• Barnasokkar með tvíbandaprjóni.
    Þessa uppskrift er hægt að sækja FRÍTT sem pdf skjal og hún er á íslensku.
  • REINDEER JACKET eða HREINDÝRA JAKKI er uppskrift frá Rowan úr Felted Tweed garninu þeirra sem er mjög létt og hentar í tvíbandaprjón. Fæst í yfir 50 litum.

    Peysan er prjónuð í stykkjum með tvíbandaprjóni í tveimur litum og er með sjalkraga. Litirnir og mynstrið gera hana vetrarlega og jafnvel jólalega.

    Þessa uppskrift er hægt að sækja FRÍTT sem pdf skjal og hún er á ensku.
  • RANDALÍUS barnavettlingar með hliðarþumli. Sama hvor er á hægri og vinstri!
    Þessa uppskrift er hægt að sækja FRÍTT sem pdf skjal og hún er á íslensku.
  • Fullorðinssokkar fyrir URTH Uneek randalitaða sokkagarnið. Þessir sokkar eru prjónaðir frá legg og niður.
    Prjónastærð er 2,25 - 2,5 mm.
    Þessa uppskrift er hægt að sækja FRÍTT sem pdf skjal og hún er á ensku.
  • Fullorðinssokkar fyrir URTH Uneek randalitaða sokkagarnið. Þessir sokkar eru prjónaðir frá tá og upp en þannig er hægt að nýta garnið best.
    Þessa uppskrift er hægt að sækja FRÍTT sem pdf skjal og hún er á ensku.
  • Lestarsokkarnir vinsælu er frá Finnlandi. Með uppskriftinni fylgir sagan um tilurð sokkanna sem er mjög áhugaverð. Þetta er vinsæl flökkuuppskrift í Finnlandi og núna líka á Íslandi. Vinsældirnar eru skiljanlegar því sokkarnir eru einfaldir í prjóni, uppskriftin auðlærð og verkefnið þægilegt að hafa með á ferð. Þá eru sokkarnir sjálfir góðir og sérstaklega um það rætt að þeir tolli svo vel á fætinum á litlum börnum.
    Þessa uppskrift er hægt að sækja FRÍTT sem pdf skjal og hún er á íslensku.
  • Einfaldir sokkar á börn og fullorðna með bandhæl.
    Þessa uppskrift er hægt að sækja FRÍTT sem pdf skjal og hún er á íslensku.
  • Vatnsuppleysanlegt flíselín. Hentar vel í allan útsaum, bæði í höndum og á saumavél. Hentar vel í útsaum á prjón. Hægt að teikna mótíf á með blýanti eða penna og sauma svo út. Svo er flíselínið skolað af. 25 cm lengdareining = 450 kr. Metraverð 1.800 kr. Hver lengdareining er 25 cm x 90 cm (breidd efnisins). Hægt er að velja eina eða fleiri lengdareiningar og við afgreiðum efnið í einum bút. 1 eining = 25 cm, 2 einingar = 50 cm, 3 einingar = 75 cm, 4 einingar = 100 cm.
  • Útsaumsskæri frá FISKARS. Stærð 13 cm. Vönduð skæri unnin úr endurunnu og endurnýtanlegu hráefni.  Einstaklega þægileg og klippa vel.
  • Saumaskærasett frá FISKARS. Margnota skæri lengd 21 cm ásamt útsaumsskærum 13 cm. Vönduð skæri unnin úr endurunnu og endurnýtanlegu hráefni (renew).  Einstaklega þægileg og klippa vel.
  • Þriggja hluta sett frá FISKARS fyrir þau sem sauma bútasaum eða annað þar sem þarf að skera efni með nákvæmni. Settið er bæði fyrir byrjendur jafnt sem reynslubolta í saumaskap. Þetta sett er líka sniðugt fyrir þau sem eru að vinna með þæfingu/flóka. Skurðhnífurinn (45 cm) er notaður til að skera efni. Hnífurinn er mjög beittur og þegar hann er ekki í notkun er honum lokað til að hlífa skurðblaðinu. Skurðarblaðið er í staðlaðri stærð sem hægt að skipta um eftir þörfum. Mottan eru nauðsynlegt undirlag þegar hnífurinn er notaður (A2, 45 x 60 cm). Stikan er einnig nauðsynleg til að skera beinar línur (15 x 60 cm) – t.d. ferninga, þríhyrningar eða jafnvel stjörnur. Mottan og stikan er með mælieiningum í metrakerfinu (cm). Þetta þriggja hluta sett er einnig frábær gjöf fyrir saumafólk.
  • Lítil  og þægileg fingurbjörg. Nógu lítil til þess að frelsa fingrahreyfingar en veitir samt vörn fyrir nálastungum. Sérstakt lím fylgir sem heldur fingurbjörginni á sínum stað. Hverja límdoppu er hægt að endurnýta aftur og aftur. Inniheldur 1 málmdoppu og 8 límdoppur.
  • Lítil  og þægileg fingurbjörg. Nógu lítil til þess að frelsa fingrahreyfingar en veitir samt vörn fyrir nálastungum. Hægt er að nota hverja doppu aftur og aftur, límið helst í einhvern tíma. Inniheldur 12 leðurdoppur.
  • Afsláttur!

    FELICITY HALL – In the Frame

    Original price was: 16.995kr..Current price is: 10.197kr..

    IN THE FRAME útsaumspúði

    Púðinn er saumaður á ámálaðan stramma með ullargarni. Nál fylgir og leiðbeiningar um hvernig á að sauma perlu- eða körfusporið sem notað er (petit point á ensku). Hönnuður: Felicity Hall Stærð: 40 cm x 40 cm Þéttleiki: 55 spor / 10 cm.
  • Afsláttur!

    FELICITY HALL – Alpha II

    Original price was: 16.995kr..Current price is: 10.197kr..

    ALPHA II útsaumspúði

    Púðinn er saumaður á ámálaðan stramma með ullargarni. Nál fylgir og leiðbeiningar um hvernig á að sauma perlu- eða körfusporið sem notað er (petit point á ensku). Hönnuður: Felicity Hall Stærð: 40 cm x 40 cm Þéttleiki: 55 spor / 10 cm.
  • Afsláttur!

    FELICITY HALL – Alpha I

    Original price was: 16.995kr..Current price is: 10.197kr..

    ALPHA I útsaumspúði

    Púðinn er saumaður á ámálaðan stramma með ullargarni. Nál fylgir og leiðbeiningar um hvernig á að sauma perlu- eða körfusporið sem notað er (petit point á ensku). Hönnuður: Felicity Hall Stærð: 40 cm x 40 cm Þéttleiki: 55 spor / 10 cm.
  • Höfundur: MiW Morita Útgefandi: Tuttle Publishing (2020)
    Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 350 g | Mál: 178 x 229 mm Höfundurinn MiW Morita er fædd í Osaka í Japan. Hún hefur víðtæka menntun og reynslu þvert á greinar: Myndlistakona, teiknari, teiknimyndahönnuður, textílhönnuður og grafískur hönnuður. Verk hennar hafa birst víða í bókum, tímaritum, vörumerkjum, umbúðum o.fl. Í þessari skemmtilegu bók er útsaumur í aðalhlutverki. Inspírerandi bók sem höfðar jafnt til yngri sem eldri. Hennar verk er hægt að skoða hér: miw.cc
  • Höfundur: Laura Dalgaard
    Útgefandi: Gyldendahl (2022) Harðspjalda | 320 bls. Stærð: 276 x 230 x 30 mm Tungumál: Danska Þyngd: 1.241 g
  • EMBROIDERY

    3.595kr.
    Höfundur: Arounna Hhounnoraj Útgefandi: Quadrille (2022)
    Mjúkspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 585 g | Mál: 201 x 250

    Embriodery eftir Arounna Khounnoraj

    Arounna Khounnoraj sem er oft betur þekkt sem @bookhou  á instagram er  mikill útsaumsgúrú. Í þessari bók má finna nútíma útsaumsaðferðir ásamt leiðbeiningum fyrir 20 útsaumsverkefni. Fallegar myndir og vandaðar uppskriftir sem sýna hvernig á að byrja frá grunni og hvernig á að ljúka verkefninu fallega.
  • Höfundur: Kazuko Aoki Útgefandi: Roost Books (2020)
    Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 340 g | Mál: 191 x 210 mm Fíflar og fjólur, sveppir og haustlauf, náttúran er kveikja höfundar að fallegum, fíngerðum útsaumsmyndum.  Teikningarnar eru fallegar og bjóða upp á enn fallegri útsaum. Bókin er ríkulega myndskreyttm með góður leiðbeiningum og vinnulýsingum. Frábær fyrir alla sem hafa áhuga á frjálsum útsaumi. Kazuko Aoki er vinsæll útsaumari í Japan. Hún notar náttúruna til að inspírara sig, bæði garðinn heima og jurtir sem verða á vegi hennar á gönguferðum. Eftir listaskólanám í Japan stundaði hún nám í textíl í Svíþjóð. Hún er höfundur margra útsaumsbóka.
  • Höfundur: Yumiko Higuchi Útgefandi: Shambhala Publications Inc (2019) Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska
    Þyngd: 295 g | Mál: 197 x 254 x 10.16 mm
    Saumaðu út alls komnar spor og mynstur með ull, bómull, perlugarni og glitþráðum. Japanska listakonan Yumiko Higuchi er þekkt fyrir útsaum í skandinavískum stíl. Þessi einfaldi og stílhreini útssaumur höfðar til margra. Útkoman er nútímaleg og hefðbundin allt í senn. Í Embroidered Botanicals eru 39 útsaumsverkefni þar sem höfundurinn leikur sér með mismunandi þræði. Fallegar ljósmyndir, einfaldar og skýrar vinnulýsingar og nákvæmar teikningar, allt til að gera útsauminn skemmtilegri.
    Hér er hægt að skoða inhald bókarinnar: Embroidered Botanicals
  • Höfundur: Yumiko Higuchi
    Útgefandi: Roost Books (2021) Harðspjalda | 96 bls. Stærð: 200 x 211 x 9 mm Tungumál: Enska Þyngd: 270 g Falleg og aðgengileg bók með útsaums myndum og sauma verkefnum úr dýraríkinu. Frá úlfum, köttum, uglum, sebrahestum og pöndum, fallegum fuglum og krúttlegum kanínum. Bókin inniheldur 25 mótíf og mynstur ásamt greinagóðum útskýringum teikningum fyrir sporin sem notuð eru.
  • Höfundur: Carolyn N.K. Denham - Merchant & Mills Ùtgefandi: Pavilion Books (2014)
    Mjúkspjalda | 256 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 250 g | Mál: 130 x 180 x 15 mm
    Handhæg og flott bók frá Merchant & Mills sem eru sérfræðingar í fatasaumi.  Í bókinni er svarað helstu spurningum um fatsaum og saumaskap. Troðfull bók að nytsamlegum upplýsingum um efni, áhöld og aðferðir.
    Dæmi um umfjöllunarefni: Frá undirbúningi til frágangs, mælingar og merkingar, sniðsaumar og rykkingar, saumar, hreyfivídd, faldar, fóður og festingar eins og tölur eða hnappar og rennilásar. Það eru upplýsingar um hvernig á að nota og skilja snið, grunnbreytingar á sniðum og fullt af ráðum um hvernig á að nota besta vin fatasaumarans; straujárnið.
  • Einrúm er ekki aðeins með garnlínu heldur einnig fullt af flottum uppskriftum. Þær eru margar hverjar hannaðar af Kristínu Brynju sjálfri en einnig öðrum hönnuðum. Upphafsstafir hönnuðarins eru merki uppskriftarinnar.
    WILDLING - ASV Hönnuður: Anna Sófía Vetursól Garn: L-band sjá nánar magn fyrir neðan. Prjónar: 3,5 og 4,5 mm hringprjónar og sokkaprjónar. Stærðir: S (M) L (XL) Peysan er prjónuð í hring upp að hálsmáli. Gert er ráð fyrir klippilykkjum við handveg. Klippt upp og ermar saumaðar í handvegsopið.
    Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á íslensku
Go to Top