32.000kr.

DAGNÁMSKEIÐ – 6 KLST.

Útsaumsnámskeið með Adriana Torres (Miga de Pan).

Tími: Sunnudagur 26. maí kl. 10 – 17:00 (með hádegis- og kaffihléum).

Staður: Storkurinn, Síðumúla 20, 108 Reykjavík

Adriana Torres kemur til okkar alla leið frá Argentínu og heldur Masterclass námskeið fyrir áhugafólk um útsaum.

Námskeiðslýsing:

Á þessu 6 klst. dagnámskeiði kennir Adriana útsaum á verkinu G R A C I A S.

Námskeiðslýsing:

Í júní 2023 heimsótti Adriana Álaborg í Danmörku og rakst þá á fallegt fingurbjargarblóm ásamt býflugu á leið inn í túlípana. Þessi kynni urðu kveikja að útsaumsverkinu sem verður saumað á þessu námskeiði.

Adriana mun kenna útsaum með hnútum og reistum útsaumssporum. Áhersla er lögð á þrívíddarútsaum. Áður fyrr þegar þess háttar spor voru gerð (e. stumpwork) voru notuð sérstök tréáhöld sem eru ekki lengur fáanleg. Adriana er búin að finna leið til að sauma þessi reistu spor án áhaldanna.

Öll sporin sem eru notuð á þessu námskeiði eru útgáfur af sama sporinu. Það tók Adriönu meira en 10 ár af tilraunum að þróa þessa útsaumsaðferð. Þetta námskeið er því árangur mikillar rannsóknarvinnu.

Þá eru tvær útsaumsaðferðir kenndar að auki, Japa Mala og Coffee Beans, en bæði þessi spor eru hennar hugmyndavinna. Önnur aðferð sem er kennd, einnig úr smiðju Adriönu, er að láta liti renna saman í útsaumssporum.

Þetta námskeið er því einstakt því það eru kenndar aðferðir sem ekki er að finna hjá öðrum.

Efni innifalið á námskeiðinu:

Nemendur fá prentað efni með hönnun sem varð til í Danmerkurferðinni hennar Adriönu.

Útsaumsgarn, nálar og handgerða bók með vinnulýsingum svo nemendur geti lokið við útsaumsverkefnið heima.

Hafa meðferðis:

Takið með ykkur beitt útsaumsskæri og útsaumshring (hvoru tveggja verður hægt að kaupa í Storkinum).

Erfiðleikastig:

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af útsaumi svo og þau sem hafa mikla reynslu.

Það er nauðsynlegt að kunna varplegg (kontórsting) og aftursting.

Aðeins 1 eftir á lager

Vöruflokkar:

Um Adriana Torres

Adriana Torres, listakona, teiknari og stofnandi Miga de Pan heftur stundað nám í arkitektúr og grafískri hönnunvið Háskólann í Buenos Aires. Verk hennar hafa fengið viðurkenninguna the Seal of Good Design, sem er veitt af hinu iðnaðarráðuneyti Argentínu. Þetta er viðurkenning fyrir framúrskarandi hönnun, gæðaframleiðslu í nærumhverfinu.

Vörumerki hennar var valið af utanríkisráðuneyti Argentínu

til að taka þá í sýningunum 100% Design London, Maison & Object Paris, og Pitti Bimbo á Ítalíu til að kynna argentínska hönnun.

Hún hlaut fyrstu verðlaun handverkskeppni sem var skipulögð af“National Fund for the Arts”, sem er hluti af menningarmálaráðuneyti Argentínu, í flokknum „Contemporary Textil Doll Making“.

Adriana hefur kennt á mörgum útsaumsnámskeiðum um allan heim: Buenos Aires, Sao Paulo, Madrid, Barcelona, Valencia, Malaga, Bilbao, La Coruña, Sevilla, Mallorca, Paris (í sendiráði Argentínu), Berlín, London, Devon, Zürich, Mexíkóborg, Boulder (Colorado), Santa Monica (California) og Philadelphia (at Anthropologie and Urban Outfitters HQ).

Hún hefur tekið þátt með útsaumsverk sín í nokkrum listasýningum í Buenos Aires, París and Leipzig.

Verk hennar voru birt í af Thames and Hudson í “The New Artisans”; DPI magazine (Taiwan); Super Handmade (China), Stich•illo by Uppercase (Canada); Frankie (Australia), Selvedge (UK) and was the cover of Embroidery Magazine (United Kingdom).

Verk hennar eru fáanleg í Mar Dulce galleríinu í Palermo, Buenos Aires.

Adriana er með Instagram reikninginn @soymigadepan. Þar er hægt að skoða verk hennar.