32.000kr.
Útsaumsnámskeið með Adriana Torres (Miga de Pan).
Adriana kemur til okkar alla leið frá Argentínu og heldur námskeið fyrir áhugafólk um útsaum.
Fimm klst. tveggja morgna helgarnámskeið þar sem Adriana kennir útsaum á verkinu FOREST ALPHABET.
Tími:
Laugardagur 23. ágúst kl. 9:30 – 12:15 (með 15 mín kaffihléi).
Sunnudagur 24. ágúst kl. 9:30 – 12:15 (með 15 mín kaffihléi).
Staður:
Storkurinn, Síðumúla 20, 108 Reykjavík
Greiða þarf fyrir námskeiðið um leið og skráning fer fram, sjá hnapp neðar á síðunni til að setja vöru í körfu.
Námskeiðslýsing:
THE FOREST ALPHABET
Kynning á þremur nýjum argentínskum útsaumssporum.
Ekki missa af þessu einstaka tækitæki til að sökkva þér í útsaumsheiminn hennar Adriönu Torres, listakonu og leturhönnuð. Adriana hefur ferðast út um allan heim og kennt listina að sauma út.
Til að taka þátt í þessu námskeiði þarf ekki að hafa reynslu í útsaumi. Þátttakendur munu sauma út nýtt stafróf sem hefur fengið innblástur frá jurtaríki skógarins.
Í þessu 5 klst. námskeiði munið þið læra mörg ný útsaumsspor, eins og Colcha sporið, Towel sporið, Quaker sporið, argentínskan hnút, argentínskan ferhyrndan hnút og argentínsk takkaspor o.fl. Þetta eru ný spor sem Adriana kynnir í fyrsta skipti á ferðalagi hennar um Evrópu, Ameríku og Asíu.
Innifalið:
Útsaumsefni með áprentuðu mynstri með stafrófinu, útsaumsgarn og bæklingur með sporgerðum, kaffi/te og hressing í hléi.
Ykkur er velkomið að taka með ykkar eigið útsaumsgarn og nálar.
Hafa meðferðis:
Takið með ykkur beitt útsaumsskæri og lítinn (10-12 cm) útsaumshring (hvoru tveggja verður hægt að kaupa í Storkinum).
Erfiðleikastig:
Adriana gerir ekki kröfu um reynslu í útsaumi, það er auðvitað gott að hafa saumað eitthvað aðeins út áður til að fá sem mest út úr námskeiðinu.
Þetta námskeið er fyrir ykkur sem viljið taka þátt í skapandi vinnustofu og læra nýjar útsaumsaðfeðir.
Á báðum námskeiðunum The Forest Alphabet og Play & verða tekin fyrir samskonar spor eins og Colcha sprorið, Towel sporið, Quaker sporið, argentínska hnúta og ferhyrnda hnúta og argentínsk takkaspor, auk annarra spora. Þótt grunnurinn sé sá sami þá eru námskeiðin ólík, bæði þemað og nálgunin.
Er á lager