4.995kr.
Höfundur: Helga Isager & Helga Jóna Thórunnardóttir
Útgefandi: ISAGER ApS 2024
Harðspjalda | 112 bls.
Tungumál: Enska
Þyngd: 500 g | Mál: 24,5 x 17,5 cm
Handcraft
HANDCRAFT er samstarfsverkefni Helgu Jónu Þórunnardóttur og Helgu Isager.
Þessi prjónabók inniheldur eitt grunnmynstur fyrir fingravettlinga og eitt fyrir venjulega vettlinga, með fjölbreyttum prjónamynstrum og mismunandi stroffi. Fallegar teikningar eftir japanska myndskreytinn Toshiko Koikegami sýna þá tækni sem notuð er í bókinni.
Bókin er 112 blaðsíður.
Í formála bókarinnar skrifa þær:
„Hugmyndin að Handcraft kviknaði út frá sameiginlegri ástríðu okkar fyrir tækni og smáatriðum. Við höfum kennt prjónanámskeið saman í nokkur ár og nálgumst handverkið með sömu nákvæmni og natni. Hægt er að bæta hönnun með því að tryggja að lykkjurnar liggi fullkomlega, eða jafnvel með því að bæta við nokkrum lykkjum til að ná fram fallegum kanti. Kannski tökum við einar eftir muninum, en dýptin í ánægjunni sem fylgir því að klára vandað handverk knýr okkur áfram og tryggir að peysurnar eða treflarnir nýtist árum saman.
Okkur langaði að búa til bók með safni af nokkrum uppáhalds aðferðum og hönnunum okkar. Við komumst að því að vettlingar og fingravettlingar væru kjörin valkostur, því í svo litlum hlutum þarf að beita ótrúlega mörgum tækniatriðum. Form vettlinga hefur í raun ekki breyst í aldir, þar sem þeir þurfa að laga sig að lögun mannshandarinnar. Hugmyndin okkar var að skrifa klassíska bók sem prjónarar geta notað sem litla handbók – hvort sem verið er að rifja upp tækni til að prjóna vettling eða peysu.“
Er á lager