-
Heklað af ást Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo auðvelt sé að festa merkið við flíkina. Stærð 1,2 x 5 cm Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
-
Útsaumsnámskeið með Adriana Torres (Miga de Pan).
Adriana kemur til okkar alla leið frá Argentínu og heldur námskeið fyrir áhugafólk um útsaum. Fimm klst. tveggja morgna helgarnámskeið þar sem Adriana kennir útsaum á verkinu FOREST ALPHABET. Tími: Laugardagur 23. ágúst kl. 9:30 - 12:15 (með 15 mín kaffihléi). Sunnudagur 24. ágúst kl. 9:30 - 12:15 (með 15 mín kaffihléi). Staður: Storkurinn, Síðumúla 20, 108 Reykjavík Greiða þarf fyrir námskeiðið um leið og skráning fer fram, sjá hnapp neðar á síðunni til að setja vöru í körfu. Námskeiðslýsing: THE FOREST ALPHABET Kynning á þremur nýjum argentínskum útsaumssporum. Ekki missa af þessu einstaka tækitæki til að sökkva þér í útsaumsheiminn hennar Adriönu Torres, listakonu og leturhönnuð. Adriana hefur ferðast út um allan heim og kennt listina að sauma út. Til að taka þátt í þessu námskeiði þarf ekki að hafa reynslu í útsaumi. Þátttakendur munu sauma út nýtt stafróf sem hefur fengið innblástur frá jurtaríki skógarins. Í þessu 5 klst. námskeiði munið þið læra mörg ný útsaumsspor, eins og Colcha sporið, Towel sporið, Quaker sporið, argentínskan hnút, argentínskan ferhyrndan hnút og argentínsk takkaspor o.fl. Þetta eru ný spor sem Adriana kynnir í fyrsta skipti á ferðalagi hennar um Evrópu, Ameríku og Asíu. Innifalið: Útsaumsefni með áprentuðu mynstri með stafrófinu, útsaumsgarn og bæklingur með sporgerðum, kaffi/te og hressing í hléi. Ykkur er velkomið að taka með ykkar eigið útsaumsgarn og nálar. Hafa meðferðis: Takið með ykkur beitt útsaumsskæri og lítinn (10-12 cm) útsaumshring (hvoru tveggja verður hægt að kaupa í Storkinum). Erfiðleikastig: Adriana gerir ekki kröfu um reynslu í útsaumi, það er auðvitað gott að hafa saumað eitthvað aðeins út áður til að fá sem mest út úr námskeiðinu. Þetta námskeið er fyrir ykkur sem viljið taka þátt í skapandi vinnustofu og læra nýjar útsaumsaðfeðir. Á báðum námskeiðunum The Forest Alphabet og Play & verða tekin fyrir samskonar spor eins og Colcha sprorið, Towel sporið, Quaker sporið, argentínska hnúta og ferhyrnda hnúta og argentínsk takkaspor, auk annarra spora. Þótt grunnurinn sé sá sami þá eru námskeiðin ólík, bæði þemað og nálgunin. -
Höfundur: Paula Nivukoski ritstjóriÚtgefandi: Forlagið (2023) Harðspjalda | 176 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 910 gEf þú ert aðdáandi múmínálfanna og þeirra fylgisveina og prjónar þá er þetta bókin fyrir þig! Allir ættu að geta fundið sína uppáhaldspersónu í einhverri sokkauppskriftinni í bókinni. Hér stilla fimm finnskir prjónhönnuðir saman strengi og færa okkur 29 sokkapör innblásin af sögum Tove Jansson um múmínálfana. Hér birtast þessar dáðu persónur í glaðlegum mynstrum og hugmyndaríkri hönnun. Sokkarnir eru í fjölbreyttum stærðum sem henta allri fjölskyldunni en í bókinni er auk þess bent á ýmsar leiðir til aðlaga uppskriftirnar þannig að þær passi hverjum og einum sem best. Hér ættu því allir múmínaðdáendur að finna sokkapar við sitt hæfi. Athugið að sokkarnir eru allir prjónaðir úr garni úr Moomin x Novita garnlínunni sem fæst núna í Storkinum. En ef þið viljið nota annað garn þá er það léttband (DK) eða garn fyrir 4 mm prjóna, og sokkarnir eru svo allir prjónaðir á 3 mm prjóna til að gera þá þéttari. Í bókinni eru flestir hælarnir bandhælar (Halldóruhæll) en þar er líka að finna franskan hæl og totuhæl. Tvíbandaprjón, myndprjón í hring, tvíbandaprjón með bindilykkjum (ný aðferð fyrir flesta!) koma við sögu. Bókin er því með öllu erfiðleikarófinu í sokkaprjóni. Vísað er í fjögur myndbönd til að kenna prjóntækni sem notuð er. Guðrún Hannele Henttinen þýddi.
-
Prjónað af ást Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo auðvelt sé að festa merkið við flíkina. Stærð 1,2 x 5 cm Litur: Dökkgrænt Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
-
ADDI Crasy Trio eru þríprjónar eða þrír bognir prjónar með stuttri snúru í miðjunni. Þeir eru 26cm langir og hver prjónn er með einum beittum oddi og einum bljúgum. Þannig er hægt að velja hvorum oddinum er prjónað með. Þeir henta í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermaprjón. Fást í 4 - 8 mm. Fást einnig 26cm langir fyrir sömu not og að auki ermaprjón á fullorðins peysur.
-
Í Finnlandi er rík vettlingahefð. Þaðan koma mörg geómetrík mynstur eða símynstur með ferningum, tíglum, þríhyrningum o.fl. sem hægt er að leika sér endalaust með. Þetta vettlingamynstur er undir áhrifum þeirrar hefðar. Með því að nota síðan einlitan grunn en marglitt garn í mynstrið kemur mikil hreyfing í mynstrið sem gerir það enn áhrifaríkara. Hér er ein útgáfa af nokkrum í vettlingaseríunni: Geómetrískir vettlingar.Garn: Bio Merino 1 x 50g/150m & Edition 3 1 x 50g/50g frá Schoppel Wolle eða sambærilegt garn. Garnið í mynsturlitnum er kaflalitað og sprengt og því verða vettlingarnir ekki alveg eins!Prjónar: Sokkaprjónar 2,5mm og 3 mm Stærðir: Minni og stærri unglinga-/fullorðinsstærð Tvíbandaprjónaðir vettlingar, ekki úr fíngerðasta garninu, prjónast því hraðar fyrir vikið. Íprjónaður þumall, auðvelt að stækka og minnka vettlingana ef þarf. Mynstrið er auðlært og fljótprjónað. Uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku. Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
-
Prjónasnúra úr mjúku efni. Snúran er með stuttum prjóni á öðrum endanum til að þræða í gegnum lykkjurnar sem á að geyma. Prjóninum er svo stungið inn í tappa á hinum endanum og hægt að draga snúruna í gegn eins langt og þarf. Öruggt og þægilegt. Styttri snúran er algjör snilld til að geyma lykkjur í handvegi eða hálsmáli og sú lengri fyrir lykkjur á bol, t.d. þegar peysa er prjónuð ofan frá og mátuð. Tvær lengdir fáanlegar
- Stutt: 23-41 cm (#3161)
- Löng: 61-91 cm (#3162)
-
- Grófleiki: Smáband /sport
- Innihald: 40% ull, 25% silki, 25% nælon, 10% mohair
- Lengd/þyngd: 300m/100g
- Prjónar: 3-4 mm
- Prjónfesta: 23-26 lykkjur = 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
-
Afsláttur!
- Grófleiki: Þykkband / aran / worsted
- Innihald: 100% bómull
- Lengd/þyngd: 80m/50g
- Prjónar: 5-5,5 mm
- Prjónfesta: 19 lykkjur og 26 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Ullarvagga 30°C
-
Útsaumsnámskeið með Adriana Torres (Miga de Pan).
Adriana kemur til okkar alla leið frá Argentínu og heldur námskeið fyrir áhugafólk um útsaum. Fimm klst. tveggja eftirmiðdaga helgarnámskeið á verkinu PLAY & STITCH. Tími: Laugardagur 23. ágúst kl. 13:30 - 16:15 (með 15 mín kaffihléi). Sunnudagur 24. ágúst kl. 13:30 - 16:15 (með 15 mín kaffihléi). Staður: Storkurinn, Síðumúla 20, 108 Reykjavík Greiða þarf fyrir námskeiðið um leið og skráning fer fram, sjá hnapp neðar í síðunni til að setja vöru í körfu. Námskeiðslýsing: PLAY & STITCH Hleyptu sköpunargleðinni lausri með því að sauma út þína eigin útgáfu af hinum þekkta peysu-stól. Á þessu sérstaka námskeiði færðu tækifæri til að sökkva þér í útsaumsheiminn hennar Adriönu Torres og finna í leiðinni þinn sköpunarkraft og virkja hann í útsauminn. Hvort sem þú ert reynslubolti eða rétt að byrja þá gæti þetta námskeið hjálpað þér að finna sköpunargleðina. Með skemmtilegri nálgun mun Adriana leiða ykkur í gegnum ferlið og aðstoða ykkur við að skapa ykkar eigin peysu-stól. Til að taka þátt í þessu námskeiði þarf ekki að hafa reynslu í útsaumi. Í þessu 5 klst. námskeiði munið þið læra mörg ný útsaumsspor, eins og Colcha sporið, Towel sporið, Quaker sporið, argentínskan hnút, argentínskan ferhyrndan hnút og argentínsk takkaspor o.fl. Þetta eru ný spor sem Adriana kynnir í fyrsta skipti á ferðalagi hennar um Evrópu, Ameríku og Asíu. Innifalið: Útsaumsefni, útsaumsgarn og bæklingur með sporgerðum, kaffi/te og hressing í hléi. Ykkur er velkomið að taka með ykkar eigið útsaumsgarn og nálar. Hafa meðferðis: Takið með ykkur útsaumsskæri og lítinn (10-12 cm) útsaumshring (hvoru tveggja verður hægt að kaupa í Storkinum). Erfiðleikastig: Adriana gerir ekki kröfu um reynslu í útsaumi, það er auðvitað gott að hafa snert nál áður til að fá sem mest út úr námskeiðinu. Þetta námskeið er fyrir ykkur sem viljið taka þátt í skapandi vinnustofu og læra nýjar útsaumsaðfeðir. Á báðum námskeiðunum The Forest Alphabet og Play & Stitch verða tekin fyrir samskonar spor eins og Colcha sprorið, Towel sporið, Quaker sporið, argentínska hnúta og ferhyrnda hnúta og argentínsk takkaspor, auk annarra spora. Þótt grunnurinn sé sá sami þá eru námskeiðin ólík, bæði þemað og nálgunin. Adriana byrjaði að sauma út stóla með peysum 2008, þegar hún fór að setja saman í teikningu tvo hversdagslega hluti sem hún hélt upp á. Áhugi hennar á stólahönnun er hægt að rekja aftur til þess tíma þegar hún var nemandi í arkitektúr, uppgötvaði Bauhaus og hönnun Marcel Breuer og Gerrit Rietveld. Hún hugsar offt um setninguna sem Gaston Bachelard lét hafa eftir sér “without the unexpected crossing of two images there is no imagination.” Fyrir hann var ímyndaraflið ferli sálarinnar og er aðeins hægt að útskýra með því að túlka myndmálið sjálft. Fyrir utan stóla og handprjónaðar peysur hefur Adriana alltaf haft áhuga á öðruvísi hlutum - því einstaka. Endurtekningin á peysustólunum sýnir ástríðu hennar fyrir viðfangsefninu, eins og hollenski málarinn Klaas Gubbels málaði endurtekið kaffikönnur og íslenski málarinn Stórval málaði Herðubreið aftur og aftur. Adriana er sannfærð um að hún muni halda áfram að mála og sauma út stóla með peysum það sem eftir er af ævinni. -
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.
-
Eitt skipti – miðvikudagur 2. apríl kl. 17:30 - 20 Ósýnilega affelling er gerð með grófri jafanál og verður nánast ósýnileg. Þessi aðferð er oftast notuð til að kallast á við ósýnilega uppfitjun eða faldfit (tubular cast on). Þetta er góð leið til að fella af á peysum, neðst á stroffi á bol og ermum þegar prjónað er ofan frá og/eða í hálsmáli m.a. vegna þess að hún er teygjanleg. Þessi affelling er líka eftirsóknarverð vegna útlitsins, það kemur engin brún! Hægt er að gera fleiri eða færri undirbúningsumferðir eftir því hvort óskað er eftir rúnnaðri brún (holrúmi) eða ekki. Á námskeiðinu eru gerðar prufur í hringprjóni og flatprjóni.Hafa meðferðis eða kaupa á staðnum: Takið með hringprjóna 3,5-4,5 mm (4 mm ef þið prjónið hvorki fast né laust) í 40 cm lengd fyrir hringprjónaða prufu og 60-80 cm fyrir flatprjónaða prufu. Garn í prufuprjónið og jafanál með bognum oddi er innifalið!Kennari: Guðrún Hannele
-
Garn: Love Story í 4 litum (sjá fyrir neðan).Prjónar: Hringprjónn 80-100 cm 3 ½ mm. Í uppskriftinni er ítarleg vinnulýsing og hún er seld sem pdf skjal og er á íslensku.Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Einnig er hægt að smella á slóð sem er í tölvupósti sem sendur er eftir kaupin.
-
Mömmugull Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo að auðvelt sé að festa við flíkina. Stærð 2,5 x 2,5 cm Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
-
Þetta prjónaveski eða prjónahirsla er hönnuð með þarfir prjónarans í huga. Þægilegt til að hafa hringprjónana á einum stað og gott skipuleg á þeim. Veskið er með rennilás á þremur hliðum og opnast eins og harmonikka. Ellefu vasar geyma allar stærðir af hringprjónum. Það fylgja með ómerktir límmiðar í pastellitum til að merkja vasana í samræmi við þína prjónaeign. Ytra byrðið er úr sterku bómullakakí, bryddað með leðurlíki. Þægilegt handfang til að halda á töskunni. Málmfestingar eru úr messing.
Stærð: 20 x 14 x 7,5 cm Hannað fyrir skapandi einstaklinga heima eða á ferðinni. Sjá einnig Hook & Needle skipulagsmöppuna sem er í stíl og kemur í sömu litum. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun. -
Afsláttur!
- Grófleiki: Fínband / Fingering / 4ply
- Innihald: 100% bresk ull, spunnin og lituð í Yorkshire
- Lengd/þyngd: 116m/25g
- Prjónar: 2,75 - 3,25 mm
- Prjónfesta: 27 - 32 L = 10 cm
- Þvottur: Handþvottur 30°C
-
Tvær nýjungar frá ADDI hafa sameinast: Novel hittir Trio. Novel-strúktúrinn passar fullkomlega við tækni addiCraSyTrio. Lykkjurnar renna ekki af: frábært bæði til að halda á og vinna með, jafnvel fyrir óvana prjónara. Útkoman er jafnar og fallegar lykkjur. Fæst í öllum helstu stærðum og hentar öllum skapandi höndum. ADDI Crasy Trio NOVELeru þríprjónar eða þrír bognir prjónar með stuttri snúru í miðjunni. Þeir eru 30 cm langir og hver prjónn er með einum beittum oddi og einum bljúgum. Þannig er hægt að velja hvorum oddinum er prjónað með. Þeir henta í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermaprjón. Fást í 2,5 - 5 mm.
-
Symfonie DREAMZ prjónaoddarnir eru úr birki, hver grófleiki í sérstökum lit og fást í tveimur lengdum. Þessir eru 13 cm eða lengri og passa fyrir 60 cm og lengri snúrur. Hægt er að nota oddana á allar aðrar lengdir af snúrum eftir þörfum. Prjónaoddarnir eru skrúfaðir á snúrur sem fást í nokkrum lengdum. Snúrumegin við samskeytin eru göt þar sem meðfylgjandi pinna er stungið inn í til að herða og losa. Við mælum með því að pinninn sé alltaf notaður til og losa og festa prjónaodda og snúrur, annars getur prjónninn losnað á meðan prjónað er. Þægindin við að nota samsetta prjóna eru ótvíræð. Þá þarf maður ekki að eiga næstum eins marga prjóna, því samsetningarmöguleikarnir eru svo miklir.
-
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni. Hvert kefli er 30m (á meðan það eru 8m á hefðbundinni dokku).
-
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.
-
Afsláttur!
- Grófleiki: Léttband / DK
- Innihald: 75% ull, 25% pólíamíd
- Lengd/þyngd: 100 g/225 m
- Prjónar: 3 - 4 mm
- Prjónfesta: 22 lykkjur og 28 umferðir = 10 x 10 cm
- Þvottur: Ullarþvottakerfi við 40°C
-
Í Finnlandi er rík vettlingahefð. Þaðan koma mörg geómetrík mynstur eða símynstur með ferningum, tíglum, þríhyrningum o.fl. sem hægt er að leika sér endalaust með. Þetta vettlingamynstur er undir áhrifum þeirrar hefðar. Með því að nota síðan einlitan grunn en marglitt garn í mynstrið kemur mikil hreyfing í mynstrið sem gerir það enn áhrifaríkara. Hér er ein útgáfa af nokkrum í vettlingaseríunni: Geómetrískir vettlingar.Garn: Bio Merino 1 x 50g/150m & Edition 3 1 x 50g/50g frá Schoppel Wolle eða sambærilegt garn. Garnið í mynsturlitnum er kaflalitað og sprengt og því verða vettlingarnir ekki alveg eins!Prjónar: Sokkaprjónar 2,5mm og 3 mm Stærðir: Minni og stærri unglinga-/fullorðinsstærð Tvíbandaprjónaðir vettlingar, ekki úr fíngerðasta garninu, prjónast því hraðar fyrir vikið. Íprjónaður þumall, auðvelt að stækka og minnka vettlingana ef þarf. Mynstrið er auðlært og fljótprjónað. Uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku. Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
-
Afsláttur!
- Grófleiki: Fisband / lace
- Innihald: 100% íslensk ull
- Lengd/þyngd: 225m/25g
- Prjónar: 2 – 2,5 mm
- Prjónfesta: 38 L á prjóna 2 mm = 10 cm
- Þvottur: Handþvottur í ylvolgu eða köldu vatni
-
SOAK 9oml er flaska með þvottalegi sem dugar í 18+ þvotta. Góð eining fyrir þá sem vilja prófa SOAK, hafa með sér á ferðalögum eða gleðja einhvern með gjöf. Hvað er Soak? Soak er nútíma þvottalögur sem er umhverfisvænn. Þvottur með Soak er þægilegur, því ekki þarf að skola. Þú leggur í bleyti setur teskeið af Soak og lætur liggja í 20-30 mínútur. Mikilvægt að hafa vatnið ylvolgt eða kalt. Sparar tíma og vinnu við handþvott og fer vel með flíkina/prjónaverkefnið. Soak er frábær þvottalögur til nota fyrir allt sem við prjónum, heklum eða saumum. Allt annað sem er viðkvæmt s.s. fínn undirfatnaður, mjúkar peysur, ungbarnafatanaður, bútasaumsteppi, sundföt, líkamsræktarfatnaður og allt annað sem þú vilt fara sérstaklega vel með. Notkun: Leggja í bleyti og kreista. Þarf ekki að skola. Leggja flatt til þerris. Alltaf skynsamlegt að kanna hve litekta flík er áður en hún er lögð í bleyti.
-
Stuttu Cubics sokkaprjónarnir frá Knit Pro eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermar á ungbarnapeysur. Cubics prjónar eru ferkantaðir prjónar úr birki, hafa slétta og mjúka áferð og oddarnir eru góðir. Cubics prjónar hentar þeim sem prjóna laust eða halda laust um prjónana og þeim sem vilja prjóna þéttar. Lögunin á prjónunum veldur því að það er þægilegt að halda á þeim, gripið þarf ekki að vera eins þétt og þeir renna síður í höndunum. Prjónastærðin er mæld með sama hætti og ávölu, venjulegu prjónarnir. Fást einnig 20 cm langir. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
Hefðbundnir sokkaprjónar frá Addi sem eru góðir í sokkaprjón, vettlingaprjón of ungbarnaermar. Colibri prjónarnir eru úr áli og hver prjón er í sérstökum lit. Þeir hafa slétta áferð og eru léttir. Annar oddurinn er beittari og hinn er bljúgari þannig að hægt er að velja hvaða oddi er beitt eftir verkefni. Kosturinn við álprjóna er að þeir brotna ekki og allir prjónar frá Addi eru lausir við nikkel. Fást einnig 20-23 cm langir.
-
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.
-
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.
-
Efni: Sterkur pappír sem hægt er að þvo. Innihald:
- Þrjár tegundir af seglum til að festa pappíra og áhöld.
- Fjórir kringlóttir seglar húðaðir með umhverfisvænu efni úr jurtaríkinu (ekkert plast notað).
- Tveir litlir, kringlóttir seglar.
- Þrír sterkir, rétthyrndir seglar.
- Poki með snúru sem heldur utan um allt saman.
-
Lykkjunælur eða lykkjuhaldarar sem eru hannaðar með þarfir prjónara í huga. Í staðhefðbundinnar nælu er prjónn með teygju úr silíkóni sem festist utan um prjóninn. Þannig haldast lykkjurnar á öruggum stað. Það sem gerir þetta áhald svo gott er að hægt er að hleypa lykkjunum fram af báðum endum. Frábært til að geyma lykkjur í handvegi og á fleiri stöðum. Kemur í fjórum gerðum eftir grófleika garnsins. Innihald: 2 lykkjunælur í pakka.
-
LAINE TUTTUGU OG ÞRJÚ Finnskt tímarit (á ensku) með prjónhönnun á heimsmælikvarða. Margir hönnuðir leggja hönd á plóg og tryggja úrval að áhugaverðum peysum og fylgihlutum. Mikil áhersla er lögð á greinagóðar uppskriftir. Þá fyglir ein mataruppskrift að auki. Stílhreint tímarit á ensku með fallegri myndatöku. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að LAINE tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að LAINE kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
-
Knit Pro DREAMZ Symfonie sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Í DREAMZ línunni er hver grófleiki í sér lit. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.
-
ANCHOR árórugarn er 6 þráða útsaumsgarn úr 100% egýpskri hágæða bómull. Garnið er spunnið úr extra löngum, fíngerðum þráðum og merseríserað tvisvar sem gefur garninu gljáa, styrk og litunum dýpt. Útsaumsgarnið fæst einlitt í yfir 400 litum og nokkrum marglitum. Árórugarn hentar í alls konar útsaum, úttalin spor sem og frjálsan útsaum. Garnið er klofið og notaðir einn eða fleiri þræðir eftir grófleika jafans sem saumað er í. ANCHOR árórugarn er sambærilegt í gæðum við annað árórugarn á markaðnum. Fyrir þá sem þurfa er hægt að fá upplýsingar um hvernig er hægt að para saman litnúmer á milli kerfa eða framleiðenda. ANCHOR árórugarn þolir þvott í allt að 95°C heitu vatni.
-
Mánaðarserían eru símynstraðir vettlingar með mynstureindum sem er auðvelt að læra og þ.a.l. skemmtilegt að prjóna.Með því að nota einlitan grunn en marglitt garn í mynstrið kemur mikil hreyfing í mynstrið sem gerir það enn áhrifaríkara, en þa verða vettlingarnir ekki eins! Það er auðvitað líka hægt að hafa einlitt garn í mynstrinu.Garn: Bio Merino 1 x 50g/150m & Edition 3 1 x 50g/50g frá Schoppel Wolle eða sambærilegt garn. Garnið í mynsturlitnum er kaflalitað og sprengt og því verða vettlingarnir ekki alveg eins!Prjónar: Sokkaprjónar 2,5mm og 3 mm Stærðir: Minni og stærri unglinga-/fullorðinsstærð Tvíbandaprjónaðir vettlingar, ekki úr fíngerðasta garninu, prjónast því hraðar fyrir vikið. Íprjónaður þumall, auðvelt að stækka og minnka vettlingana ef þarf. Mynstrið er auðlært og fljótprjónað. Uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku. Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
-
- Gluggi yfir tölunum með stækkun
- Stál á bakinu til að festa við segularmbandið
- Framleitt úr há-gæða, gegnsæju polycarbonate efni
- Til að telja umferðir:
- Ýtið á takkann ofan á teljarnanum til að telja.
- Endursetjið tölurnar með því að ýt upp eða niður hjólinu á hliðartakkanum.
- Færið rofa neðan á teljaranum til að læsa eða aflæsa honum.
-
Afi prjónaði - Pabbi prjónaði - Frændi prjónaði Merkimiðar úr vaskaskinni. Áferðin á vaskaskinni minnir á rúskinn, en er mýkra. Það heldur mýktinni, þolir þvott og lætur ekki lit. Áletrunin er hitaprentuð og endist því vel. Það eru göt á hverju horni svo að auðvelt sé að festa við flíkina. Stærðir: Afi 1,2 x 5,3 cm, Pabbi 1,2 x 5,1 cm, Frændi 1,2 x 5 cm. Athugið ef pantaðir eru merkimiðar eingöngu þá er hægt að senda þá sem bréf. Veljið valkostinn -Sækja í Storkinn- og við sendum miðana frítt ef keyptir eru minnst 5 miðar. Setjið ósk um að fá sent í skilaboðagluggann!
-
Garn: Cyrano frá De Rerum Natura 1 x 100g/150m eða sambærilegt garn.Prjónar: Sokkaprjónar 4,5mm og 5 mm Stærðir: Ein stærð unglinga-/fullorðinsstærð Einlitir vettlingar með köðlum. Garnið er gróft, fyrir prjóna 6-7 en vettlingarnir eru prjónaðir á 5 mm prjóna til að fá þá þétta. Þumallinn er hliðarþumall með tungu. Uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku. Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.
-
Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.
-
Málböndin eru úr umhverfisvænu efni (ekki plast) og koma í sex mismunandi litum: Clay (rauðbrúnt), Linen (beinhvítt), Storm (grátt), Sea Glass (blágrænt), Mustard Seed (gult) og Wild Rose (bleikt). Björtu litirnir tryggja að þú finnir alltaf málbandið í prjónatöskunni. Jarðalritirnir setja fallegan svip á áhöldin þín. Málbandið sjálft er úr málmi með cm/mm og tommum og lengdin er 2 m. Cocoknits leggur áherslu á að nota umhverfisvæn efni í framleiðsluna og forðast plast eins og hægt er. Skelin utan um málbandið er úr PLA sem er 100% náttúruuppleysanlegt efni úr jurtaríkinu. Með því að sleppa lásnum tókst að gera málbandið án plasts og þannig eru líka minni líkur á því að það bili. Hvert málband kemur í endurnýtanlegum poka úr líni. Mál: 6,5 x 5 x 1,3 cm, málbandið er 2 m langt.
-
addiClick Novel Lace Short hringprjónasett inniheldur 8 pör af prjónaoddum úr málmi í stærðum 3,5mm til 8mm. Hvert prjónaoddapar er með löngum og góðum oddum (lace), en prjóninn sjálfur er stuttur. Þá eru Novel prjónarnir frábrugðnir öðrum hringprjónum því prjónarnir eru hrjúfir viðkomu eða hamraðir. Þessir áferð veldur því að auðveldara er að ná gripi á þeim og lykkjurnar renna ekki eins vel. Það gagnast þeim sem halda lausar um prjónana og vilja prjóna fastar. Þessa odda er hægt að nota fyrir snúrur sem mynda 40cm eða lengri hringprjóna. Það fylgja með 5 snúrur, liprar eins og ADDI prjónasnúrurnar eru; 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Einnig fylgir með tengi til að tengja saman snúrur, gripbleðill til að auðvelda tengingu á oddi og snúru og gyllt næla til skrauts. addiClick Novel prjónunum er smellt við snúrurnar (enginn skrúfgangur) og losna því ekki á meðan prjónað er. Hægt er að bæta við settið með því að kaupa fleiri stærðir af prjónaoddum (með sléttri áferð), bæði styttri og allt uppí 12mm í löngum oddum. Einnig er hægt að kaupa viðbótar snúrur stakar. Prjónasettið kemur í þægilegri tösku þar sem er rennt hólf fyrir alla smáhlutina og hver prjónn á sinn stað.
-
ADDI Click Lace Short hringprjónasett inniheldur 8 pör af prjónaoddum úr málmi í stærðum 3,5mm til 8mm. Hvert prjónaoddapar er með löngum og góðum oddum (lace), en prjónarnir sjálfir eru styttri svo hægt sé að nota til að mynda 40cm eða lengri hringprjóna. Það fylgja með 5 addi snúrur, liprar eins og ADDI prjónasnúrurnar eru; 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Einnig fylgir með tengi til að tengja saman snúrur, gripbleðill til að auðvelda tengingu á oddi og snúru og gyllt næla til skrauts. ADDI Click prjónunum er smellt við snúrurnar (enginn skrúfgangur) og losna því ekki á meðan prjónað er. Hægt er að bæta við settið með því að kaupa fleiri stærðir af prjónaoddum, bæði styttri og allt uppí 12mm í löngum oddum. Einnig er hægt að kaupa viðbótar snúrur stakar. Prjónasettið kemur í þægilegri tösku þar sem er rennt hólf fyrir alla smáhlutina og hver prjónn á sinn stað.
-
Fatakrít í duftformi. Hægt að kaupa áfyllingar í 5 litum. Fatakrít með lausu dufti er frábært áhald til að merkja efni. Í stað þess að draga blýant eða penna eftir efninu, er hjóli á enda krítarhylkisins rúllað til að merkja línu. Hjólið er með örlitlum götum sem hleypa krítinni út um leið og þrýst er á það. Það myndast lína með þéttum, smáum punktum. Krítin þvæst auðveldlega úr. Hægt að velja um mismunandi liti eftir lit efnisins sem vinna á með.
-
LAINE TUTTUGU OG FJÖGUR Drottningarviðtal við Nönnu hjá Knittable í þessu tölublaði!!! Ekki á hverjm degi sem íslenskir prjónafrömuðir eru í viðtali í svona flottu tímariti. Finnskt tímarit (á ensku) með prjónhönnun á heimsmælikvarða. Margir hönnuðir leggja hönd á plóg og tryggja úrval að áhugaverðum peysum og fylgihlutum. Mikil áhersla er lögð á greinagóðar uppskriftir. Þá fyglir ein mataruppskrift að auki. Stílhreint tímarit á ensku með fallegri myndatöku. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að LAINE tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að LAINE kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
-
Knit Pro DREAMZ sokkaprjónar er úr birki með góðum oddi og sléttri áferð. Uppáhaldsprjónar margra. Hægt er að fá Symfonie sokkaprjóna, styttri 15 cm og lengri 20 cm. Í DREAMZ línunni er hver grófleiki í sér lit. Knit Pro prjónarnir eru framleiddir í Indlandi við bestu mögulegar aðstæður fyrir starfsfólk. Þar á sér stað stöðug vöruþróun og þarfir prjónara eru alltaf í fyrirrúmi.