Útgefandi: Samlaget (2021)
Mjúkspjalda | 272 bls.
Tungumál: Norska
Þyngd: 1.000 g
Vettlingarnir í þessari bók eiga sér fyrirmyndir frá 19. og 20. öld sem varðveittar eru á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.
Þessar nýju útfærslur gera okkur kleift að viðhalda þeirri þjóðlegu hefð að nota handprjónaða vettlinga og um leið að halda til haga fallegum sígildum mynstrum frá gömlum tíma.
Áhersla er lögð á að hafa úrvalið fjölbreytt, bæði í mynsturgerð og prjóntækni, svo að hér geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Guðrún Hannele Henttinen, höfundur bókarinnar, er textílkennari að mennt og hefur kennt prjón í mörg ár. Hún hefur rekið garnverslunina Storkinn í meira en áratug.
Smellið hér til að fara á síðu með kennslumyndböndum sem tengjast vettlingaprjóni.