HÖNNUN / UPPSKRIFT
Helga Thoroddsen
AÐFERÐ
Þessi peysa er prjónuð ofan frá og niður með svokallaðri tengiaðferð. Hún er með einstaklega kvenlegu og klæðilegu sniði og er prjónuð úr 1 þræði af móhári (mohair) og 1 þræði af handlituðu LITG Highland Merino. Aukavídd er fengin með því að stækka prjóna og auka út á bolnum til að fá gott A-snið. Peysan er prjónuð með sléttprjóni í hring og er með mjög litlum frágangi. Í hálsmáli eru L teknar upp og prjónaður mjúkur rúllukragi. Peysan er mjög hlý, létt og þægileg.
STÆRÐIR
Mál (stærðir 1 – 9)
Sjá má sjá ítarlega máltöflu á heimasíðunni – prjon.is
PRJÓNFESTA
Í sléttprjóni (báðir þræðir saman) eftir þvott 20 L x 30 umf = 10 cm á 4 mm prjóna.
GARN
LITG Zebra Sock og Filcolana Tilia Kid Mohair eða sambærilegt garn með sömu prjónfestu. Prj með 1 þræði af hvorri garntegund.
LITG – 3 (3) (4) (4) (5) (5) (6) (6) (7) x 100 g (400 m/100 g) – 1200 (1200) (1600) (1600) (2000) (2000) (2400) (2400) (2800) m.
Filcolana – 6 (6) (7) (8) (9) (9) (11) (11) (12) x 25 g (210 m/25 g) –1260 (1260) (1470) (1680) (1890) (1890) (2310) (2310) (2730) m.
PRJÓNAR
Prjónastærðir # 4 – 6 ½ mm