Tungumál: Sænska
Þyngd: 350 g | Mál: 21 x 29,5 mm
NOVITA tímaritin koma út fjórum sinnum á ári; vor-, sumar-, haust- og vetrarblöð. Hvert tímarit með um eða yfir 40 uppskriftum fyrir börn, fullorðna og heimilið.
Uppskriftirnar eru með teikningum ef við á og er auðvelt að fylgja. Í hverju blaði er er kennsla á tiltekinni aðferð í hannyrðum.
-
- Grófleiki: Þykkband / Aran
- Innihald: 40% bómull, 35% alpakka, 25%ull
- Lengd/þyngd: 50 g/100 m
- Prjónar: 5 - 6 mm
- Prjónfesta: 14 lykkjur og 22 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Handþvottur við 30°C
-
Breidd 243 cm. Metraverð 3.300 kr. Selt í 50 cm lengdareiningum = 1.650 kr. HEIRLOOM vatt - 80% bómull / 20% pólíester. Þetta vatt hefur alla eiginleika bómullarvatts en er örlítið léttara og sterkara vegna pólýester blöndunnar. Hentar vel í bútasaumsteppi. 1 eining = 50 cm, 2 einingar = 100 cm, 3 einingar = 150 cm, 4 einingar = 200 cm, 5 einingar 250 cm o.s.frv.
-
Höfundur: Anna NikipirowiczÙtgefandi: David & Charles (2024)Linspjalda | 176 bls. Þyngd: 580 g | Mál: 190 x 245 x 12 mm
Mosaic Chart Directorry for Knitting + Crochet
- Mósaík er litskipti tækni sem hjálpar þér að gera flókin endurtekin munstur án þess að skipta um lit í miðri umferð.
- Byrjendur jafnt og lengra komnir geta notast við mynstrin. Aðeins grunnþekkingu í hekli eða prjóni er krafist, en það er líka sýnt í bókinni.
- Prjónarar og heklarar geta notað sömu aðgengilegu mynstrin.
- Lengra komnir geta nýtt sér þessi mynstur og aðferðir og prjónað/heklað þau í flíkur.
-
Höfundur: Nicholas Ball Útgefandi: Lucky Spool (2024)Harðspjalda | 176 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 1215 g | Mál: 225 x 285 mmImprov bútasaumur er ekki nýr af nálinni. Hann hefur sér mikla sögu og vekur áhuga og innblástur. Slíkur bútasaumur hefur lengi verið annað en bara til nytja. Improv bútasaumur getur verið með pólitísk skilaboð, minningar um fallna ástvini, hann getur verið heilandi og hann stendur einnig sem viðurkennt listform. Það eru bæði sögulegar skrásetningar og persónulegar sögur í þessari tvískinnu, ,Use & Ornament'.
-
Eco Vita #3. The Mender's Wardrobe
Útsaums- og mynsturbók frá DMC í Eco Vita línunni. Hér geta þau sem vilja lengja líf flíkanna sinna eða endurnýjað og skreytt með útsaumi fengið fullt af flottum hugmyndum. Í bókinni eru 21 hugmynd til að fegra og gera við fatnað með stæl. Hver flík mun endurspegla skapandi lífstíl og sjálfbærni! Allur útsaumur gerir ráð fyrir að notað sé DMC Eco Vita organic útsaumsgarnið. -
Eco Vita #1. The Botanist's Cabinet
Útsaums- og mynsturbók frá DMC í Eco Vita línunni. Mynstur furor b´æði frjálsan útsaum og krosssaum. Fjórtán mismunandi mynstur, hvert og eitt með góðum útskýringum, og myndum. Mynstrin eru öll saumuð með DMC Eco Vita organic útsaumsgarninu. -
Eco Vita Hemp útsaumsefni frá DMC Hampur er náttúrulegt vefjarefni úr jurtaríkinu og hentar vel í útsaumsefni. Áferðin líkist líni/hör. Fáanlegt í fjórum litum og hver bútur er 38,1 x 45,7 cm. Þetta er þéttofið efni og hentar vel frjálsan útsaum og flos. Frábært að sauma út með DMC Eco Vita organic útsaumsgarninu.
-
Höfundur: Yumiko Higuchi Útgefandi: Zakka Workshop (2022)Mjúkspjalda | 64 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 230 g | Mál: 190 x 230 mm Punch Needle bókin dregur nafn sitt af áhaldinu sem notað er við þessa tegund af útsaumi. Grófri nál, sem er hol að innan, og með skafti er þrýst í gegnum vel strekkt efni, hæfilega gisið svo nálið komist í gegnum efnið, en nógu þétt ofið svo það haldi vel við garnið. Þráðurinn liggur í gegnum holu nálina og hægt er að mynda lykkjur með garninu eða klippa þær upp og mynda flos. Höfundurinn Yumiko Higuchi sýnir með vinnulýsingum aðferðina og 11 litrík og vel útfærð verkefni á mismunandi erfiðleikastigum.
-
Höfundur: Arounna Hhounnoraj Útgefandi: Quadrille (2024)Harðspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 505 g | Mál: 160 x 210
Visible Mending eftir Arounna Khounnoraj
Arounna Khounnoraj sem er oft betur þekkt sem @bookhou á instagram er mikill útsaumsgúrú. Í þessari bók eru leiðbeinginar um hvernig má endurlífga og endurvinna flíkur og textíl af heimilinu.- 12 aðferðir til viðgerða
- 10 helstu saumspor sem notuð eru
- 12 verkefni sem kítla sköpunarkraftinn
-
Knit Pro DREAMZ Symfonie sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Í DREAMZ línunni er hver grófleiki í sér lit. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
Knit Pro DREAMZ sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Í DREAMZ línunni er hver grófleiki í sér lit. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
KnitPro DREAMZ hringprjónar er úr birki með góðum oddi, sléttri áferð og lipurri snúru. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Dreamz sokkaprjóna, styttri og lengri, og prjónaodda og snúrur til að skrúfa saman. Hver grófleiki er í sérstökum lit. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Prjónarnir eru til í 40 cm, 60 cm og 80cm lengdum. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
Symfonie DREAMZ prjónaoddarnir eru úr birki, hver grófleiki í sérstökum lit og fást í tveimur lengdum. Þessir eru 13 cm eða lengri og passa fyrir 60 cm og lengri snúrur. Hægt er að nota oddana á allar aðrar lengdir af snúrum eftir þörfum. Prjónaoddarnir eru skrúfaðir á snúrur sem fást í nokkrum lengdum. Snúrumegin við samskeytin eru göt þar sem meðfylgjandi pinna er stungið inn í til að herða og losa. Við mælum með því að pinninn sé alltaf notaður til og losa og festa prjónaodda og snúrur, annars getur prjónninn losnað á meðan prjónað er. Þægindin við að nota samsetta prjóna eru ótvíræð. Þá þarf maður ekki að eiga næstum eins marga prjóna, því samsetningarmöguleikarnir eru svo miklir.
-
Strekkingagafflar úr Mindful línunni frá Knit Pro. Ætlaðir til að strekkja sjöl eða annað sem á að halda formi. Hægt er að festa þráð við gaffalana og strekkja á milli þeirra til að mynda beina línu. Pinnarnir eru úr ryðfríum málmi. Þægilegt í notkun og flýtir fyrir allri strekkingarvinnu. Innihald: 20 strekkingagafflar (12 gafflar með 8 pinnum og 8 gafflar með 4 pinnum).