- Nálarnar renna vel í gegnum efni.
- Nálarnar eru með gyllt auga sem er auðveldara að þræða.
- Nálarnar eru úr sérstaklega hertu stáli svo þær bogna hvorki né brotna.
- Nálaroddarnir eru bljúgir og hentar í úttalinn útsaum eða frágang í prjóni eða annarri garnvinnu.
- Nálarnar fást í ýmsum grófleikum; hærra númer = fínni nál.
-
-
REINDEER JACKET eða HREINDÝRA JAKKI er uppskrift frá Rowan úr Felted Tweed garninu þeirra sem er mjög létt og hentar í tvíbandaprjón. Fæst í yfir 50 litum.
Peysan er prjónuð í stykkjum með tvíbandaprjóni í tveimur litum og er með sjalkraga. Litirnir og mynstrið gera hana vetrarlega og jafnvel jólalega.
Þessa uppskrift er hægt að sækja FRÍTT sem pdf skjal og hún er á ensku. -
Það hefur verið mikill áhugi á leikfangahekli. Næsta námskeið verður í haust. Skráið ykkur endilega til að komast á listann. Um leið og við náum lágmarksfjölda setjum við námskeið í gang. 3 skipti – kl. 18 - 20 Heklnámskeið þar sem kennt er leikfangahekl eftir vinsælu bókinni CUTE CROCHETED ANIMALS eftir Emma Varnam. Bókin fylgir með ásamt 3 hnotum af Volare DK garni, í litum að eigin vali, sem hentar mjög vel í leikfangahekl.Þetta hefur verið mjög vinsælt námskeið hjá okkur og það er ástæða fyrir því. Þetta eru ótrúlega sæt dýr og mátulega stór, en bókin hefur því miður verið ófáanleg lengi. Okkur tókst að ná í nokkur eintök og bjóðum því loksins aftur upp á þetta námskeið.Hafa meðferðis eða kaupa á staðnum: Heklunálar 3 - 3,5 mm.Kennari: Sólveig Sigurvinsdóttir
-
Petite Knit er merki danska prjónhönnuðarins Mette Wendelboe Okkels. Hún hannar og útfærir uppskriftir á börn og fullorðna í klassískum nútímalegum stíl. Mette tengir um leið gamlar prjónahefðir við nýjar aðferðir. Uppskriftirnar eru skýrar og gott að fara eftir þeim. Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.