-
Prjónasnúrur fyrir Knit Pro prjónaoddana. Þessar eru úr stálvír sem er nælonhúðaður og þær eru "minnislausar". Snúran snýst 360° við samskeytin sem minnkar verulega líkurnar á því að prjónninn losni. En eins og í öllum samsettum prjónum frá Knit Pro þarf að nota sérstakan pinna til að herða og losa þegar skipt er um prjón (ef pinninn týnist er alltaf hægt að nota nál). Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Snúrurnar fást í lengdum til að mynda 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Einnig er hægt að nota snúrurnar til að geyma lykkjur því það fylgja tveir tappar með hverri snúru. Þá er líka hægt að fá millistykki til að tengi saman tvær snúrur eða tengja eina snúru í hring til að geyma lykkjur.
-
Prjónasnúrur fyrir Knit Pro prjónaoddana. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Snúrurnar fást í lengdum til að mynda 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Hver lengd kemur í sérstökum lit til þæginda fyrir okkur. Einnig er hægt að nota snúrurnar til að geyma lykkjur því það fylgja tveir tappar með hverri snúru, svo og pinni til að festa og losa þegar prjóninn er skrúfaður á. Við mælum með því að nota alltaf pinnann til að losa og festa svo að prjóninn losni ekki þegar prjónað er. Þá er líka hægt að fá millistykki til að tengi saman tvær snúrur eða tengja eina snúru í hring til að geyma lykkjur.
-
Afsláttur!Symfonie heklunálarnar eru úr marglituðu birki með slétta og mjúka áferð svo garnið rennur vel á yfirborðinu. Oddurinn fremst á króknum er hæfilega beittur til að komast auðveldlega í gegnum lykkjurnar.
-
KNITPRO Symfonie hringprjónar er úr birki með góðum oddi, sléttri áferð og lipurri snúru. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri og lengri, og prjónaodda og snúrur til að skrúfa saman. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Prjónarnir eru til í 40cm, 60cm, 80cm og 100cm lengdum. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
Knit Pro Symfonie sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
KNIT PRO Symfonie sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
Stílhrein mappa með segli fyrir uppskriftir og mynsturteikningar. Sérstaklega þægilegt þegar prjónað eða saumað er eftir teikningu. Hægt að láta möppuna standa. Minni seglar fylgja til að festa blaðið við og lengri segull fylgir til að merkja línuna sem prjónað/saumað er eftir. Tvær stærðir: A4 og A5.
-
Höfundur: Ritstjórar Pompom Meghan Fernandes & Lydia Gluck Útgefandi: Pom Pom Press (2018) Mjúkspjalda | 164 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 581 gÞessi bók kemur frá hina vinsæla prjónatímariti Pompom. Bók er fyrir byrjendur í prjóni, sú eina sem þarf til að hefja ferðalagið inn í prjónaheiminn. Knit How er auðveld og þægileg bók tmeð góðum leiðbeiningum. Bókin inniheldur auk kennslukaflanna, tíu prjónauppskriftir af fylgihlutum og flíkum, ásamt teikningum af prjóntækni og margar góðar ábendingar og ráð fyrir nýja prjónara. Í bókinni eru bæði teknar fyrir prjónaaðferðir, sem á ensku heita pick og svo throw. Pick er aðferðin sem líka er kölluð continental og er notuð á Íslandi, hinum Norðurlöndunum, Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum. Hér geturðu séð myndir úr bókinni: KNITHOW
-
Höfundur: Andrea RangelÚtgefandi: Krause Craft (2023)Harðspjalda | 160 bls. Þyngd: 750 g | Mál: 2o5 x 256 x 15 mm
Skoðið sýnishorn úr KnitOvation bókinni hér.
- Falleg og nörg nýstárleg mynstur sem hægt er að nota í alls konar prjónaverkefni.
- Þegar þessari bók er flett fer sköpunargleðin á flug!
-
Höfundur: Veronika Lindberg Útgefandi: Laine Publishing (2024)Harðspjalda | 204 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 950 g | Mál: 210 x 280 x 20 mmKNITS TO WEAR: KUTOVA KIKABók með fallegum og klæðilegum peysum og fylgihlutum. Í bókinni eru 17 uppskriftir; 7 heilar peysur, 2 hnepptar peysur, 3 bolir, 1 vesti, 3 húfur og 1 kragi. Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
-
Höfundur: Bristol IvyÚtgefandi: Pom Pom Press (2019)Mjúkspjalda | 108 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 391 g Þetta er önnur bók hins þekkta prjónhönnuðar Bristol Ivy. Áður kom út 2017 bókin Knitting Outside the Box. Í þessari bók beinir hún sjónum að sex mismunandi flíkum sem eru allar með sniði sem er í ætt við klæðskerasniðnar flíkur með fellingar og "draperingar". Elegant peysa, þrjár opnar peysur og tveir kragar/hringtreflar endurskapaðir í anda Bristol Ivy. Hún endurhugsar hvernig peysur eru sniðnar og fara á líkamanum.
-
Höfundur: Niina Laitinen & Minna Metsänen Útgefandi: Search Press (2024)Harðspjalda | 192 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 940 g | Mál: 210 x 255 mm A stylish and cozy collection of 21 stunning garments to knit, based on the timeless designs of Niina Laitinen. From delicate lacework and wave-like cables to mesmerizing Fair Isle, the designs of Niina Laitinen are known and loved by knitters worldwide. This sumptuous volume takes Niina’s most popular sock designs and transforms them into a captivating collection of 21 knitted sweaters, shawls, hats, cardigans and tees. Choose from:
- a dreamy-soft sweater with a lacework yoke;
- a cable-twist detail tee;
- an impressive space-dyed Fair Isle coatigan with a belted waist;
- a variety of cozy hats, shawls and mittens, all with fabulous textures and colours, so you can accessorize in style.
-
BELOVED PATTERNS #1 Nýtt finnskt tímarit (á ensku) með prjónhönnun á heimsmælikvarða. Í þessu tímariti er hönnun textílhönnuðarins VUOKKO notuð sem uppspretta nýrrar hönnunar. Vuokko er löngu orðin goðsögn í finnstri hönnun. Hvetjum áhugasama að gúgla hana. Mikil áhersla er lögð á stílhreina hönnun og fallega myndatöku. Þetta er tímarit fyrir vandláta prjónara með smekk fyrir stílhreinni, norrænni hönnun. Útgefandi: A-Lehdet.
-
Afsláttur!LAINE ÞRETTÁN Finnskt tímarit á ensku með prjónhönnun á heimsmælikvarða. Margir hönnuðir leggja hönd á plóg og tryggja úrval að áhugaverðum peysum og fylgihlutum. Mikil áhersla er lögð á greinagóðar uppskriftir. Þá fyglir ein mataruppskrift að auki. Stílhreint tímarit á ensku með fallegri myndatöku. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að LAINE tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að LAINE kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.