Í síðari hlutanum eru eitt hundrað útprjónsmunstur sem ættu að geta orðið öllu prjónaáhugafólki óþrjótandi brunnur hugmynda til að hanna og skapa eigin útfærslur. Fjölmargar skýringarmyndir og ljósmyndir prýða bókina og eiga ríkan þátt í að gera hana að ómissandi grundvallarbók fyrir alla sem hafa ánægju af að prjóna.
Gréta Sörensen útskrifaðist úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1983 og með MFA í textílhönnun frá Konstfack í Svíþjóð árið 1993, með áherslu á prjónahönnun. Hún hefur unnið við hönnun á hand- og vélprjóni og einnig við kennslu.
-
Höfundur: Gréta Sörensen Útgefandi: Forlagið (2021) Mjúkspjalda | 271 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 960 g Prjónabiblían er einstök íslensk uppflettibók um prjóntækni og jafnframt hugmyndavaki fyrir munsturgerð og prjónahönnun, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Í fyrri hluta bókarinnar er farið ítarlega yfir öll grunnatriði í prjóni, meðal annars mismunandi aðferðir við að fitja upp, auka út, fella af og ganga frá. Tækni og handbragði við hvers konar prjónaskap, einfaldan og flókinn, er vandlega lýst, hugtök eru útskýrð, kennt að lesa uppskriftir og fjallað um ótal önnur atriði sem gagnlegt er að kunna skil á. Einnig er rætt um garntegundir og ólíka eiginleika þeirra.
-
Höfundur: Carolyn N.K. Denham - Merchant & Mills Ùtgefandi: Pavilion Books (2014)Mjúkspjalda | 256 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 250 g | Mál: 130 x 180 x 15 mmHandhæg og flott bók frá Merchant & Mills sem eru sérfræðingar í fatasaumi. Í bókinni er svarað helstu spurningum um fatsaum og saumaskap. Troðfull bók að nytsamlegum upplýsingum um efni, áhöld og aðferðir.Dæmi um umfjöllunarefni: Frá undirbúningi til frágangs, mælingar og merkingar, sniðsaumar og rykkingar, saumar, hreyfivídd, faldar, fóður og festingar eins og tölur eða hnappar og rennilásar. Það eru upplýsingar um hvernig á að nota og skilja snið, grunnbreytingar á sniðum og fullt af ráðum um hvernig á að nota besta vin fatasaumarans; straujárnið.
-
Höfundur: Sarah ShrimptonÙtgefandi: David & Charles (2021)Mjúkspjalda | 128 bls. Þyngd: 454 g | Mál: 216 x 229 x 7.62 mm
Hello Hexie! : 20 easy crochet patterns from simple granny hexagons
It's time to see granny hexagons in a whole new light with this inspired collection of modern crochet patterns for clothes, accessories and homewares. Quilters have always known the power of the hexagon but now crocheters can get in on the action too with a collection of step-by-step instructions for crochet hexagon motifs and crochet patterns. It's time for the granny square to move over and make way for the hexagon, the hottest new crochet motif! In this unique collection, popular crochet designer and author, Sarah Shrimpton reveals patterns for 10 unique crochet hexagon designs so you can pick your favourite. As well as the written pattern there are also crochet charts for each of the hexagons for extra clarity. Once you've practised your hexie skills you can choose from a collection of 20 step-by-step projects that you will be itching to stitch thanks to their simplicity and creativity. Hexagons are quick and easy to make and can be combined in a myriad of ways to create a huge range of projects - from garments and accessories to home decor and even toys. Sarah reveals how the humble hexagon can be used as the basis for a wide range of projects including a cute, retro mini skirt, a boho bag, cosy slipper socks and a boho daisy design wall hanging. These little motifs are so flexible that they lend themselves to everything from a dainty shrug and a lacy summer top to a heavy wool rug and a cosy poncho depending on the size of yarn and crochet hook that you use, the possibilities are endless! Crocheting motifs is the ultimate portable crochet project - they are small enough to carry with you when you're on the move - and because each project is made using just hexies and some simple joining techniques, this collection is suitable even for complete beginners. Before you know it you will have stitched enough hexies to create the perfect gift to impress friends and family. This refreshing twist on the classic granny square will get you excited about the possibility of the humble six-sided polygon and how it can be used to create gorgeous projects... one little hexie at a time. -
Höfundur: Cheryl Brickey & Paige Alexander Útgefandi: C & T Publishing (2018)Mjúkspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 404 g | Mál: 203 x 254 x 10 mm
Modern Plus Sign Quilts : 16 Dynamic Projects - a Variety of Techniques
Plús-mynstur hafa verið vinsæl í bútasaumi um árabil. Hér eru 16 grafísk mynstur, nútímaleg og hefðbundin, eitthvað fyrir alla, líka í erfiðleikastigi. Nákvæmar teikningar lýsa aðferðunum og leiða þig í gegnum ferlið, hvort sem þú ert rátt að byrja bútasaum eða hefur reynslu. Plúsmynstrin eru útfærð í bútasaumuðum barnateppum, rúmteppum og fleiru. Notaðu efni sem höfða til þín - einlit, mynstruð, tilbúna búta eða afganga, allt gengur upp. -
ADDI Crasy Trio eru þríprjónar eða þrír bognir prjónar með stuttri snúru í miðjunni. Þeir eru 26cm langir og hver prjónn er með einum beittum oddi og einum bljúgum. Þannig er hægt að velja hvorum oddinum er prjónað með. Þeir henta í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermaprjón. Fást í 4 - 8 mm. Fást einnig 26cm langir fyrir sömu not og að auki ermaprjón á fullorðins peysur.
-
"Kantan Couture" er áhald frá CLOVER notað til að sauma lykkuspor, festa perlur og pallíettur á fljótlegan hátt, án þess að nota hefðbundna nál. Efni er strekkt á útsaumshring, sem líka er hægt að fá frá CLOVER, og króknum stungið í gegn og dregin upp aftur. Hægt er að sauma frjálst eða eftir teiknuðum línum/formum.
-
Höfundur: Yumiko Higuchi Útgefandi: Zakka Workshop (2022)Mjúkspjalda | 64 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 230 g | Mál: 190 x 230 mm Punch Needle bókin dregur nafn sitt af áhaldinu sem notað er við þessa tegund af útsaumi. Grófri nál, sem er hol að innan, og með skafti er þrýst í gegnum vel strekkt efni, hæfilega gisið svo nálið komist í gegnum efnið, en nógu þétt ofið svo það haldi vel við garnið. Þráðurinn liggur í gegnum holu nálina og hægt er að mynda lykkjur með garninu eða klippa þær upp og mynda flos. Höfundurinn Yumiko Higuchi sýnir með vinnulýsingum aðferðina og 11 litrík og vel útfærð verkefni á mismunandi erfiðleikastigum.
-
Höfundur: Andie Solar Útgefandi: C&T Publishing (2020)Mjúkspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 410 g | Mál: 203 x 254 mm Punch Needle bókin dregur nafn sitt af áhaldinu sem notað er við þessa tegund af útsaumi. Grófri nál, sem er hol að innan, og með skafti er þrýst í gegnum vel strekkt efni, hæfilega gisið svo nálið komist í gegnum efnið, en nógu þétt ofið svo það haldi vel við garnið. Þráðurinn liggur í gegnum holu nálina og hægt er að mynda lykkjur með garninu eða klippa þær upp og mynda flos. Höfundurinn Andie Solar sýnir með vinnulýsingum aðferðina og 13 litrík og vel útfærð verkefni á mismunandi erfiðleikastigum. Perfect for absolute beginners and the projects are kid-friendly. Hér er sýnishorn af innihaldi bókarinnar: Search Press
-
Höfundur: Katarina Brieditis & Katarina Evans Mjúkspjalda | 48 bls. Tungumál: SænskaÞyngd: 150 g | Mál: 170 x 240 mmÖll eigum við uppáhaldsflíkur sem kemur gat á eða aflagast vegna mikillar notkunar, fallegar flíkur sem þarf að endurnýja og gera við. Með því að gefa sér smá tíma og kærleik er hægt að styrkja, laga og setja persónulegan stíl á flíkina með skemmtilegri handavinnu. Lappa er smárit í flokknum Lappa & Laga sem sænska heimilisiðnaðarfélagið gefur út. Þar er sýnt hvernig hægt er að gera við gallabuxur, skyrtukraga, peysur, fóður og fleira. Textílhönnuðurinn Katarina Brieditis og meistaraútsaumskonan Katarina Evans eru e.t.v. ekki uppteknar af því að sýna einföldustu leiðina til að gera við, en örugglega þá skemmtilegustu. Með því að nálgast vandamálið á skapandi hátt er hægt að finna óvæntar lausnir og bjarga uppáhaldsgallabuxunum svo dæmi sé nefnt. E.S. Það er meira framleitt af fatnaði en við þurfum á að halda, við kaupum meiri fatnað en við þurfum á að halda og við losum okkur við meira af fatnaði en nauðsynlegt er. Það þarf ekki að vera þannig. Höfundarnir og nöfnurnar Katarina Brieditis og Katarina Evans eru báðar hámenntaðar í textíl og hoknar af reynslu í þeim geira. Sú reynsla endurspeglast í bókinni.
-
ADDI Crasy Trio eru þríprjónar eða þrír bognir prjónar með stuttri snúru í miðjunni. Þeir eru 23cm langir og hver prjónn er með einum beittum oddi og einum bljúgum. Þannig er hægt að velja hvorum oddinum er prjónað með. Þeir henta í sokkaprjón, vettlingaprjón og ermaprjón á barnapeysum. Fást í 2 - 5 mm. Fást einnig 26cm langir.
-
Afsláttur!Höfundur: Kim Hargreaves Útgefandi: Kim Hargreaves (2019)Mjúkspjalda | 68 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 277 g | Mál: 210 x 260 x 10 mm Átján uppskriftir af fylgihlutum, treflar, húfur, kragar, fyrir haust og vetur frá Kim Hargreaves. Kim, fyrrum aðalhönnuður Rowan, er þekkt fyrir sína kvenlegu, klassísku og stínhreinu hönnun. Hún notar eingöngu Rowan garn í sínum bókum.Rowan garnið sem er notað í þessu hefti: Kidsilk Haze, Kid Classic, Cocoon, Brushed Fleece, Big Wool, Alpaca Classic, Alpaca Soft DK og Softyak DK.
-
Afsláttur!Höfundur: Kim Hargreaves Útgefandi: Kim Hargreaves (2020)
Mjúkspjalda | 68 bls.
Tungumál: Enska Þyngd: 278 g | Mál: 210 x 260 x 7 mm -
Þessar sveigjanlegu segulklemmur (2 í pakka) eru einföld leið til að geyma alls konar áhöld á sínum stað. Segullinn sem er í sitt hvorum endanum loða hvor við annan eða við alla stálfleti. Notkun: Festið penna við SEGULBRETTIÐ eða VERKEFNAMÖPPUNA, skipuleggðu hringprjónasnúrur, festið UMFERÐATELJARA á uppskriftina, hafið prjónamerki við höndina eða hafið stjórn á hleðslusnúrunni. Það kemur á óvart hve nytsamlegar segulklemmurnar eru. Innihald:
- Sveigjanlegar klemmur með seglum í sitt hvorum enda
- Mál:
- 9 cm x 2 cm
- Tvær segulklemmur
- Litaval:
- Colorful
- Ein í lit Wild Rose (bleikt) og ein í lit Duck Egg (ljósblágrænt)
- Neutral
- Ein í lit Storm (grátt) og ein í lit Linen (fölgrátt)
- Earth Tones
- Ein í lit Clay (leirbrúnt) og ein í Mustard Seed (sinnepsgult)
- Colorful
-
Kringlóttur útsaumshringur úr tré með góðum festingum, nauðsynlegt áhald fyrir þá sem sauma út. Mælt er með því að hringurinn sé vafinn með þunnri léreftsræmu eða t.d. teygjanlegri grisju sem fæst í apótekum. Þetta auðveldar vinnuna og heldur, sérstaklega þunnum, efnum betur strekktum og markar þau ekki. Það er mikilvægt að velja stærð útsaumshringsins í samræmi við verkefnið sem unnið er. Ef hringurinn er of lítill fyrir verkefnið fer mikill tími á að færa hringinn til og efnið getur skemmst.
-
Málböndin eru úr umhverfisvænu efni (ekki plast) og koma í sex mismunandi litum: Clay (rauðbrúnt), Linen (beinhvítt), Storm (grátt), Sea Glass (blágrænt), Mustard Seed (gult) og Wild Rose (bleikt). Björtu litirnir tryggja að þú finnir alltaf málbandið í prjónatöskunni. Jarðalritirnir setja fallegan svip á áhöldin þín. Málbandið sjálft er úr málmi með cm/mm og tommum og lengdin er 2 m. Cocoknits leggur áherslu á að nota umhverfisvæn efni í framleiðsluna og forðast plast eins og hægt er. Skelin utan um málbandið er úr PLA sem er 100% náttúruuppleysanlegt efni úr jurtaríkinu. Með því að sleppa lásnum tókst að gera málbandið án plasts og þannig eru líka minni líkur á því að það bili. Hvert málband kemur í endurnýtanlegum poka úr líni. Mál: 6,5 x 5 x 1,3 cm, málbandið er 2 m langt.
-
Afsláttur!Höfundur: Michelle Wang Ritstjórn: Brooklyn Tweed (2017)Mjúkspjalda | 138 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 499 g |
CAPSULE | Michele Wang fyrir Brooklyn Tweed
Þessi bók; CAPSULE frá Brooklyn Tweed beinir sviðsljósinu að prjónhönnun Michele Wang. Þetta er önnur bókin í CAPSULE seríunni, og þar notar hönnuðurinn tweed garnið frá Brooklyn Tweed til að hanna nútímalegar peysur á bæði kynin. Peysurnar eru allt frá því að vera einfaldar og stílhreinar í flóknari mynsturpeysur. Átta uppskriftir, hver annari áhugaverðari, tilvísun á ánægjulegar prjónastundir og frábærar flíkur til að eiga og nota. -
Góður skurðarhnífur með 45mm blaði fyrir alla námkvæmisvinnu í bútasaumi. Skurðarhnífar eru ómissandi áhald fyrir bútasaumara. Hnífurinn situr vel í hendi og það er auðvelt að skera fljótt og vel með honum. • Hentar bæði rétthentum og örvhentum. Hlífinni er einfaldlega snúið eftir því hvor höndin er notuð. • Sker vel sama hvernig hnífnum er beitt; lóðrétt eða á ská, því blaðhlífin hefur nægilegt svigrúm en blaðið sjálft nær mátulega langt út fyrir brúnina til að gæta öryggis. • Gripið á handfanginu er þægilegt með stömum en mjúkum snertiflötum. • Hægt að stilla hve hratt skurðarblaðið rennur. Ef skrúfan er hert hægist á blaðinu sem auðveldar skurð á þykkari efnum.