0kr.

3 skipti frá kl. 17-19

Þriðjudagur 4. júní

Þriðjudagur 11. júní

Þriðjudagur 25. júní

Í þetta sinn erum við að fara að prjóna úr garninu Fine Tweed Haze frá Rowan.

Nýtt og skemmtilegt garn sem okkur langar að kynna ykkur fyrir ykkur og kynnast betur sjálfar.

Garnið er dúnmjúkt og létt, 50g hnota hefur u.þ.b. 215 m og uppgefin prjónfesta eru 21 L á 4 mm prjóna.

Garnið inniheldur 37% alpaka, 37% ull, 13% polýamíð, 9% bómull og 4% pólýester.

Hægt er að velja um nokkrar peysur úr garninu. Ef þið smellið á heitið þá farið þið inn á Ravelry síðu með nánari upplýsingum um hverja uppskrift:

Uppskriftirnar má finna í Rowan tímariti nr. 74, ef þið eigið það, einnig er hægt að kaupa blaðið á staðnum eða kaupa uppskriftirnar stakar.

Uppskriftirnar eru á ensku eða dönsku.

Ýmisleg prjóntækni er notuð fyrir utan uppfit og útaukningar, einhverjar af peysunum eru prjónaðar í stykkjum en ekki í hring og þá er áskorun að prjóna jafnar lykkjur hvort sem það er á réttu eða röngunni. Tilvalið er þá að tileinka sér aðferð við að prjóna til baka frá réttunni.

Um að gera að koma í Storkinn og skoða möguleikana. Hugmyndin með samprjóni er að koma saman og deila og læra hvor af annarri.

Umsjón með samprjóninu hefur Magna Rún frá Storkinum. Hún verður búin að rýna uppskriftirnar og aðstoðar þá sem þurfa hjálp til að komast í gang.

Þær sem skrá sig á samprjónið fá 15% afslátt af garni í peysuna. Einnig er hægt að kaupa uppskriftina hjá okkur.

Samprjónið kostar ekkert en til að taka þátt þarf að kaupa garnið í peysuna í Storkinum fyrir samprjónið og skrá sig hér neðst á síðunni með því að velja vöruna og gefa upp nafn, netfang og símanúmer.

Er á lager

Vöruflokkar: