• Sæbjörg er sokkar sem eru þægilegir í prjóni. Hællinn er hefðbundinn bandhæll, sem er líka þekktur undir nafninu Halldóruhæll. Hér er þó útgáfa þar sem hælstallurinn er með garðaprjónskanti sem minnkar líkur á að það myndist göt þegar hælstallslykkjurnar eru prjónaðar upp. Þá er bæði hælstallurinn og hæltungan með styrkingu eða prjónað með óprjónuðum og prjónuðum lykkjum á víxl til að gera hælinn þéttari og mýkri.
    Gægt er að hafa stroffið á sokkleggnum hærra og brjóta það tvöfalt, ykkar er valið. Þægindin við að stroffið nái niður að hæl er að þá er svo auðvelt að bregða sér í og úr sokkunum.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni, smellið á hana til að hlaða henni niður. Það er einnig hægt að smella á slóðina sem er að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
  • T-pinnar eru sérstakir títuprjónar fyrir strekkingu. Þeir eru grófari, sterkari og svigna ekki. Ryðfríir og ómissandi þegar strekkja á sjöl eða annan textíl. 50 stk. í boxi.  
  • Afsláttur!

    Baa Ram Ewe – PIP

    Original price was: 895kr..Current price is: 537kr..
    • Grófleiki: Fínband / Fingering / 4ply
    • Innihald: 100% bresk ull, spunnin og lituð í Yorkshire
    • Lengd/þyngd: 116m/25g
    • Prjónar: 2,75 - 3,25 mm
    • Prjónfesta: 27 - 32 L = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
  • 3 skipti frá kl. 18-20 Þriðjudagur 15. október Þriðjudagur 22. október Þriðjudagur 29. október
    Uppskriftin er á ensku eða dönsku. Ýmisleg prjóntækni er notuð fyrir utan uppfit og útaukningar.
    Um að gera að koma í Storkinn og skoða möguleikana. Hugmyndin með samprjóni er að koma saman og deila og læra hvor af annarri. Umsjón með samprjóninu hefur Althea Wette frá Storkinum. Hún verður búin að rýna uppskriftirnar og aðstoðar þá sem þurfa hjálp til að komast í gang. Þær sem skrá sig á samprjónið fá 15% afslátt af garni í peysuna. Einnig er hægt að kaupa uppskriftina hjá okkur. Samprjónið kostar ekkert en til að taka þátt þarf að kaupa garnið í peysuna í Storkinum fyrir samprjónið og skrá sig hér neðst á síðunni með því að velja vöruna og gefa upp nafn, netfang og símanúmer.

    Tillögur af garni í peysuna:

    1 þráður silki mohair:

    Lamana PREMIA NUVOLA ANGEL TUULI

    Prjónað með einum þræði af léttbandi:

    VOLARE DK Rowan FELTED TWEED BC SEMILLA gots Rowan ALPACA SOFT

    EÐA prjónuð úr einum þræði af grófara garni eins og:

    HALAUS Rowan FINE TWEED HAZE De Rerum Natura GILIATT Schoppel Apaca Queen  
       
    • Grófleiki:  Léttband / light worsted weight
    • Innihald:  100% extrafine merinóull
    • Lengd/þyngd:  124m/50g
    • Prjónar:  4 - 5 mm
    • Prjónfesta:  21 - 24 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur:  Ullarvagga 30°C
    • Grófleiki: Fínband / 4ply / fingering
    • Innihald: 100% alpakaull
    • Lengd/þyngd: 225m/25g
    • Prjónar:  3 - 4 mm
    • Prjónfesta: 16 - 24 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur í köldu vatni
    Bjartir og fallegir litirnir í þessu garni kalla á næsta prjónaverkefni. Er ekki kominn tími á litríka peysu, húfu, sjal eða vettlinga?
  • Mömmugull Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo að auðvelt sé að festa við flíkina. Stærð 2,5 x 2,5 cm Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
  • Þetta prjónaveski eða prjónahirsla er hönnuð með þarfir prjónarans í huga. Þægilegt til að hafa hringprjónana á einum stað og gott skipuleg á þeim. Veskið er með rennilás á þremur hliðum og opnast eins og harmonikka. Ellefu vasar geyma allar stærðir af hringprjónum. Það fylgja með ómerktir límmiðar í pastellitum til að merkja vasana í samræmi við þína prjónaeign. Ytra byrðið er úr sterku bómullakakí, bryddað með leðurlíki. Þægilegt handfang til að halda á töskunni. Málmfestingar eru úr messing.

    Stærð: 20 x 14 x 7,5 cm Hannað fyrir skapandi einstaklinga heima eða á ferðinni. Sjá einnig Hook & Needle skipulagsmöppuna sem er í stíl og kemur í sömu litum. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
  • GILITRUTT

    1.495kr.
    • Grófleiki: Fisband / lace
    • Innihald: 100% íslensk ull
    • Lengd/þyngd: 225m/25g
    • Prjónar: 2 – 2,5 mm
    • Prjónfesta: 38 L á prjóna 2 mm = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur í ylvolgu eða köldu vatni
  • Bómullartvinni fyrir vélstungu, sterkur og með fallegan gljáa. Fæst bæði einlitur og marglitur. Hentar einnig í allan venjulega vélsaum. 300m á kefli.  
    • Grófleiki:  Fínband / Fingering / 4ply
    • Innihald:  100% extrafín superwash merinóull
    • Lengd/þyngd:  400m/100g
    • Prjónar:  2,25 - 3,25 mm
    • Prjónfesta:  28 - 32 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur:  Ullarvagga 30°C
     
  • 3 skipti frá kl. 18-20 Þriðjudagur 5. nóvember Þriðjudagur 12. nóvember Þriðjudagur 19. nóvember Í þetta skiptið ætlum við að prjóna röndótt. Valið er um Olga Sweater eða Olga Jacket.
    Uppskriftin er á ensku eða dönsku. Ýmisleg prjóntækni er notuð fyrir utan uppfit og útaukningar.
    Um að gera að koma í Storkinn og skoða möguleikana. Hugmyndin með samprjóni er að koma saman og deila og læra hvor af annarri. Umsjón með samprjóninu hefur Magna Rún frá Storkinum. Hún verður búin að rýna uppskriftirnar og aðstoðar þá sem þurfa hjálp til að komast í gang. Þær sem skrá sig á samprjónið fá 15% afslátt af garni í peysuna. Einnig er hægt að kaupa uppskriftina hjá okkur. Samprjónið kostar ekkert en til að taka þátt þarf að kaupa garnið í peysuna í Storkinum fyrir samprjónið og skrá sig hér neðst á síðunni með því að velja vöruna og gefa upp nafn, netfang og símanúmer.

    Tillögur af garni í peysuna:

    1 þráður silki mohair:

    Lamana PREMIA NUVOLA ANGEL TUULI KAOS (burstað alpakka)

    Prjónað með einum þræði af fínbandi:

    VOLARE 4 ply Pirkkalanka  Urth Harvest Mal handlitað fínband LITLG Lamana Milano KAOS Soft merino

    EÐA prjónuð úr einum þræði af léttbandi:

    ROWAN Alpaca Soft ROWAN Alpaca Classic Volare DK Lamana Como
       
  • Knit Pro Dreamz HRINGPRJÓNAR

    1.350kr.2.395kr.
    KnitPro DREAMZ hringprjónar er úr birki með góðum oddi, sléttri áferð og lipurri snúru. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Dreamz sokkaprjóna, styttri og lengri, og prjónaodda og snúrur til að skrúfa saman. Hver grófleiki er í sérstökum lit. Lengd prjóna er mæld frá oddi til odds. Prjónarnir eru til í 40 cm, 60 cm og 80cm lengdum. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
  • ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.
    • Grófleiki:  Léttband / DK
    • Innihald:  60% ull, 40% pólíamíd
    • Lengd/þyngd:  50 g/112 m
    • Prjónar:  3,5-4 mm
    • Prjónfesta:  22 lykkjur og 28 umferðir = 10 x 10cm
    • Þvottur:  Ullarþvottakerfi við 40°C
  • Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Innihald:
    • Þrjár tegundir af seglum til að festa pappíra og áhöld.
    • Fjórir kringlóttir seglar húðaðir með umhverfisvænu efni úr jurtaríkinu (ekkert plast notað).
    • Tveir litlir, kringlóttir seglar.
    • Þrír sterkir, rétthyrndir seglar.
    • Poki með snúru sem heldur utan um allt saman.
    Stærð: 28 cm x 23 cm (samanbrotið). ATH. Aðrir fylgihlutir á mynd eru seldir sér.
    • Grófleiki: Fínband / fingering / 4ply
    • Innihald: 100% mórberjasilki
    • Lengd/þyngd: 250m/50g
    • Prjónar: 2 - 3,5 mm
    • Prjónfesta: 24 - 28 L = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
  • Prjónamerki frá The Knitting Barber. Koma í boxi með 10 jólakúlum sem eru lokuð merki og svo fylgir eitt merki með krækju. Jólalegt og sætt!
  •  Í Finnlandi er rík vettlingahefð. Þaðan koma mörg geómetrík mynstur eða símynstur með ferningum, tíglum, þríhyrningum o.fl. sem hægt er að leika sér endalaust með. Þetta vettlingamynstur er undir áhrifum þeirrar hefðar. Með því að nota síðan einlitan grunn en marglitt garn í mynstrið kemur mikil hreyfing í mynstrið sem gerir það enn áhrifaríkara. Hér er ein útgáfa af nokkrum í vettlingaseríunni: Geómetrískir vettlingar.
    Garn:  Bio Merino 1 x 50g/150m & Edition 3  1 x 50g/50g frá Schoppel Wolle eða sambærilegt garn. Garnið í mynsturlitnum er kaflalitað og sprengt og því verða vettlingarnir ekki alveg eins!
    Prjónar: Sokkaprjónar 2,5mm og 3 mm Stærðir: Minni og stærri unglinga-/fullorðinsstærð Tvíbandaprjónaðir vettlingar, ekki úr fíngerðasta garninu, prjónast því hraðar fyrir vikið. Íprjónaður þumall, auðvelt að stækka og minnka vettlingana ef þarf. Mynstrið er auðlært og fljótprjónað. Uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
  • Fjórir feitir fjórðungar; hver 50 x 55 cm eða samtals 1 metri af bómullarefni frá Makover.
  • Þægilegt  handavinnu- eða lesljós. Gengur fyrir hlaðanlegri rafhlöðu sem endist í 3 klst á mesta en 5-6 klst á minnsta. Lampinn er með klemmu á fætinum sem hægt er að fest við 4-5 cm þykkan rúmgafl eða borðplötu. Getur einnig staðið á borði. Góður til að hafa með sér á milli herbergja eða landshluta. Einnig í bíl!
    • Þrjár ljósastillingar með dimmer (vinnuljós, lesljós, svefnljós)
    • Snýst í 360° - hægt að beina ljósinu í allar áttir.
    • Þægilegur snertirofi.
    • Stærð: 9cm x 45cm x 6cm / Litahiti: 6.000K-7.500K / LED pera: 2W /Hleðslusnúra fylgir með USB tengi  (hleðsla 6-8 klst / Rafhlaða: 1200mAh.
  • Lykkjunælur eða lykkjuhaldarar sem eru hannaðar með þarfir prjónara í huga. Í staðhefðbundinnar nælu er prjónn með teygju úr silíkóni sem festist utan um prjóninn. Þannig haldast lykkjurnar á öruggum stað. Það sem gerir þetta áhald svo gott er að hægt er að hleypa lykkjunum fram af báðum endum. Frábært til að geyma lykkjur í handvegi og á fleiri stöðum. Kemur í fjórum gerðum eftir grófleika garnsins. Innihald: 2 lykkjuhaldarar í pakka.
  • Addi Click SNÚRA

    750kr.850kr.
    ADDI Click snúrur er hægt að kaupa stakar í ýmsum lengdum. Athugið að lengdin sem gefin er upp er mæld þegar snúra og oddar eru festir saman og mynda hringprjón. Athugið jafnframt að 40cm og 50cm snúrur er aðeins hægt að nota með stuttum oddum. Addi snúrurnar eru liprar og þægilegar í prjóni.
    • Grófleiki: Þykkband / Aran / Worsted
    • Innihald: 100% ull
    • Lengd/þyngd: 128m/50g
    • Prjónar: 4,5 mm
    • Prjónfesta: 17 L á 5,5 mm prjóna, 18 L á 5 mm prjóna og 20 L á 4,5 mm prjóna = 10 cm
    • Handþvottur
    • Grófleiki:  Léttband / DK
    • Innihald:  75% ull, 25% pólíamíd
    • Lengd/þyngd:  100 g/225 m
    • Prjónar:  3 - 4 mm
    • Prjónfesta:  22 lykkjur og 28 umferðir = 10 x 10cm
    • Þvottur:  Ullarþvottakerfi við 40°C
  • Höfundur: Linka Neumann Ùtgefandi: Pavilion Books (2022)
    Harðspjalda | 176 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 780 g | Mál: ‎189 x 246 mm 
    Wilderness Knits for the Home is Linka Neumann’s second book, showcasing a stunning collection of homeware knits to make while embracing the Scandinavian spirit and cosying up next to a warm fire. After the success of Wilderness Knits, with its cosy jumpers and cardigans set against the backdrop of the Norwegian landscape, Linka brings us gorgeous wall hangings, cushions, blankets (including for your dog!) and more. Once again, set in the stunning Norwegian countryside, the book inspires you to knit these beautiful creations and embrace the aesthetic of the Scandinavian wilderness. As ever, Linka uses her environment to inspire her as well as animals from the snowy north with dogs, orcas, polar bears and reindeers finding their way into her designs. If making jumpers and cardigans with Scandi-style yokes feels too complicated for you, these simpler shapes of squares and rectangles will give you the confidence to make your own creations with similar designs. Including 27 projects all with knitting diagrams and inspirational photography you will be knitting presents for all your friends and family as well as for your own home in no time.
  • Afi prjónaði - Pabbi prjónaði - Frændi prjónaði Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo að auðvelt sé að festa við flíkina. Stærðir: Afi 1,2 x 5,3 cm, Pabbi 1,2 x 5,1 cm, Frændi 1,2 x 5 cm. Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
  • Bókin seldist upp fyrir jólin en er væntanleg aftur í janúar. Það er hægt að skrá sig á samprjónið sem hefst í byrjun febrúar og fara um leið á biðlista fyrir bókina. Höfundur: Jenna Kostet Útgefandi: Laine Publishing (2022)
    Harðspjalda | 173 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 740 g | Mál: 190 x 250 x 20 mm
    Bók með fallegum tvíbandaprjónuðum peysum. Svar finnska hönnuðarins Jenni Kostet við íslensku lopapeysunni. Ef þú ætlar að eignast eina klassíska bók með tvíbandaprjóni þá er það þessi. Það gerist ekki oft að allar peysurnar í bókinni kalla á mann og vilja láta prjóna sig. Fyrir þá sem vilja fylgir ljóð og þjóðsaga úr Kalevala með hverri uppskrift. Bókin inniheldur 18 uppskriftir (12 peysur, 2 jakkapeysur, 2 sokka, 1 vettlinga og 1 húfu). Sígild prjónhönnun! Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar. Smellið HÉR hér til að sjá fleiri myndir úr bókinni.
  •  Í Finnlandi er rík vettlingahefð. Þaðan koma mörg geómetrík mynstur eða símynstur með ferningum, tíglum, þríhyrningum o.fl. sem hægt er að leika sér endalaust með. Þetta vettlingamynstur er undir áhrifum þeirrar hefðar. Með því að nota síðan einlitan grunn en marglitt garn í mynstrið kemur mikil hreyfing í mynstrið sem gerir það enn áhrifaríkara. Hér er ein útgáfa af nokkrum í vettlingaseríunni: Geómetrískir vettlingar.
    Garn:  Bio Merino 1 x 50g/150m & Edition 3  1 x 50g/50g frá Schoppel Wolle eða sambærilegt garn. Garnið í mynsturlitnum er kaflalitað og sprengt og því verða vettlingarnir ekki alveg eins!
    Prjónar: Sokkaprjónar 2,5mm og 3 mm Stærðir: Minni og stærri unglinga-/fullorðinsstærð Tvíbandaprjónaðir vettlingar, ekki úr fíngerðasta garninu, prjónast því hraðar fyrir vikið. Íprjónaður þumall, auðvelt að stækka og minnka vettlingana ef þarf. Mynstrið er auðlært og fljótprjónað. Uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
    • Grófleiki: Fínband / fingering / 4ply
    • Innihald: 88% merínó lambsull, 11% mórberjasilki
    • Lengd/þyngd: 533m/100g
    • Prjónar: 2 - 3,5 mm
    • Prjónfesta: 24 - 28 L = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
    • Grófleiki: Fínband / fingering  / 4 ply
    • Innihald: 80% merínóull, 20% nælon
    • Lengd/þyngd: 365m/100g
    • Prjónar: 2,25 – 3,25 mm
    • Prjónfesta: 21 – 32 L á prjóna 2,25 – 3,25 mm = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur í ylvolgu eða köldu vatni
  • Hefðbundnar lykkjunælur, 2 í pakka, til að geyma lykkjur í handvegi eða á öðrum stöðum.
  • Hefðbundnir sokkaprjónar frá Addi sem eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón of ungbarnaermar. Colibri prjónarnir eru úr áli og hver prjón er í sérstökum lit. Þeir hafa slétta áferð og eru léttir. Annar oddurinn er beittari og hinn er bljúgari þannig að hægt er að velja hvaða oddi er beitt eftir verkefni. Kosturinn við álprjóna er að þeir brotna ekki og allir prjónar frá Addi eru lausir við nikkel. Fást einnig 20-23 cm langir.
  • Symfonie prjónaoddarnir fást í tveimur lengdum. Þessir eru lengri og passa fyrir snúrur sem mynda 60 cm langan hringprjón eða lengri. Prjónaoddarnir eru skrúfaðir á snúrur sem fást í nokkrum lengdum. Snúrumegin við samskeytin eru göt þar sem meðfylgjandi pinna er stungið inn í til að herða og losa. Við mælum með því að pinninn sé alltaf notaður til og losa og festa prjónaodda og snúrur, annars getur prjónninn losnað á meðan prjónað er. Þægindin við að nota samsetta prjóna eru ótvíræð. Þá þarf maður ekki að eiga næstum eins marga prjóna, því samsetningarmöguleikarnir eru svo miklir.
    • Grófleiki:  Fínband / fingering / 4ply
    • Innihald: 75% ull og 25 % nælon
    • Lengd/þyngd: 420m/100g
    • Prjónar: 2 - 3 mm
    • Prjónfesta: 28 - 30 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur: Ullarvagga, 30°C
  • Peysan PÁLÍNA er klassísk peysa eftir Helgu Thoroddsen. Notuð er tengiaðferð til að prjóna hálsmál, axlir og efri hluta erma. Allt prjónað, ekkert saumað saman. Peysur með þessu sniðu smellpassa og eru mjög klæðilegar.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðin birtist einnig í tölvupóstinum sem þið fáið eftir kaupin. Hægt er að hlaða uppskriftinni í tölvuna, spjaldtölvuna eða símann allt að fimm sinnum.
  • Höfundur: Anna Johanna
    Ùtgefandi: Laine Publishing (2024)
    Harðspjalda | 175 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 860 g | Mál: ‎212 x 277 x 21 mm
    Strands of Joy Vol. II er önnur bókin hennar  Önnu Jóhönnu sem mörg hafa beðið spennt eftir. Bókin stendur undir væntingum, full af alls konar peysum og fylgihlutum. Smellið á hlekkinn hérna fyrir neðan til að skoða sýnishorn úr bókinni. Nánar um bókina: Pattern Previews for Strands of Joy Vol. II
  • Mánaðarserían eru símynstraðir vettlingar með mynstureindum sem er auðvelt að læra og þ.a.l. skemmtilegt að prjóna.
    Með því að nota einlitan grunn en marglitt garn í mynstrið kemur mikil hreyfing í mynstrið sem gerir það enn áhrifaríkara, en þa verða vettlingarnir ekki eins! Það er auðvitað líka hægt að hafa einlitt garn í mynstrinu.
    Garn:  Bio Merino 1 x 50g/150m & Edition 3  1 x 50g/50g frá Schoppel Wolle eða sambærilegt garn. Garnið í mynsturlitnum er kaflalitað og sprengt og því verða vettlingarnir ekki alveg eins!
    Prjónar: Sokkaprjónar 2,5mm og 3 mm Stærðir: Minni og stærri unglinga-/fullorðinsstærð Tvíbandaprjónaðir vettlingar, ekki úr fíngerðasta garninu, prjónast því hraðar fyrir vikið. Íprjónaður þumall, auðvelt að stækka og minnka vettlingana ef þarf. Mynstrið er auðlært og fljótprjónað. Uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.
    Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku.  Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
  • Þetta er rúmgóð hliðartaska, sem er hægt að láta hanga beint eða á ská. Sem taska í lítilli/miðstærð er líka hægt að taka hölduna af og nota sem veski. Hugað  er að öllum smáatriðum. Taskan er nútímaleg og hefðbundin í senn, hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Hugsuð fyrir prjónaverkefnið eða hvað sem er. Góð handtaska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Taska fyrir þau sem eru að leita að lítilli til meðalstórri tösku, fullkomin fyrir prjónaverkefnið en líka sem venjuleg handtaska. Hagstæð stærð og verð! Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
    • Nálarnar renna vel í gegnum efni.
    • Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
    • Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
    • Nálaroddarnir eru beittir og henta í frjálsan útsaum, jafnvel með ullargarni því augað er stórt.
    • Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
  • Svört teygja fyrir allan almennan saumaskap. Teygjan er flöt, 13 mm á breidd og 3 m á spjaldi.
    • Grófleiki:  Léttband / DK
    • Innihald:  75% ull, 25% pólíamíd
    • Lengd/þyngd:  100 g/225 m
    • Prjónar:  3 - 4 mm
    • Prjónfesta:  22 lykkjur og 28 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Ullarþvottakerfi við 40°C
  • Schoppel Wolle – COTTON BALL

    2.295kr.2.495kr.
    • Grófleiki: Fínband / fingering / 4ply
    • Innihald: 100% bómull
    • Lengd/þyngd: 420m/100g
    • Prjónar: 2 - 3 mm
    • Prjónfesta: 28 lykkjur og 44 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur: Vélþvottur  30°C
  • Tengdamamma prjónaði Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo auðvelt sé að festa merkið við flíkina. Stærð 1,2 x 5 cm Litur: Brúnt Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
  • SOKKATRÉ

    3.795kr.
    Sokkatré til að strekkja nýprjónaða sokka. Fást í nokkrum stærðum.  
  • Maker’s Backpack er bakpokinn fyrir alla sem stunda hvers kyns handíðir og eru á ferðinni, en líka fyrir hina því þetta fyrst og fremst góður og vandaður bakpoki. Axlarólarnar eru nógu breiðar til að dreifa þyngdinni í bakpokanum jafnt. Hann getur staðið óstuddur þökk sé fimm málmtöppum sem veita stuðning en koma líka í veg fyrir að botninn óhreinkist. Handföngin efst á töskunni eru þægileg en þau er líka hægt að taka af ef vill. Á annarri hliðinni er sérstakur vasi fyrir prjóna og /eða heklunálar. Sérstakt hólf er fyrir VÍV (verk í vinnslu), staður fyrir símann og margt annað.  Góð taska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
  • Höfundur: Lindsey Fowler Útgefandi: Laine Publishing (2022)
    Harðspjalda | 160 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 682 g | Mál: 185 x 246 x 19 mm
    Bókin inniheldur 15 prjónauppskriftir (4 sjöl, 1 kraga, 4 sokkapör, 2 húfur, 1 peysu, 1 golftreyju, 1 grifflur, 1 teppi). Uppskriftirnar innihalda bæði mynsturteikningar og skriflegar vinnulýsingar.
  • SILFA armband eða framlenging á hálsmenið. Passar við fjölnota hálsfestina - skart og prjónamál. Á armbandinu er hægt að mæla fínustu og grófustu prjónana; 1,5 mm, 1,75 mm og 12 mm. Armbandið er 21 cm á lengd og fæst með 18 karata gyllingu eða úr hápóleruðu læknastáli. Festin er einnig prjónamál sem  mælir 2 – 10mm prjóna, hver hringur er merktur. Eitt lykkjumerki (8mm) með ferskvatnsperlu (10mm) fylgir. 95 cm lengd, hægt að fá framlengingu (sem er líka armband) ef þið viljið lengja festina. Hægt að kaupa aukalega: Lykkjumerki með perlum og lykkjuhring.
  • Prjónakrækjur frá The Knitting Barber. Koma í boxi með 20 stykkjum. Góðar krækjur til að merkja t.d. útaukningar eða úrtökur.
  • Þetta teppi kemur úr smiðju Debbie Bliss sem er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af fallegu ungbarnateppi sem er prjónað  út frá miðju. Byrjað er með sokkaprjóna og svo skipt yfir í hringprjóna í mismunandi lengdum eftir því sem lykkjunum fjölgar. Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
    Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst FRÍTT. Athugið að þessi uppskrift er líka til í íslenskri þýðingu og heitir DROPI.  
    • Grófleiki: Fínband / fingering / 4ply
    • Innihald: 80% viskósi, 20% pólýester
    • Lengd/þyngd: 100m/125g
    • Prjónar/heklunál: 2 – 2,5 mm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
  • Merchant & Mills nálar. Betweens eru hefðbundnar stuttar saumnálar sem klæðskerar nota t.d. til að sauma falda. Nú orðið eru þær mikið notaðar í bútasaumi en eru samt sem áður góðar í allan almennan handsaum. Blanda af 12 nálum í mismunandi grófleikum í glerflösku með gúmmítappa. Merchant & Mills er þekkt, breskt fyrirtæki sem leggur áherslu á að gera upplifun þeirra sem sauma skemmtilega.
  • Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.  Ef uppskriftin er keypt ein og sér veljið þá valkostinn að sækja í Storkinn og við sendum uppskriftina frítt.
  • Þessar fingurbjargir sameina mýkt, teygjanleika og góða vörn. Á endanum er málmplata sem verndar fingurinn og gúmmíhlutinn hleypir lofti í gegn. Teygjanleikinn auðveldar fingurbjörginni að laga sig að fingrinum. Léttar og notendavænar. Mál
    • Lítil (#6025) - 14,5 mm
    • Miðstærð (#6026) - 15,5 mm
    • Stór (#6027) - 17 mm
  • Frábærar merkikrækjur, enda ein af okkar allra vinsælustu vörum. Þær eru úr efni sem endist vel (brotna ekki). Krækjurnar eru mest notaðar til að merkja umferðir, t.d. úrtökur eða útaukningar. Það eru tvær stærðir fáanlegar. Þessar eru stærri. Innihald: 12 merkikræjur í tveimur litum, plastumslag til að geyma þær í fylgir. Athugið að það er betra að hafa krækjurnar lokaðar þegar þær eru ekki í notkun.
  • Holoshimmer er glitþráður úr  60% polyester og 40% polyethylene. Glitþráðinn er hægt að nota í vélsaum, handsaum og leggja með garni í prjón og hekl. Það glitrar hæfilega á hann og af því hann er svo fíngerður þá hefur hann engin áhrif á prjónfestuna. Upplagt þegar óskað er eftir smá gliti t.d. í mynsturkafla á peysu. 200m í kefli.
    • Lykkjustopparar fyrir prjóna 2mm - 10mm.
    • 6 stærðir; 4 stk. af hverri stærð = 24 lykkjustopparar.
    • Framleitt úr umhverfisvænu efni.
    • Notkun: Setjið stopparann alla leið upp á prjóninn til að halda við lykkjurnar. Hægt að nota á sokkaprjóna og hringprjóna. Setjið á hringprjóna eða snúru af samsettum prjónum að halda lykkjunum öruggum á meðan peysan er mátuð.
  • Segularmband með ól úr sílikóni. Segulflöturinn er úr burstuðu stáli. Málband á innri hlið armbandsins. Passar á alla. Stærð: Armband 25,4 cm x 1,9 cm, segull 3,8 cm x 3,8 cm. Á segulinn er hægt að setja t.d. Cocoknits teljarann, prjónamerki, lítil skæri eða þráðklippur, hjálparprjóna úr málmi og annað sem festist við segul. Hentar fyrir þá sem prjóna, hekla, sauma, hárgreiðslufólk, fluguveiðifólk og þá sem ráðast í viðgerðir um helgar og vilja hafa nagla, skrúfur og annað nálægt.
  • Málböndin eru úr umhverfisvænu efni (ekki plast) og koma í sex mismunandi litum: Clay (rauðbrúnt), Linen (beinhvítt), Storm (grátt), Sea Glass (blágrænt), Mustard Seed (gult) og Wild Rose (bleikt). Björtu litirnir tryggja að þú finnir alltaf málbandið í prjónatöskunni. Jarðalritirnir setja fallegan svip á áhöldin þín. Málbandið sjálft er úr málmi með cm/mm og tommum og lengdin er 2 m. Cocoknits leggur áherslu á að nota umhverfisvæn efni í framleiðsluna og forðast plast eins og hægt er. Skelin utan um málbandið er úr PLA sem er 100% náttúruuppleysanlegt efni úr jurtaríkinu.  Með því að sleppa lásnum tókst að gera málbandið án plasts og þannig eru líka minni líkur á því að það bili. Hvert málband kemur í endurnýtanlegum poka úr líni. Mál: 6,5 x 5 x 1,3 cm, málbandið er 2 m langt.
  • Strekkingamotturnar frá Cocoknits gera lífið auðvelt fyrir þá sem prjóna sjöl, dúka eða annað sem þarf að strekkja. En þessar mottur er líka hugsaðar sem undirlag þegar leggja á flík til þerris eftir þvott. Yfirborðið á mottunum er með örlitlar bárur þannig að efni/prjónavoð loðir aðeins við sem gerir vinnuna auðveldari. Loft kemst líka undir flíkna sem flýtir fyrir þurrkun. Hægt er að raða mottunum saman á mismunandi veg eftir stærð og lögum þess sem á að strekkja eða þurrka. Bakhliðin er vatnsheld og þannig er ekki hætta á að bleyta fari í gegn. Innihald:
    • 18 mottur sem eru hver um sig 30 cm x 30 cm.
    • 40 T-pinna úr ryðfríu stáli.
    • Köflóttur dúkur sem er 120 x 120 cm. Hver reitur er 2,5 cm sem auðveldar að leggja flík í rétt mál.
    • Taska úr jútatrefjum fylgir sem gott er að geyma allt í.
  • Verkefnatöskuna frá COCOKNITS er hægt að nota eins og ílát eða körfu sem stendur vel á borði eða sem tösku ef bætt er við leðurhöldum sem eru seldar sér. Efni: Sterkur pappír sem þolir þvott og eldist vel. Stærð: 15cm á dýpt  x 29cm breidd x 16,5cm hæð. Inniheldur: Þrír ytri vasa, níu innri vasa. Meðferð: Þolir þvott. Sjá neðar. Gott til að halda skipulagi á prjónadótinu sínu. Hægt að nota eitt og sér eða setja inn í aðra tösku til að hafa allt á sínum stað. Prjónaverkefnið rúmast í miðhólfinu, og fylgihlutirnir og uppskriftin í hliðarvösunum. Pláss fyrir vatnsflösku, gleraugu, penna, hleðslusnúrur, lykla og annað sem þér dettur í hug að hafa með. Höldur: Göt fyrir leðurhöldur til staðar ef vill. ATH. þær þarf að kaupa sér!
  • SOAK 9oml er flaska með þvottalegi sem dugar í 18+ þvotta. Góð eining fyrir þá sem vilja prófa SOAK, hafa með sér á ferðalögum eða gleðja einhvern með gjöf. Hvað er Soak? Soak er nútíma þvottalögur sem er umhverfisvænn. Þvottur með Soak er þægilegur, því ekki þarf að skola. Þú leggur í bleyti setur teskeið af Soak og lætur liggja í 20-30 mínútur. Mikilvægt að hafa vatnið ylvolgt eða kalt. Sparar tíma og vinnu við handþvott og fer vel með flíkina/prjónaverkefnið. Soak er frábær þvottalögur til nota fyrir allt sem við prjónum, heklum eða saumum. Allt annað sem er viðkvæmt s.s. fínn undirfatnaður, mjúkar peysur, ungbarnafatanaður, bútasaumsteppi, sundföt, líkamsræktarfatnaður og allt annað sem þú vilt fara sérstaklega vel með. Notkun: Leggja í bleyti og kreista. Þarf ekki að skola. Leggja flatt til þerris. Alltaf skynsamlegt að kanna hve litekta flík er áður en hún er lögð í bleyti.
    • Grófleiki: Smáband /sport
    • Innihald: 100% kasmírull
    • Lengd/þyngd: 150m/50g
    • Prjónar: 3,5-4,5 mm
    • Prjónfesta: 23-26 lykkjur  = 10 cm
    • Þvottur: Handþvottur 30°C
  • Höfundur: Katrina Rodabaugh Útgefandi: Abrams (2018)
    Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 920 g | Mál: ‎186 x 236 x 22 mm

    Mending Matters: Stitch, Patch, and Repair Your Favorite Denim & More

    Mending Matters er bók fyrir þá sem vilja læra aðferðir við að gera við fatnað og fá hugmyndir að skemmtilegum útfærslum. Aðferðirnar skila nútímalegum og áberandi viðgerðum (engin ástæða til að þær sjáist ekki) með hefðbundnum sporum. Í grunninn eru aðferðirnar einfaldar en útfærslurnar geta verið margar.
    Í dag eru fataviðgerðir ekki aðeins skynsamlegar til að lengja líf fatnaðar, heldur nauðsynlegar fyrir umhverfið. Höfundurinn Katrina Rodabaugh fer í gegnum alls konar hugmyndafræði sem tengist fataviðgerðum í þessari bók, auk þess að undirstrika mikilvægi handavinnu.
    • Grófleiki: Fínband / fingering / 4ply
    • Innihald: 67% ull,  23% nylon (vistvænt), 10% hampur
    • Lengd/þyngd: 420m/100g
    • Prjónar: 2 - 3 mm
    • Prjónfesta: 27 - 32 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur: Ullarvagga 30°C
    • Grófleiki:   Léttband / DK
    • Innihald:   70% nýull, 30% alpaka
    • Lengd/þyngd:  125m/50g
    • Prjónar:  4 mm
    • Prjónfesta:  22 lykkjur og 30 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur:  Handþvottur 30°C
  • Það leynast gersemar á mars útsölunni okkar! Nokkrir litir á 30% afsætti.
    • Grófleiki:  Fínband / Fingering / 4ply
    • Innihald:  75% extrafine superwash merinó ull, 25% nælon
    • Lengd/þyngd:  400m/100g
    • Prjónar:  2,25 - 2,5 mm
    • Prjónfesta:  28 - 32 lykkjur = 10 cm
    • Þvottur:  Ullarvagga 30°C
  • Hefðbundnir kaðlaprjónar, léttir með sveigju og renna síður úr þess vegna. Þrír kaðlaprjónar sem passa fyrir algengustu grófleika af garni.
  • addiDuett er hjálparprjónn með heklunál á öðrum endanum og prjónaoddi á hinum. Frábært áhald til nota þegar það verður lykkjufall eða þegar laga þarf villu. Svo er þetta líka venuleg heklunál. Koma í stærðum 2mm - 6mm og hver grófleiki er í sér lit. Ómissandi í hvert prjónaveski.
  • Hefðbundnir sokkaprjónar frá Addi sem eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón, ermar og hálsmál. Colibri prjónarnir eru úr áli og hver prjónn er í sérstökum lit. Þeir hafa slétta áferð og eru léttir. Annar oddurinn er beittari og hinn er bljúgari þannig að hægt er að velja hvaða oddi er beitt eftir verkefni. Kosturinn við álprjóna er að þeir brotna ekki og allir prjónar frá Addi eru lausir við nikkel. Fást einnig 15 cm langir.
    • Grófleiki: Smáband / Sport
    • Innihald: 75% ull og 25% nylon
    • Lengd/þyngd: 400m/150g
    • Prjónar: 3 - 4 mm
    • Prjónfesta: 25 lykkjur og 30 umferðir = 10 x 10 cm
    • Þvottur: Ullarvagga, 30°C
  • Hér er klassískt ungbarnateppi úr smiðju Debbie Bliss. Teppið er prjónað  út frá miðju. Byrjað er með sokkaprjóna og svo skipt yfir í hringprjóna í mismunandi lengdum eftir því sem lykkjunum fjölgar. Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni. Þessi uppskrift er seld rafrænt og þið fáið sendan svarpóst með krækju sem þið smellið á til að sækja uppskriftina. Ef þið skráið ykkur inn á storkurinn.is vefverslunina þá er hún líka þar.
    Uppskriftin er bæði með skriflegri vinnulýsingu og mynsturteikningum og er á ÍSLENSKU.
Go to Top