4.895kr.

  • Grófleiki: Fínband / fingering  / 4 ply
  • Innihald: 100% highland superwash merínóull
  • Lengd/þyngd: 400m/100g
  • Prjónar: 2,25 – 3,5 mm
  • Prjónfesta: 22 – 32 L á prjóna 2,25 – 3,5 mm = 10 cm
  • Þvottur: Ullarvagga í köldu vatni

Dásamlegt handlitað og sprengt ullargarn frá LITLG (Life in the Long Grass) á Írlandi. Við höfum góða reynslu af garni frá þessum frábæra handlitara.

Zebra Marl Sock garnið er handlitað og grunnurinn er að hluta svart/hvítt sprengt garn sem geftur þetta sérstaka útlit. Þaðan kemur einmitt zebra nafnið. Garnið er loftmikið og gljúpt fínband sem hentar í alls konar verkefni.  Sock kemur fyrir í nafninu en það er grófleiki, því þetta er 100% ullargarn og ekki sérstaklega styrkt fyrir sokkaprjón, frábært í peysur á börn og fullorðna, húfur, trefla, sjöl og vettlinga. Margið velja að leggja fylgiþráð með, t.d. silki/mohair.