Útsaumsnámskeið með Adriana Torres (Miga de Pan).
Adriana kemur til okkar alla leið frá Argentínu og heldur námskeið fyrir áhugafólk um útsaum. Fimm klst. tveggja eftirmiðdaga helgarnámskeið á verkinu PLAY & STITCH. Tími: Laugardagur 23. ágúst kl. 13:30 - 16:15 (með 15 mín kaffihléi). Sunnudagur 24. ágúst kl. 13:30 - 16:15 (með 15 mín kaffihléi). Staður: Storkurinn, Síðumúla 20, 108 Reykjavík Greiða þarf fyrir námskeiðið um leið og skráning fer fram, sjá hnapp neðar í síðunni til að setja vöru í körfu. Námskeiðslýsing: PLAY & STITCH Hleyptu sköpunargleðinni lausri með því að sauma út þína eigin útgáfu af hinum þekkta peysu-stól. Á þessu sérstaka námskeiði færðu tækifæri til að sökkva þér í útsaumsheiminn hennar Adriönu Torres og finna í leiðinni þinn sköpunarkraft og virkja hann í útsauminn. Hvort sem þú ert reynslubolti eða rétt að byrja þá gæti þetta námskeið hjálpað þér að finna sköpunargleðina. Með skemmtilegri nálgun mun Adriana leiða ykkur í gegnum ferlið og aðstoða ykkur við að skapa ykkar eigin peysu-stól. Til að taka þátt í þessu námskeiði þarf ekki að hafa reynslu í útsaumi. Í þessu 5 klst. námskeiði munið þið læra mörg ný útsaumsspor, eins og Colcha sporið, Towel sporið, Quaker sporið, argentínskan hnút, argentínskan ferhyrndan hnút og argentínsk takkaspor o.fl. Þetta eru ný spor sem Adriana kynnir í fyrsta skipti á ferðalagi hennar um Evrópu, Ameríku og Asíu. Innifalið: Útsaumsefni, útsaumsgarn og bæklingur með sporgerðum, kaffi/te og hressing í hléi. Ykkur er velkomið að taka með ykkar eigið útsaumsgarn og nálar. Hafa meðferðis: Takið með ykkur útsaumsskæri og lítinn (10-12 cm) útsaumshring (hvoru tveggja verður hægt að kaupa í Storkinum). Erfiðleikastig: Adriana gerir ekki kröfu um reynslu í útsaumi, það er auðvitað gott að hafa snert nál áður til að fá sem mest út úr námskeiðinu. Þetta námskeið er fyrir ykkur sem viljið taka þátt í skapandi vinnustofu og læra nýjar útsaumsaðfeðir. Á báðum námskeiðunum The Forest Alphabet og Play & Stitch verða tekin fyrir samskonar spor eins og Colcha sprorið, Towel sporið, Quaker sporið, argentínska hnúta og ferhyrnda hnúta og argentínsk takkaspor, auk annarra spora. Þótt grunnurinn sé sá sami þá eru námskeiðin ólík, bæði þemað og nálgunin. Adriana byrjaði að sauma út stóla með peysum 2008, þegar hún fór að setja saman í teikningu tvo hversdagslega hluti sem hún hélt upp á. Áhugi hennar á stólahönnun er hægt að rekja aftur til þess tíma þegar hún var nemandi í arkitektúr, uppgötvaði Bauhaus og hönnun Marcel Breuer og Gerrit Rietveld. Hún hugsar offt um setninguna sem Gaston Bachelard lét hafa eftir sér “without the unexpected crossing of two images there is no imagination.” Fyrir hann var ímyndaraflið ferli sálarinnar og er aðeins hægt að útskýra með því að túlka myndmálið sjálft. Fyrir utan stóla og handprjónaðar peysur hefur Adriana alltaf haft áhuga á öðruvísi hlutum - því einstaka. Endurtekningin á peysustólunum sýnir ástríðu hennar fyrir viðfangsefninu, eins og hollenski málarinn Klaas Gubbels málaði endurtekið kaffikönnur og íslenski málarinn Stórval málaði Herðubreið aftur og aftur. Adriana er sannfærð um að hún muni halda áfram að mála og sauma út stóla með peysum það sem eftir er af ævinni.-
Útsaumsnámskeið með Adriana Torres (Miga de Pan).
Adriana kemur til okkar alla leið frá Argentínu og heldur námskeið fyrir áhugafólk um útsaum. Fimm klst. tveggja morgna helgarnámskeið þar sem Adriana kennir útsaum á verkinu FOREST ALPHABET. Tími: Laugardagur 23. ágúst kl. 9:30 - 12:15 (með 15 mín kaffihléi). Sunnudagur 24. ágúst kl. 9:30 - 12:15 (með 15 mín kaffihléi). Staður: Storkurinn, Síðumúla 20, 108 Reykjavík Greiða þarf fyrir námskeiðið um leið og skráning fer fram, sjá hnapp neðar á síðunni til að setja vöru í körfu. Námskeiðslýsing: THE FOREST ALPHABET Kynning á þremur nýjum argentínskum útsaumssporum. Ekki missa af þessu einstaka tækitæki til að sökkva þér í útsaumsheiminn hennar Adriönu Torres, listakonu og leturhönnuð. Adriana hefur ferðast út um allan heim og kennt listina að sauma út. Til að taka þátt í þessu námskeiði þarf ekki að hafa reynslu í útsaumi. Þátttakendur munu sauma út nýtt stafróf sem hefur fengið innblástur frá jurtaríki skógarins. Í þessu 5 klst. námskeiði munið þið læra mörg ný útsaumsspor, eins og Colcha sporið, Towel sporið, Quaker sporið, argentínskan hnút, argentínskan ferhyrndan hnút og argentínsk takkaspor o.fl. Þetta eru ný spor sem Adriana kynnir í fyrsta skipti á ferðalagi hennar um Evrópu, Ameríku og Asíu. Innifalið: Útsaumsefni með áprentuðu mynstri með stafrófinu, útsaumsgarn og bæklingur með sporgerðum, kaffi/te og hressing í hléi. Ykkur er velkomið að taka með ykkar eigið útsaumsgarn og nálar. Hafa meðferðis: Takið með ykkur beitt útsaumsskæri og lítinn (10-12 cm) útsaumshring (hvoru tveggja verður hægt að kaupa í Storkinum). Erfiðleikastig: Adriana gerir ekki kröfu um reynslu í útsaumi, það er auðvitað gott að hafa saumað eitthvað aðeins út áður til að fá sem mest út úr námskeiðinu. Þetta námskeið er fyrir ykkur sem viljið taka þátt í skapandi vinnustofu og læra nýjar útsaumsaðfeðir. Á báðum námskeiðunum The Forest Alphabet og Play & verða tekin fyrir samskonar spor eins og Colcha sprorið, Towel sporið, Quaker sporið, argentínska hnúta og ferhyrnda hnúta og argentínsk takkaspor, auk annarra spora. Þótt grunnurinn sé sá sami þá eru námskeiðin ólík, bæði þemað og nálgunin. -
Maker's Canvas Satchel taskan er fyrir þá sem vilja það besta. Hún er hönnuð í anda gömlu læknataskanna. Hún opnast vel og helst opin þannig að auðvelt er að hafa yfirlit yfir allt innihaldið. Botninn er flatur og því stendur taskan vel og getur virkað sem karfa á meðan prjónað er. Tvær krækjur loka töskunni, það er fullt af vösum og stöðum til að geyma allt smádótið og verkefnin. Bryddingar, höldur o.fl. eru úr leðri með festingum úr antík bronsi. Hugað er að öllum smáatriðum. Taskan er nútímaleg og hefðbundin í senn, hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Góð handtaska fyrir prjónalífið og hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
-
Þetta er rúmgóð hliðartaska með góðu handfangi. Vandlega handunnin taska þar sem hugað er að öllum smáatriðum. Nútímaleg og hefðbundin í senn, taska sem hefur mikið notagildi og fer aldrei úr tísku! Hugsuð fyrir prjónaverkefnið eða hvað sem er. Góð handtaska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
-
Má kynna þig fyrir nýju Della Q Hook & Needle Notebook eða áhaldamöppunni, sem er hönnuð til að einfalda líf þeirra sem prjóna og hekla. Þetta er skipulagsmappa með síðum/spjöldum sem hefur hver með sinn tilgang og geymir á vísum stað heklunálar, prjóna, smáhluti, uppskriftir/mynstur o.fl. Hver mappa inniheldur fjórar síður og bráðlega verður einnig hægt að fá stakar viðbótarsíður. Á innanverðri kápunni eru tvær frágangsnálar, málband, skæri og þægilegur renndur vasi fyrir alls konar smádót. Kemur í 5 litum sem eru í stíl við hringprjónamöppuna. Flettið í gegnum allar myndirnar til að skoða innihald möppunnar. Þessi mappa er vönduð og gerð til að endast. Síður sem fylgja með Hook & Needle Notebook eru:
- fyrir sokkaprjóna eða heklunálar
- fyrir heklunálar eða prjónaodda
- fyrir hringprjóna eða fylgihluti
- innbyggður gegnsær renndur poki
-
Maker’s Backpack er bakpokinn fyrir alla sem stunda hvers kyns handíðir og eru á ferðinni, en líka fyrir hina því þetta fyrst og fremst góður og vandaður bakpoki. Axlarólarnar eru nógu breiðar til að dreifa þyngdinni í bakpokanum jafnt. Hann getur staðið óstuddur þökk sé fimm málmtöppum sem veita stuðning en koma líka í veg fyrir að botninn óhreinkist. Handföngin efst á töskunni eru þægileg en þau er líka hægt að taka af ef vill. Á annarri hliðinni er sérstakur vasi fyrir prjóna og /eða heklunálar. Sérstakt hólf er fyrir VÍV (verk í vinnslu), staður fyrir símann og margt annað. Góð taska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun.
-
ADDI Click Lace Short hringprjónasett inniheldur 8 pör af prjónaoddum úr málmi í stærðum 3,5mm til 8mm. Hvert prjónaoddapar er með löngum og góðum oddum (lace), en prjónarnir sjálfir eru styttri svo hægt sé að nota til að mynda 40cm eða lengri hringprjóna. Það fylgja með 5 addi snúrur, liprar eins og ADDI prjónasnúrurnar eru; 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Einnig fylgir með tengi til að tengja saman snúrur, gripbleðill til að auðvelda tengingu á oddi og snúru og gyllt næla til skrauts. ADDI Click prjónunum er smellt við snúrurnar (enginn skrúfgangur) og losna því ekki á meðan prjónað er. Hægt er að bæta við settið með því að kaupa fleiri stærðir af prjónaoddum, bæði styttri og allt uppí 12mm í löngum oddum. Einnig er hægt að kaupa viðbótar snúrur stakar. Prjónasettið kemur í þægilegri tösku þar sem er rennt hólf fyrir alla smáhlutina og hver prjónn á sinn stað.
-
addiClick Novel Lace Short hringprjónasett inniheldur 8 pör af prjónaoddum úr málmi í stærðum 3,5mm til 8mm. Hvert prjónaoddapar er með löngum og góðum oddum (lace), en prjóninn sjálfur er stuttur. Þá eru Novel prjónarnir frábrugðnir öðrum hringprjónum því prjónarnir eru hrjúfir viðkomu eða hamraðir. Þessir áferð veldur því að auðveldara er að ná gripi á þeim og lykkjurnar renna ekki eins vel. Það gagnast þeim sem halda lausar um prjónana og vilja prjóna fastar. Þessa odda er hægt að nota fyrir snúrur sem mynda 40cm eða lengri hringprjóna. Það fylgja með 5 snúrur, liprar eins og ADDI prjónasnúrurnar eru; 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Einnig fylgir með tengi til að tengja saman snúrur, gripbleðill til að auðvelda tengingu á oddi og snúru og gyllt næla til skrauts. addiClick Novel prjónunum er smellt við snúrurnar (enginn skrúfgangur) og losna því ekki á meðan prjónað er. Hægt er að bæta við settið með því að kaupa fleiri stærðir af prjónaoddum (með sléttri áferð), bæði styttri og allt uppí 12mm í löngum oddum. Einnig er hægt að kaupa viðbótar snúrur stakar. Prjónasettið kemur í þægilegri tösku þar sem er rennt hólf fyrir alla smáhlutina og hver prjónn á sinn stað.
-
Maker’s Midi Backpack er bakpoki sem er ekki of stór og ekki of lítill. Fullkominn fyrir þau sem stunda hvers kyns handíðir og eru á ferðinni, en líka fyrir hin því þetta er fyrst og fremst góður og vandaður bakpoki. Axlarólarnar eru nógu breiðar til að dreifa þyngdinni í bakpokanum jafnt. Hann getur staðið óstuddur þökk sé fimm málmtöppum sem veita stuðning en koma líka í veg fyrir að botninn óhreinkist. Handföngin efst á töskunni eru þægileg þegar axlarólarnar eru ekki í notkun. Margir góðir vasar til að hafa skipulag á öllu sem er meðferðis. Góð taska fyrir hversdagslífið. Hönnuð fyrir skapandi einstaklinga á ferðinni. Framleiðandinn hefur sjálfbærni að leiðarljósi við framleiðslu þessarar tösku. Hver taska er handunnin og tímalaus hönnun. Stærð: Lengd 35,5 cm x breidd 10 cm x hæð 32,3 cm.
-
ADDI Click Lace Long hringprjónasett inniheldur 8 pör af prjónaoddum úr málmi í stærðum 3,5mm til 8mm. Hvert prjónaoddapar er með löngum og góðum oddum (lace). Þessa odda er hægt að nota fyrir snúrur sem mynda 60cm eða lengri hringprjóna. Það fylgja með 3 addiSOS snúrur (sjá nánar neðar), liprar eins og ADDI prjónasnúrurnar eru; 60cm, 80cm og 100cm. Einnig fylgir með tengi til að tengja saman snúrur, gripbleðill til að auðvelda tengingu á oddi og snúru og gyllt næla til skrauts. ADDI Click prjónunum er smellt við snúrurnar (enginn skrúfgangur) og losna því ekki á meðan prjónað er. Hægt er að bæta við settið með því að kaupa fleiri stærðir af prjónaoddum, bæði styttri og allt uppí 12mm í löngum oddum. Einnig er hægt að kaupa viðbótar snúrur stakar. Prjónasettið kemur í þægilegri tösku þar sem er rennt hólf fyrir alla smáhlutina og hver prjónn á sinn stað.
-
Handunnin garn- eða hnotuvinda úr tré sem getur undið allt að 450 g af garni í fínbands (4ply/fingering) grófleika. Garnvindan er alveg hljóðlaus og hún er hönnuð þannig að snertifletir eru fáir og því er gengur vindingin ljúft og snuðrulaust fyrir sig. Gúmmítappar eru á botninum svo vindan renni ekki til eða rispi borð. Borðfesting fylgir. Fyrirhafnarminna að vinda garn í hnotu í þessari vindu því hver hringur sem snúið er eins og þrír á minni garnvindum. Hægt að kaupa auka gúmmíreim ef á þarf að halda.