-
Afsláttur!
IN THE FRAME útsaumspúði
Púðinn er saumaður á ámálaðan stramma með ullargarni. Nál fylgir og leiðbeiningar um hvernig á að sauma perlu- eða körfusporið sem notað er (petit point á ensku). Hönnuður: Felicity Hall Stærð: 40 cm x 40 cm Þéttleiki: 55 spor / 10 cm. -
Þriggja hluta sett frá FISKARS fyrir þau sem sauma bútasaum eða annað þar sem þarf að skera efni með nákvæmni. Settið er bæði fyrir byrjendur jafnt sem reynslubolta í saumaskap. Þetta sett er líka sniðugt fyrir þau sem eru að vinna með þæfingu/flóka. Skurðhnífurinn (45 cm) er notaður til að skera efni. Hnífurinn er mjög beittur og þegar hann er ekki í notkun er honum lokað til að hlífa skurðblaðinu. Skurðarblaðið er í staðlaðri stærð sem hægt að skipta um eftir þörfum. Mottan eru nauðsynlegt undirlag þegar hnífurinn er notaður (A2, 45 x 60 cm). Stikan er einnig nauðsynleg til að skera beinar línur (15 x 60 cm) – t.d. ferninga, þríhyrningar eða jafnvel stjörnur. Mottan og stikan er með mælieiningum í metrakerfinu (cm). Þetta þriggja hluta sett er einnig frábær gjöf fyrir saumafólk.
-
Vatnsuppleysanlegt flíselín. Hentar vel í allan útsaum, bæði í höndum og á saumavél. Hentar vel í útsaum á prjón. Hægt að teikna mótíf á með blýanti eða penna og sauma svo út. Svo er flíselínið skolað af. 25 cm lengdareining = 450 kr. Metraverð 1.800 kr. Hver lengdareining er 25 cm x 90 cm (breidd efnisins). Hægt er að velja eina eða fleiri lengdareiningar og við afgreiðum efnið í einum bút. 1 eining = 25 cm, 2 einingar = 50 cm, 3 einingar = 75 cm, 4 einingar = 100 cm.
-
REINDEER JACKET eða HREINDÝRA JAKKI er uppskrift frá Rowan úr Felted Tweed garninu þeirra sem er mjög létt og hentar í tvíbandaprjón. Fæst í yfir 50 litum.
Peysan er prjónuð í stykkjum með tvíbandaprjóni í tveimur litum og er með sjalkraga. Litirnir og mynstrið gera hana vetrarlega og jafnvel jólalega.
Þessa uppskrift er hægt að sækja FRÍTT sem pdf skjal og hún er á ensku. -
Mýkir
Þurrkaraboltar eru bráðnauðsynlegir til að þurrka yfirhafnir með fyllingu úr dúni. Þeir veltast um í þurrkaranum og berja lofti í flíkina. En þurrkaraboltarnir (Dryer Dots) hafa annan og meiri tilgang. Þeir mýkja efni á náttúrulegan hátt, með varkárri og hávaðalausri veltandi hreyfingu.Spara tíma, peninga og orku
Dryer Dots boltarnir eru úr 100% umhverfisvænni ull sem drekkur í sig raka sem styttir þurrkunartímann. Boltarnir koma loftinu á meiri hreyfingu í þurrkaranum sem spara þess vegna orku.Lyktarlausir og án ofnæmisvaldandi efna
Boltarnir eru án mýkingarefna og ilmefnalausir, öruggir í notkun fyrir þau sem eru með viðkvæma húð, asma og ofnæmi. Það er einnig hægt að nota boltana til að mýkja ungbarnafatnað og taubleyjur. Þeir fara vel með efni.Endist í yfir 3.000 þurrkarafylli!