-
Mýkir
Þurrkaraboltar eru bráðnauðsynlegir til að þurrka yfirhafnir með fyllingu úr dúni. Þeir veltast um í þurrkaranum og berja lofti í flíkina. En þurrkaraboltarnir (Dryer Dots) hafa annan og meiri tilgang. Þeir mýkja efni á náttúrulegan hátt, með varkárri og hávaðalausri veltandi hreyfingu.Spara tíma, peninga og orku
Dryer Dots boltarnir eru úr 100% umhverfisvænni ull sem drekkur í sig raka sem styttir þurrkunartímann. Boltarnir koma loftinu á meiri hreyfingu í þurrkaranum sem spara þess vegna orku.Lyktarlausir og án ofnæmisvaldandi efna
Boltarnir eru án mýkingarefna og ilmefnalausir, öruggir í notkun fyrir þau sem eru með viðkvæma húð, asma og ofnæmi. Það er einnig hægt að nota boltana til að mýkja ungbarnafatnað og taubleyjur. Þeir fara vel með efni.Endist í yfir 3.000 þurrkarafylli!
-
Hentugar heklunálar til laga lykkjuföll og leiðrétta lykkjur í prjóni. Notið oddinn til að rekja upp lykkurnar eins og þarf og krókinn til að hekla upp nýjar lykkjur. • Framleiddar úr “Takumi” gæða bambus. • Auðvelt að rekja upp lykkjur með oddinum. • Góður oddur á heklunálinni sem rennur auðveldlega í gegnum lykkjurnar. • Hægt að nota til að prjóna upp lykkjur. • Hægt að nota sem stutta heklunál. • Nytsamleg til að greiða úr garnflækju með oddinum t.d. í móhár garni. Tvær stærðir: 4,5 mm x 10 cm og 3,5 mm x 10 cm
-
Búið til skúfa með alls konar garni! Hægt að nota útsaumsgarn, prjónagarn eða hvað sem ykkur dettur í hug. Sniðugt að eiga skúfa til að merkja/skreyta skærin og önnur áhöld. Hér er PDF skjal með leiðbeiningum um hvernig skúfarnir eru búnir til með þessu áhaldi: SKÚFAGERÐ.