-
Olnbogabætur úr mjúku rúskinni svo peysurnar og/eða jakkarnir endist lengur. Til í nokkrum litum. Með gataröðmmeð fram brún til að auðvelda saumaskapinn. Koma tvær saman í pakkningu. Það er upplagt að nota Laine St. Pierre stoppugarnið til að festa bæturnar.
-
Bambus sokkaprjónarnir koma í tveimur lengdum; 15 cm sem er ágæt lengd fyrir vettlinga-, sokka- og barnapeysuermar. 20 cm sem eru góðir fyrir ermaprjón og allt annað sem á að prjóna í hring eins og hálsmál, húfur o.fl. Oddarnir eru góðir þar sem þeir mjókka með aflíðandi halla. Það er gott að beita þeim í prjóni með alls konar garn. Bambusprjónar er léttir og mörgum finnst betra að nota ljósa prjóna. Bambus er stekt efni og svignar frekar en brotnar þegar reynir á þá. Byrjendum, sem hættir til að prjóna laust, hentar vel að nota bambusprjóna. Þá næst betra grip og lykkjurnar láta betur að stjórn.
-
Afsláttur!
- Grófleiki: Fisband / lace
- Innihald: 100% íslensk ull
- Lengd/þyngd: 225m/25g
- Prjónar: 2 – 2,5 mm
- Prjónfesta: 38 L á prjóna 2 mm = 10 cm
- Þvottur: Handþvottur í ylvolgu eða köldu vatni
-
Nálahús með 2 grófum jafanálum. Bogni oddurinn auðveldar þræðingu í gegnum lykkjur. Nálarhúsið er með áskrúfuðu loki sem geymir nálarnar vel. Nálarnar eru Ø 2,5 x 7 mm á lengd. Fleiri nálahús með nálum fáanleg:
- Jafanálasett (# 339)
- Jafanálasett með bognum oddum (# 3121)
- Jafanálasett með fínum nálum (# 3168)