminn er svo hægt að útfæra í barmnælur, bókakápur, nálapúða og poka.
  • Höfundur: Lucinda Guy Útgefandi: Trafalgar Square (2005) Harðspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 649 g | Mál: 215.4 x 260.6 x 14,22 mm

    Handknits for Kids : 25 Original Designs for Girls and Boys

    Frá hönnuðinum Lucindu Guy hafa komið nokkrar skemmtilegar bækur sem hafa verið uippseldar i langan tíma. Loksins fengum við aftur þessa bók sem inniheldur 25 fallegar flíkur og fylgihlutir fyrir stráka og stelpur frá 2 til 5 ára. Þá er einnig leikföng í henni, sætar mýs. Fókusinn er á myndprjónið. Lucinda hefur einstakan stíl og prjónhönnun hennar gleður augað.
  • Höfundur: Kazuko Aoki Útgefandi: Roost Books (2020)
    Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 340 g | Mál: 191 x 210 mm Fíflar og fjólur, sveppir og haustlauf, náttúran er kveikja höfundar að fallegum, fíngerðum útsaumsmyndum.  Teikningarnar eru fallegar og bjóða upp á enn fallegri útsaum. Bókin er ríkulega myndskreyttm með góður leiðbeiningum og vinnulýsingum. Frábær fyrir alla sem hafa áhuga á frjálsum útsaumi. Kazuko Aoki er vinsæll útsaumari í Japan. Hún notar náttúruna til að inspírara sig, bæði garðinn heima og jurtir sem verða á vegi hennar á gönguferðum. Eftir listaskólanám í Japan stundaði hún nám í textíl í Svíþjóð. Hún er höfundur margra útsaumsbóka.
  • KATLA

    4.495kr.
    • Grófleiki: Smáband eða léttband / sport eða DK
    • Innihald: 100% íslensk ull
    • Lengd/þyngd: 220m/100g
    • Prjónar: 2–4 mm
    • Prjónfesta: 24-32 L á prjóna 2-4 mm = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur í ylvolgu eða köldu vatni
  • "Quick-Cut" er þráðskeri sem flýtir fyrir þegar klippa þarf þræði eftir saumaskap. Hannaður til að skera á þræði fljótt og örugglega.
    • Auðvelt aðgengi.
    • Hentar jafnt tvinna sem garni.
    • Fingurnir geta ekki snert hnífinn sem eykur öryggið.
    Þegar skurðarblaðið missir bitið er skífunni snúið allt að 12 sinnum. Eftir það er auðvelt að skipta um skurðarblaðið sem er í staðlaðri 45 mm stærð fyrir skurðarhnífa Clovers.
  • Höfundur: Yumiko Higuchi
    Útgefandi: Roost Books (2021) Harðspjalda | 96 bls. Stærð: 200 x 211 x 9 mm Tungumál: Enska Þyngd: 270 g Falleg og aðgengileg bók með útsaums myndum og sauma verkefnum úr dýraríkinu. Frá úlfum, köttum, uglum, sebrahestum og pöndum, fallegum fuglum og krúttlegum kanínum. Bókin inniheldur 25 mótíf og mynstur ásamt greinagóðum útskýringum teikningum fyrir sporin sem notuð eru.
  • Ullarskafa til að hreinsa ló af ullarflíkum sem hnökra. Stundum hnökra peysur, sérstaklega ef þær eru prjónaðar úr mjúkri, snúðlinri ull. Oft eru þetta laus hár að ganga úr bandinu og peysan þannig að hreinsa sig. En stundum hnökra flíkur á álagssvæðum. Hver sem ástæðan er er gott að eiga áhald til að ná lónni af án þess að skemma peysuna eða þynna hana. Gleener er búið að margsanna notagildi sitt. Það fylgja þrír kambar með sem auðvelt er að skipta um, auk fatabursta. Fínn kambur fyrir fíngerðustu peysurnar, jafnvel úr silki eða silkiblöndu, miðlungs grófleiki sem hentar á flestar peysur og grófasti sem væri góður kambur fyrir lopapeysur eða sambærilegt garn. Gleener fæst til heimilisnota með góðu handfangi, en einnig í smærri útgáfu fyrir ferðalög. Þá er kamburinn jafnbreiður en án handfangs. Gleener er ekki bara fyrir peysur heldur einnig húsgögn, teppi og aðrar flíkur. Fataburstinn sem fylgir er upplagður til að ná dýrahárum og öðru lausu af. Engar rafhlöður. Gott fyrir umhverfið og hjálpar þér að láta flíkur og annan textíl endast lengur.  
  • Höfundur: Linka Neumann Útgefandi: Lind & Co (2021)
    Mjúkspjalda | 143 bls. Tungumál: Sænska Þyngd: 670 g | Mál: 200 x 257 x 15 mm 

    Ævintýrið heldur áfram - meira af peysum fyrir yngri og eldri frá Linka Neumann

    Hér er önnur bók Linku Neumann með meira af flottum útivistarpeysum fyrir börn og fullorðna. Margar peysur úr bókinni eiga eftir að rata í jólapakka fjölskyldunnar. Bókin inniheldur 26 prjónaverkefni; peysur, vettlingar, húfur og fleira. Mynsturteikninfar fylgja öllum uppskriftum og myndirnar í bókinni munu fylla alla prjónara innblæstri því þær eru svo fallegar. Peysurnar er bæði í anda lopapeysunnar með hringmynstri á axlastykkinu, en líka með ísettum ermum og laskaermum. Stærð barna er breytileg og því borgar sig alltaf að mæla barnið sem á að fá peysuna, fremur en að styðjast eingöngu við aldur.  
  • Höfundur: Anna Nikipirowicz
    Ùtgefandi: David & Charles (2024)
    Linspjalda | 176 bls. Þyngd: 580 g |  Mál: ‎190 x 245 x 12 mm 

    Mosaic Chart Directorry for Knitting + Crochet

    • Mósaík er litskipti tækni sem hjálpar þér að gera flókin endurtekin munstur án þess að skipta um lit í miðri umferð.
    • Byrjendur jafnt og lengra komnir geta notast við mynstrin. Aðeins grunnþekkingu í hekli eða prjóni er krafist, en það er líka sýnt í bókinni.
    • Prjónarar og heklarar geta notað sömu aðgengilegu mynstrin.
    • Lengra komnir geta nýtt sér þessi mynstur og aðferðir og prjónað/heklað þau í flíkur.
     
  • Strekkingagafflar úr Mindful línunni frá Knit Pro. Ætlaðir til að strekkja sjöl eða annað sem á að halda formi. Hægt er að festa þráð við gaffalana og strekkja á milli þeirra til að mynda beina línu. Pinnarnir eru úr ryðfríum málmi. Þægilegt í notkun og flýtir fyrir allri strekkingarvinnu. Innihald: 20 strekkingagafflar (12 gafflar með 8 pinnum og 8 gafflar með 4 pinnum).
  • Hringur sem er teljari. Telur upp í 99. Mismunandi stærðir í boði. Flestir hafa hringinn/teljarann á vísifingri eða þumli. Stærðir 7, 8, 9, 10, 11 og 12.
  • Höfundur: Katrina Rodabaugh Útgefandi: Abrams (2018)
    Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 920 g | Mál: ‎186 x 236 x 22 mm

    Mending Matters: Stitch, Patch, and Repair Your Favorite Denim & More

    Mending Matters er bók fyrir þá sem vilja læra aðferðir við að gera við fatnað og fá hugmyndir að skemmtilegum útfærslum. Aðferðirnar skila nútímalegum og áberandi viðgerðum (engin ástæða til að þær sjáist ekki) með hefðbundnum sporum. Í grunninn eru aðferðirnar einfaldar en útfærslurnar geta verið margar.
    Í dag eru fataviðgerðir ekki aðeins skynsamlegar til að lengja líf fatnaðar, heldur nauðsynlegar fyrir umhverfið. Höfundurinn Katrina Rodabaugh fer í gegnum alls konar hugmyndafræði sem tengist fataviðgerðum í þessari bók, auk þess að undirstrika mikilvægi handavinnu.
  • Höfundur: Hikaru Noguchi Útgefandi: Hawthorn Press (2019)
    Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 350 g | Mál: 186 x 256 mm Umhverfismálin eru að hafa þau áhrif að við viljum endurhugsa hvernig við nýtum fatnaðinn okkar. Það er aftur orðið göfugt og skynsamlegt að gera við fatnaðinn til að vinna gegn hraðtískunni og sóuninni sem á sér stað.  Viðgerðirnar mega sjást og þess vegna prýða fatnaðinn, skreyta hann um leið og líftíminn er lengdur. Viðgerðirnar gera uppáhaldsflíkina þína enn persónulegri og bjargar henni frá því að verða að landfyllingu. Þetta er fyrsta útgáfan á ensku frá Hikaru Noguchi sem er orðin þekkt í Japan fyrir aðferðir sínar í fataviðgerðum. Nákvæmar vinnulýsingar, skref fyrir skref, svo að m.a.s. byrjendur í saumi geta fylgt þeim.  Ljósmyndirnar endurspegla listræna nálgun hönnuðarins.
  • LAINE TUTTUGU OG FJÖGUR Drottningarviðtal við Nönnu hjá Knittable í þessu tölublaði!!! Ekki á hverjm degi sem íslenskir prjónafrömuðir eru í viðtali í svona flottu tímariti. Finnskt tímarit (á ensku) með prjónhönnun á heimsmælikvarða. Margir hönnuðir leggja hönd á plóg og tryggja úrval að áhugaverðum peysum og fylgihlutum. Mikil áhersla er lögð á greinagóðar uppskriftir. Þá fyglir ein mataruppskrift að auki. Stílhreint tímarit á ensku með fallegri myndatöku. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að LAINE tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að LAINE kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
  • Höfundur: Kaffe Fassett
    Útgefandi: Taunton Press (2014)
    Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 725 g | 220 x 280 mm  Ferðalag til Marokkó! Þetta er sextánda bókin hans Kaffe Fassett og hún inniheldur 20 bútateppi, hvert öðru fallegra. Öll inspírerðum af byggingum og list í Marokkó. Myndirnar eru teknar í Fez - miðaldaborg í Marokkó, þar sem litadýrðin í mósaíkinu og byggingarstílnum er ólýsanleg. Eins og áður þá er Liza Prior aðalsamstarfskona hans við útfærslu bútateppanna. Góðar leiðbeiningar fylgja í máli og myndum, teikningum og sniðum auka góðra ráða frá Kaffe sjálfum.
Go to Top