• Frábærar merkikrækjur, enda ein af okkar allra vinsælustu vörum. Þær eru úr efni sem endist vel (brotna ekki). Krækjurnar eru mest notaðar til að merkja umferðir, t.d. úrtökur eða útaukningar. Það eru tvær stærðir fáanlegar. Þessar eru stærri. Innihald: 12 merkikræjur í tveimur litum, plastumslag til að geyma þær í fylgir. Athugið að það er betra að hafa krækjurnar lokaðar þegar þær eru ekki í notkun.
  • Frábærar merkikrækjur, enda ein af okkar allra vinsælustu vörum. Þær eru úr efni sem endist vel (brotna ekki). Krækjurnar eru mest notaðar til að merkja umferðir, t.d. úrtökur eða útaukningar. Það eru tvær stærðir fáanlegar. Þessar eru minni. Innihald: 20 merkikræjur í tveimur litum, plastumslag til að geyma þær í fylgir. Athugið að það er betra að hafa krækjurnar lokaðar þegar þær eru ekki í notkun.
  • Prjónamerki úr mjúku efni. Mjög þægileg í notkun; sett upp á prjóninn til að merkja byrjun umferðar, ákveðnar mynstureiningar, úrtökur, útaukningar o.fl. Innihald: 20 merki í 2 litum. Fyrir prjónastærðir
    • 10 stk. lítill: 8 mm - 10 mm.
    • 10 stk. stór: 12,75 mm - 19 mm.
  • CLOVER prjónamerki eru létt og þægileg í notkun. Þessi eru lokuð og fara utan um prjóninn og fylgja honum upp verkefnið. 20 stk. í pakka, 10 minni og 10 stærri í tveimur litum.
  • Prjónamerki úr mjúku efni. Mjög þægileg í notkun; sett upp á prjóninn til að merkja byrjun umferðar, ákveðnar mynstureiningar, úrtökur, útaukningar o.fl. Innihald: 30 merki í 2 litum, 10 minni og 20 stærri. Prjónastærðir
    • 10 stk. lítil: 2 mm - 3,75 mm.
    • 20 stk. stór: 3,75 mm - 8 mm.
  • Fatamerking með textílpenna og skapalóni fyrir stafi. Hugsað til að merkja leikskólaföt barnanna. Dugar í nokkrar merkingar.
  • Merkipenni á efni. Hentar í bútasaum, fatasaum og aðra handavinnu. Merkingin fer úr þegar efnið blotnar. Sjá nánar hér fyrir neðan. Tveir grófleikar í boði
    • Merkipenni vatnsleysanlegur (fínn) - #515
    • Merkipenni vatnsleysanlegur (grófur) - #516
  • Air erasable merkipennarnir eru góðir þegar þegar merkja þarf fyrir saumum eða öðru á ljós og dökk efni efni. Það gefst nægur tími áður en merkingin hverfur. Leyfið blekinu að hverfa af sjálfu sér eða strokið merkinguna út með strokleðrinu á hinum enda pennans. Tíminn sem það tekur fyrir merkingarnar að hverfa alveg fer eftir rakasigi, hitastigi og magni bleks á efninu.
  • Þetta faldamál er hannað til að auðvelda þér að merkja saumför fljótt og nákvæmlega. Það er með merkingar frá 1 til 5 cm með 5 mm millibili og hentar flestum saumverkefnum. Faldamálið er úr málmi sem gott er að nota til að mynda skörp brot með straujárni eða sem sniðmát fyrir skörp horn á vösum og öðrum saumaskap.
  • Mældu, merktu, brjóttu og pressaðu í einni sleitulausri hreyfingu!
    Hitaþolið og vatnsþolið - þolir gufun og gufustraujun. Má strauja beint á.
    Einstakt yfirborð sem rennur ekki til kemur í veg fyrir misræmi.

    Stærð:  breidd 50.0 × hæð 250.0 mm

     
  • Mældu, merktu, brjóttu og pressaðu í einni sleitulausri hreyfingu!
    Hitaþolið og vatnsþolið - þolir gufun og gufustraujun. Má strauja beint á.
    Einstakt yfirborð sem rennur ekki til kemur í veg fyrir misræmi.

    Stærð: 6 × 6 tommur (152,4 × 152,4 mm)

     
  • Útsaumshringir fánalegir í þremur stærðum Ø 15,2 cm, Ø 20,3 cm og Ø 25,4 cm. Þær eru úr sterku plastefni með smá glimmeri. Þær halda efninu vel strekktu og er auðvelt að herða og losa. Frábært fyrir allan venjulegan útsaum með nál. Veljið lit og stærð hér fyrir neðan.
  • Sweet 'n Sharp Macaron er nálasegull sem heldur nálum og títiprjónum á sínum stað. Ekki bara sætur heldur líka nytsamlegur. Oddinum á saumnál er stungið í mjúka púðann í raufinni til að brýna hana. Fæst í tveimur litum:
    • Hindberjableikt (#4130)
    • Pistasíuhnetugrænt (#4131)
  • "Quick-Cut" er þráðskeri sem flýtir fyrir þegar klippa þarf þræði eftir saumaskap. Hannaður til að skera á þræði fljótt og örugglega.
    • Auðvelt aðgengi.
    • Hentar jafnt tvinna sem garni.
    • Fingurnir geta ekki snert hnífinn sem eykur öryggið.
    Þegar skurðarblaðið missir bitið er skífunni snúið allt að 12 sinnum. Eftir það er auðvelt að skipta um skurðarblaðið sem er í staðlaðri 45 mm stærð fyrir skurðarhnífa Clovers.
  • Lykkjunælur eða lykkjuhaldarar sem eru hannaðar með þarfir prjónara í huga. Í staðhefðbundinnar nælu er prjónn með teygju úr silíkóni sem festist utan um prjóninn. Þannig haldast lykkjurnar á öruggum stað. Það sem gerir þetta áhald svo gott er að hægt er að hleypa lykkjunum fram af báðum endum. Frábært til að geyma lykkjur í handvegi og á fleiri stöðum. Kemur í fjórum gerðum eftir grófleika garnsins. Innihald: 2 lykkjunælur í pakka.
  • Kaðlaprjónar hannaðir til að geyma lykkjur í boganum. Vegna lögunarinnar renna lykkjurnar ekki fram af prjóninum. Innihald: 3 kaðlaprjónar í mismunandi grófleikum.
  • Hefðbundnir kaðlaprjónar, léttir með sveigju og renna síður úr þess vegna. Þrír kaðlaprjónar sem passa fyrir algengustu grófleika af garni.
  • Spjöld til að vefja garni utan um þegar myndprjón (intarsia) er prjónað. Það er þægilegra að vefja garni um spjöld í myndprjóni frekar en að hafa margar hnotur sem flækjast. Sex spjöld í pakka.
  • Garnleiðari er settur upp á vísifingur vinstri handar í tvíbanda- eða þríbandaprjóni. Þá haldast litirnir aðskildir svo auðveldara verður að láta ríkjandi og víkjandi liti vera á sínum stað. Fæst fyrir fínna garn og grófara garn. Ath. litir geta verið mismunandi.  
  • "Kantan Couture" er áhald frá CLOVER notað til að sauma lykkuspor, festa perlur og pallíettur á fljótlegan hátt, án þess að nota hefðbundna nál. Efni er strekkt á útsaumshring, sem líka er hægt að fá frá CLOVER, og króknum stungið í gegn og dregin upp aftur. Hægt er að sauma frjálst eða eftir teiknuðum línum/formum.  
  • Útsaumshringur Ø 18 cm, heldur efninu vel strekktu. Auðvelt að herða og losa. Frábært fyrir allan venjulegan útsaum með nál, en líka með flosnál og couture nál (þar sem efnið þarf að haldast vel strekkt).
  • Útsaumshringur Ø 18 cm, heldur efninu vel strekktu. Auðvelt að herða og losa. Sérstaklega hannað fyrir útsaum með flosnál, hringurinn stendur á fótum sem hægt er að hækka og lækka eftir þörfum.
  • Langur þræðari fyrir flosnál. 2 stk. í pakka. Sjá nánar upplýsingar með Flosnál með handfangi.
  • Saumaðu út á einfaldan hátt með því að þrýsta nálinni í gegnum strekkt efni. Strekktu efnið á útsaumshring og teiknaðu með nálinni! Innihald
    • Flosnál með handfangi
    • Hringur, jafanál og þræðitvinni
    Notkun
    1. Þrýstu nálinni í gegnum vel strekkt efni og dragðu upp.
    2. Renndu nálinni eftir efninu og endurtaktu.
    Garn
    • Léttband (medium eða DK) til stórband (bulky) garn.
    Heppileg efni
    • Grófur panamajafi (monk cloth) fæst í Storkinum.
     
Go to Top